Laugardagur, 26. mars 2011
Að hrófla við eða ekki
Þingmenn deila nú um það hvort róttækar breytingar eigi að gera á fiskveiðistjórnunarkerfinu, eða bara miklar breytingar. Það virðist vera samstaða um það að hrófla einhvern veginn við kerfinu, en nákvæm útfærsla á því liggur enn ekki fyrir.
Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er fiskveiðistjórnunarkerfið á Íslandi undirstaða einnar arðsömustu útgerðar í heimi. Útgerð á Íslandi skilar arði og greiðir háa skatta. Útgerð í flestum öðrum ríkjum er afæta á skattgreiðendum.
Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá þarf töluvert meira en bara "viljann til að veiða" til að reka arðbæra útgerð, hvort sem hún er lítil eða stór. Ef menn hrófla mikið við fiskveiðistjórnunarkerfinu er raunveruleg hætta á að hugvit, reynsla og þekking hverfi úr útgerðinni.
Ísland er tæknilega gjaldþrota. Skuldasöfnun er gríðarleg og skuldastaða ríkissjóðs komin að mörkum hins ósjálfbæra. Ríki hafa lýst sig gjaldþrota með minni hallarekstur, lægri skuldir og í betra árferði. Nú skal hróflað við stærstu tekjulind Íslendinga og með því er tekin gríðarleg áhætta.
En áfram skal stefnt að breytingum, og með því er tekin mikil áhætta. Það er einfaldlega staðreynd.
Pattstaða um fiskveiðistjórnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ertu allt í einu stuðningsmaður fákeppni?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 16:29
Hamingja þín með núverandi leynir sér ekki. Eg hef hér tvær spurningar sem mér þætti vænt um að þú svaraðir. 1. Við sölu á aflaheimildum milli óskaldra aðila höfðu stjórnmálamenn 3 möguleika þ,e þeir gátu sett reglur um að við söluna fylgdu hugsanlegar viðbætur við aflahlutdeild ef kvótinn yrði aukinn síðar meir. Þeir gátu tekið sett reglur um að hlutdeildin síðar meir væri ekki þeirra. Eða þriðja möguleikinn var að gera hvorugt þ.e taka enga ákvörðun. Önnur spurningin er. Á hlutabréfamarkaði í kauphöllum eru mjög strangar reglur sem bæði kaupendur og seljendur verða að uppfylla. Í okkar kvótakerfi eru engar reglur um kaup og sölu aflaheimilda. Þetta tvennt hefur eyðilagt allt markaðsmóment í kvótakerfinu og í mínum huga flokkast undir stjórnunarleg afglöp stjórnmálamanna síðustu ára. Ertu sammála mér?
Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 17:14
Ég hef enga skoðun á því hver sé "réttur" fjöldi útgerða. Raunar er ekki til "rétt" tala á þann fjölda.
Hvað sem líður kostum og göllum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis, þá er það það sem við höfum í dag til að afla gjaldeyris og koma fisknum í 200 mílunum í verð. Það er nú bara óumdeilanleg staðreynd sem inniheldur ekki skoðun eða smekk.
Og það sem menn tala um er að hrófla við kerfinu, annaðhvort mikið eða mjög mikið, og það felur í sér ákveðna áhættu. Aftur bara staðreynd sem ekki verður deilt um.
Geir Ágústsson, 27.3.2011 kl. 15:44
Egill,
Þú ert að fjalla um allskyns tæknilegar útfærslur. Kannski eru skilyrði í kauphöllum of ströng, eða skilyrði á kvótamarkaði of væg. Kannski átti að heimila eitthvað sem ekki er heimilt, eða banna eitthvað sem nú er leyft. Kannski hefði bara átt að segja við útgerðarfélögin að þau verði nú að haga sér eins og bændur og ákveða sjálfir hvað fiskistofnar þola miklar veiðar, rétt eins og bóndinn sem vegur og metur beit á ökrum sínum. Án afskipta stjórnmálamanna.
En hvað sem því líður þá er kerfið eins og það er, og aflar gjaldeyris ólíkt útgerðum flestra landa í heimi, og menn ætla að hrófla við því, mikið eða mjög mikið.
Geir Ágústsson, 27.3.2011 kl. 15:50
Geir: Eigum við ekki frekar að vera með ríkisútgerð í staðin fyrir að láta nokkra útvalda einstaklinga njóta arðsins?
Er ekki bæði jafn fáránlegt?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 16:01
Stefán,
Alls ekki.
Ef allur kvóti væri á hendi eins einstaklings, þá er útgerðin engu að síður í samkeppni í arðsemi við aðrar atvinnugreinar um fjármagn þess einstaklings, og því væri enn til staðar aðhald. Ef ríkið sópar afgangi fiskveiðiheimildanna undir sína miðstýringu (einhver sagði mér að ríkið réði nú þegar 30% kvótans, vinsamlegast leiðréttið mig ef það er rangt), þá hverfur endanlega allt aðhald við annan rekstur og útvegurinn verður dæmigerður ríkisrekstur en um sögu slíks reksturs þarf ég varla að fara mörgum orðum.
Geir Ágústsson, 28.3.2011 kl. 09:06
Smá texti að gamni:
"Those who advocate socialist “central planning” as the more efficient method of production for consumer wants must answer the question: If this central planning is really more efficient, why has it not been established by profit-seeking individuals on the free market? The fact that One Big Cartel has never been formed voluntarily and that it needs the coercive might of the State to be formed demonstrates that it could not possibly be the most efficient method of satisfying consumer desires." (http://mises.org/rothbard/mes/chap10b.asp#2F._One_Big_Cartel)
Geir Ágústsson, 28.3.2011 kl. 09:09
...og svo það sé á hreinu þá er ég, eins og svo margir aðrir, "á móti" kvótakerfinu eins og það lítur út í dag. Mér finnst það of miðstýrt, of hlaðið opinberum byrðum (t.d. aukaskatti og þungu regluverki) og of opið fyrir afskiptum hins opinbera.
Ég myndi gjarnan vilja sjá kerfinu breytt, og það á róttækan hátt. En þá alls ekki í þá átt sem nánast örugglega veikir verðmætaskapandi kraftinn í því. Af tvennu illu - láta kerfið vera eins og það er, eða grafa undan rekstraröryggi í því og veikja verðmætaskapandi kraft þess - þá kýs ég frekar óbreytt ástand.
Geir Ágústsson, 28.3.2011 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.