Laugardagur, 2. apríl 2011
Réttaróvissa vegna Icesave-laganna enn til staðar
Í úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær í málum varðandi heildsöluinnlán í Landsbankanum og Glitni felst að dómurinn staðfestir gildi neyðarlag-anna, að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, sem situr í slitastjórn Landsbankans.
Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem vilja sópa Icesave-kröfum Breta og Hollendinga á herðar íslenskra skattgreiðenda. Svo virðist sem enn sé hægt að niðurgreiða kröfur Breta og Hollendinga með þrotabúi Landsbankans og setja aðra kröfuhafa í bankann til hliðar í heimtum sínum.
Enn eru samt ekki öll kurl komin til grafar. Málið fer mjög líklega fyrir Hæstarétt. Ef hann staðfestir úrskurð héraðsdóms er sennilegt að málið verði þá flutt fyrir Mannréttindardómstól Evrópu. Ef hann snýr úrskurði héraðsdóms við þá verður þrotabú Landsbankans tæmt í vasa kröfuhafa skv. hefðbundnum uppgjörsreglum (lög án neyðarlaganna). Þá fellur nokkurn allt Icesave-bjargið á herðar skattgreiðenda.
Réttaróvissu hefur ekki verið eytt og það mun taka tíma að eyða henni. Á meðan er hyggilegast fyrir Íslendinga að bíða með að skrifa undir Icesave-lögin. Það er einfaldlega "common sense".
Neyðarlögin staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er hárrétt athugað hjá þér Geir.
Ekki má heldur gleyma því að ef þjóðin fellir Icesave 3 í komandi kosningum og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar 94% af sínum ýtrustu kröfum.
Sjá nánar þennan pistil hér:
http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/1155564/
Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.4.2011 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.