Hugmynd: Norður-Kórea hætti kommúnisma

Hópur fyrrverandi þjóðhöfðingja er á leið til Norður-Kóreu til að reyna að fá þarlend stjórnvöld til að taka upp viðræður um kjarnorkumál að nýju. ...

Ætla þjóðarleiðtogarnir fyrrverandi einnig að ræða við norður-kórensk stjórnvöld um viðvarandi matarskort í landinu. ...

Þetta er þunn dagskrá finnst mér. Kannski er ekki við öðru að búast þegar nokkrir útbrenndir sósíaldemókratar frá ýmsum löndum eru sendir til kommúnistaríkis til að ræða "vandamál" þess. 

Af hverju nota menn ekki tækifærið og setja pólitíska pressu á yfirherra Norður-Kóreu til að fá þá til að vinda ofan af alræði kommúnismans þar í landi? Af hverju er alltaf verið að umgangast Norður-Kóreu eins og fórnarlamb sem hefur ekkert um eigin örlög að segja? Valdhafar Norður-Kóreu hafa val: Þeir geta haldið áfram að hjakka í sama farinu, eða þeir geta byrjað að vinda ofan af alræði sameignarstefnu sinnar. Þeir geta hermt eftir Kúbu, Víetman og Kína ef þeim vantar fyrirmyndir. 

Afsakanir Norður-Kóreu fyrir ástandinu þar í landi eru fáar og lélegar. Þeir sem velja kommúnisma og sameignarstefnu sem stjórnarfar eru ekki fórnarlömb frekar en sá sem setur hlaðna skammbyssu upp í sig, tekur öryggið af og þrýstir á gikkinn í von um betra líf

Sömu sögu má segja um mörg ríki Afríku. Þar er víða rekin umfangsmikil sameignarstefna með miklu og öflugu og verðmætasjúgandi ríkisvaldi. Eftirfarandi texti um Afríku (héðan) á allt eins við um Norður-Kóreu:

As Asian countries have shown, African countries must liberalize their economies to grow. Africa must embrace globalization and trade with the rest of the world. African countries must also make their business environment much friendlier to domestic and foreign investors. The political elite, which benefits from the status quo, is the main obstacle to reform. The spread of democracy on the continent — haphazard though it is — will make African governments more responsive to the needs of the populace, but Western governments must also help — by ending or reducing foreign aid to African regimes. That move could help establish a better link between governments and citizens and reduce disincentives to necessary reforms.

Vandamál Norður-Kóreu eru Norður-Kóreu að kenna. Það á að vera boðskapur umheimsins til yfirherra Norður-Kóreu.


mbl.is „Öldungarnir" á leið til Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband