Föstudagur, 22. apríl 2011
Í dag minnkaði frelsi fjölmiðla mikið
Það er auðvelt að halda því fram, eins og margir gera, að "enginn fjölmiðill á Íslandi er frjáls" og fleira í þeim dúr. En það er þrátt fyrir allt frelsi til að stofna og reka fjölmiðla á Íslandi, þótt það sé smátt og smátt að breytast. Það eru t.d. allt önnur efnistök t.d. hjá ÍNN og Stöð 2, hjá Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, hjá Spegli RÚV og Harmageddon X-ins.
Nú treður ríkisvaldið sér inn í rekstur fjölmiðla á Íslandi, t.d. með því að mæla svo fyrir um að "[v]ið myndmiðlun skal hlutfall auglýsinga og fjarkaupainnskota innan hverrar klukkustundar ekki fara yfir 20%" (41. gr.) og að "[ó]heimilt er að rjúfa útsendingu á guðsþjónustu eða sambærilegum trúarathöfnum og fréttum með auglýsingum eða fjarkaupainnskotum" (einnig í 41. gr.).
Frelsi fjölmiðla á Íslandi minnkaði mjög mikið í dag. Fjölmiðlamenn hafa tekið því ótrúlega vel.
Rekstur fjölmiðla verður nú töluvert vandasamari en áður. Fjölmiðlar sem eru nú þegar á markaði láta sér það í léttu rúmi liggja eða svo mætti halda. Þeir hafa þrátt fyrir allt tekjur. Nýliðun á fjölmiðlamarkaði minnkar. Kannski er það ein ástæða þess að fjölmiðlar hömuðust ekki mjög mikið gegn fjölmiðlalögunum?
Fjölmiðlalögin staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.