Er að koma bit á stjórnarandstöðuna?

Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu lengi vel blekkja sig til að halda kjafti með háfleygum orðum um "samstöðu" og "samvinnu" í kjölfar hrunsins.

Stjórnarandstaðan hefur setið á sér furðulega lengi því í raun var ríkisstjórnin búin að afhjúpa getuleysi sitt áður en hún var mynduð. Hvernig þá? Man einhver eftir því hvernig ríkisstjórnin var mynduð í byrjun árs 2009? Baktjaldaviðræður og leynifundir og fjölmiðlum og þingmönnum tilvonandi stjórnarandstöðu sagt að skipta sér ekki af. 

Núna lítur út fyrir að stjórnarandstaðan sé að vakna til lífsins. Alltof seint, en betra seint en aldrei. Af nægu er að taka fyrir hana. Góða baráttu!


mbl.is Segir Jóhönnu ekki starfi sínu vaxna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér hefur nú svartnættisrausið vera hávært í tvö ár... þú ert ekki sérlega vakandi hefur þú hefur ekki heyrt rausið og gaulið í BB SDG og Þ SAARI

Jón Ingi Cæsarsson, 1.4.2011 kl. 17:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég hef séð einstaka þingmenn taka á einstaka málum, en engin raunveruleg andstaða við kafsiglingu ríkisstjórnarinnar. Hún er raunar ekki byrjuð, ég vona bara að hún sé að ná sér á strik. Ísland mun standa betur að vígi með her blindra simpansa við stjórnvölinn en þetta lið sem mannar ráðherrastólana núna.

Geir Ágústsson, 1.4.2011 kl. 20:29

3 identicon

Ráðherrastólarnir sem eru jú heilalausir (eins og stjórnin) myndu standa sig betur tómi.

Þeir geta þó allavega staðið í lappirnar og hlaupa ekki í fjölmiðlaskjól eða reyna að fela sig.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband