Mánudagur, 28. mars 2011
Sukk á sveitarfélögum
Íslensk sveitarfélög voru dugleg að safna skuldum og sóa fé á meðan á "góðærinu" stóð. Þau sugu til sín lánsfé, gjarnan í formi myntkörfulána frá útlöndum á seðlabanka-niðurgreiddum vöxtum (lesist: lánuðu nýprentaða peninga).
Nú er komið að skuldadögum hjá mörgum þeirra og enn fjölgar í hópi sveitarfélaga sem finna sig knúin til að setjast að "samningaborði" með lánadrottnum sínum og skrúfa vextina á lánum sínum upp í hæstu hæðir.
Svona kærulaus hegðun og slæm meðferð á almannafé er vitaskuld á ábyrgð þeirra stjórnmálamanna sem skrifuðu undir sukkið til að byggja sundlaugar og íþróttahús, niðurgreiða almenningssamgöngur, "styrkja" allt sem rétti út hendi, fjármagna "jafnréttisráð" og "mannréttindanefndir" innan sveitarfélaganna, og svona má lengi telja.
En kjósendur þurfa líka að hugsa sinn gang. Það eru jú þeir sem kjósa þá sem mestu lofa og mestu fé vilja eyða.
Áhugaverð þróun á sér nú stað á Seltjarnarnesi. Þar hefur útsvarið lengi verið með því lægsta sem gerist, og gjarnan það lægsta á öllu höfuðborgarsvæðinu, en ekki lengur. Nýlega var gefið í útsvarsprósentuna og sveitarstjórnarmenn þar á bæ greinilega búnir að fá nóg af aðhaldi. Hvað gera kjósendur í næstu kosningum þar? Láta þeir vitleysuna viðgangast eða refsa þeim sem vilja skipta aðhaldi út fyrir aukna skattheimtu?
Hundruð milljóna aukakostnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.