Fimmtudagur, 24. febrúar 2011
Auknar skuldir ríkissjóðs = gjaldþrot ríkissjóðs
Umræðan um "réttmæti" Icesave-fangelsisvistar Íslendinga vegna pólitískra aðgerða breskra og hollenskra stjórnvalda er, að því er virðist, löng og flókin. Menn játa eða neita fyrir lagalegan grundvöll kröfugerðanna frá Evrópusambandsríkjunum. Menn rífast um áhættuna af því að leita réttar síns fyrir dómstólum eða einfaldlega segja Bretum og Hollendingum að fara með kvabb sitt annað.
En hvað sem því líður þá er eitt nánast öruggt: Ef Icesave-klafinn leggst á ríkissjóð, þá er hann hættulega nálægt gjaldþroti.
Og hvaða gagn er af erlendum fjárfestingum og "atvinnusköpun" í landi sem er stjórnað af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Sá sjóður mjólkar Íslendinga þar til hann hefur endurheimt óumbeðin neyðarlán sem hann "veitir" svo Íslendingar geti greitt kröfuhöfum á gjaldþrota ríkissjóðinn.
Svo réttmætt eða ekki, of mikil áhætta eða ekki, þetta geta menn rifist um og þurfa í sjálfu sér ekki að verða sammála, því hyldýpi gjaldþrots blasir við ef skuldum verður enn bætt á ríkissjóð.
Icesave: Já = Gjaldþrot ríkissjóðs: Hví ekki?
Icesave: Nei = Gjaldþrot ríkissjóðs: Helst ekki.
Áhættan af dómsmáli meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Facebook
Athugasemdir
Og Geir, eins og þetta er rétt hjá þér, hvaða hrjáir góðgjarnt íhaldsfólk sem varð alltí einu svona hrætt við dómsstóla????
Ég hélt að það væru þjófar og eiturlyfjasalar, já og mafían sem hræddust þá, ekki grunnstoðir þjóðfélagsins.
Hvernig gat málið endað svona að hið ólíklega varð líklega í hugum fólks???
Takk fyrir góða grein.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 00:05
Ómar,
Takk fyrir innlitið og innleggið.
Bjarni Benediktsson hefur fengið eitthvað gylliboð. Það gæti verið eitt af eftirfarandi:
Geir Ágústsson, 25.2.2011 kl. 10:06
Blessaður Geir, eitthvað er það. Ég hef líka velt fyrir mér tengslunum við AGS lánið, er þetta dulið í skilyrðum sem eru ekki birt opinberlega, en taka fram að lánið sé ekki framlengt ef Ísland greiði ekki ICEsave.
AGS er eiginlega eina kúgunartækið sem ég sé að gæti hrint Sjálfstæðisflokknum fram af bjargbrúninni.
En almennir flokksmenn biluðu ekki. Og það er það sem skiptir máli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.