Sunnudagur, 13. mars 2011
Hún ætti að víkja, sama hvað
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, ætti að víkja úr stól bæjarstjóra, hvort sem hún lagði starfsmann í einelti eða ekki. Af hverju? Af því hún er einn af þessum handónýtu stjórnmálamönnum sem kunna bara að bregðast við rekstrarerfiðleikum á einn hátt: Með hækkun skatta.
Seltjarnarnes hefur lengi verið "vígi" skattgreiðenda, þar sem stjórnmálamenn hafa ekki komist upp með að skrúfa upp gjaldskrár og skatta án afleiðinga. Nú eru breyttir tímar og útsvarsgreiðendum gert að punga út fyrir rekstur þar sem útgjöld eru hærri en tekjur. Í stað þess að taka til í rekstri hins opinbera og draga saman seglin þá hafa stjórnmálamenn beitt skattahækkunarvendinum, og virðast ætla komast upp með það.
Handónýtir stjórnmálamenn ættu að gera okkur öllum greiða og víkja, hvort sem þeir leggja í einelti eða ekki.
Hafnar ásökunum um einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.