Persónulegar (en pólitískar) hugleiðingar um Sjálfstæðisflokkinn

Ég er stundum spurður hvort ég sé ekki "sjálfstæðismaður". Því svara ég alltaf neitandi. Ég er frjálshyggjumaður. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki frjálshyggjuflokkur. En hann hefur oft verið sá valkostur sem kemur einn til greina í kjörklefanum - aðrir flokkar eru einfaldlega miklu rauðari.

Ég hef taugar til Sjálfstæðisflokksins. Ég var einu sinni skráður í hann. Flokkurinn á sér að mörgu leyti glæsilega fortíð. Flokksmenn hans stóðu oft einir á málstað Íslands gagnvart útlöndum, hrintu viðskiptahöftum af Íslandi á sínum tíma, sögðu Bretum að hoppa upp í rassgatið á sér í þorskastríðunum, og svona má lengi telja. Saga íslenskra stjórnmála hefur oftar en ekki verið saga Sjálfstæðisflokksins á móti sósíalistunum. Þessu geta Sjálfstæðismenn í dag verið stoltir af.

Sömu Sjálfstæðismenn ættu hins vegar að líta í eigin barm. Svo virðist sem þeir hafi alveg gleymt hvernig á að rífa kjaft við vinstrimennina og virðast jafnvel sætta sig við einhvers konar hækju-stöðu þar sem Íslands-skaðleg mál eru borin í gegnum Alþingi með hjálp Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn fylla heimasíðu sína af skynsamlegum og skýrum hugmyndum, en nefna þær ekki einu orði þegar fréttamenn spurja þá hvað þeir vilji gera til að uppræta kreppuna á Íslandi. Skammast þeir sín fyrir eigin stefnu?

Eina glætan í myrkrinu eru ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins. Þær rífa nú kjaft sem aldrei fyrr, bæði við eigin flokksforystu og vinstrimennina. Heimdallur hefur endurfæðst sem "samviska flokksins", sem betur fer, og þótt fyrr hefði verið! 

Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum og þori á ný að taka slaginn við vinstrimennina. Þá gæti ég kannski hugsað mér að kjósa þá aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband