Fimmtudagur, 10. mars 2011
Sala á sterku áfengi hefur aukist
Það stingur kannski svolítið í stúf við tölur ÁTVR að halda því fram að sala á sterku áfengi á Íslandi hafi aukist. Sú söluaukning verður hvorki mæld í tölum né upphæðum, en ég fullyrði engu að síður að hún hafi átt sér stað og færist enn í aukana.
Ég er auðvitað að tala um sölu á hinum svarta markaði. Þar selja menn sterkt áfengi, bæði smyglað og heimabruggað, og upplifa mikið "góðæri".
Léttvín og bjór henta illa til svartamarkaðsstarfsemi. Álagning getur ekki orðið eins mikil (samkeppnin við ÁTVR ekki eins hörð), ílátin eru stærri og erfiðara að koma miklu magni í sölu. Efnað fólk drekkur frekar léttvín en hið efnaminna og efnað fólk hefur ennþá efni á því að versla í ÁTVR. Hitt liðið, fátæki skríllinn sem skattkerfið treður undir hæl sínum, það þarf að leita til svarta markaðarins.
Ekki bætir úr skák að áfengissjúklingar eru oftar en ekki í hópi efnaminna fólks og þeir hafa því engin önnur úrræði til að fjármagna daglega neyslu sína en að versla við sífellt skuggalegri og skuggalegri áfengissala og -bruggara.
Ef opinberir embættismenn hafa ennþá efni á að kaupa sér rauðvín. Það er nú gott.
Áfram dregur úr áfengissölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þessu.
Sumarliði Einar Daðason, 10.3.2011 kl. 10:35
Sá sem heldur að boð og bönn hamli neyslu hefur sennilega aldrei heyrt um eiturlyf og sá hinn sami hlýtur að vera einnig fremur vitgrannur heimalingur.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.