Mánudagur, 14. febrúar 2011
'Eistneska' leiđin: Tiltekt
Ríkisstjórnir heimsins brugđust mismunandi viđ fjármálakreppunni. Sumar hófu seđlaprentun og gríđarlega skuldasöfnun til ađ "drekka sig" út úr timburmönnunum, og stefna núna hratt í ađra timburmenn. Ađrar fóru í blöndu af ađhaldsađgerđum og skuldsetningu (t.d. Danir og Svíar). Enn fćrri fóru hina réttu leiđ: Afvötnun. Eistar gerđu ţađ.
Timburmenn koma óumflýjanlega eftir mikla drykkju. Hiđ sama á viđ um neyslu á ódýru og nýprentuđu lánsfé. Eftir "punktur com" bóluna áriđ 2000 ákváđu flestar ríkisstjórnir ađ fylgja fordćmi Bandaríkjanna og prenta sig og skuldsetja út úr timburmönnunum. Ţeim var frestađ til ársins 2008. Bandaríkjamenn reyna núna aftur ađ prenta sig og skuldsetja út úr timburmönnunum. Kannski tekst ţađ tímabundiđ, en meira verđur ţađ ekki.
Íslendingar hafa fariđ ađ fordćmi Bandaríkjamanna og forđast allar afvötnunarađgerđir eins og logandi helvíti. Íslendingar eiga ţví sinn skell eftir. Núverandi ástand er hátíđ miđađ viđ ţađ sem koma skal.
Eistar fóru í strangar ađhaldsađgerđir. Hvatinn ţeirra var upptaka evru, en gćti alveg eins hafa veriđ skynsemi í hagstjórn. Eistneska ríkiđ skuldar nánast ekkert (innan viđ 10% af landsframleiđslu ef ég man rétt), ţar er ekki halli á fjárlögum ríkisins og ég veit ekki til ţess ađ ríkisvaldiđ ţar hafi fariđ í skattpíningarherferđ eins og stjórnvöld á Íslandi.
Tiltektin í Eistlandi kostađi sitt í tímabundnum sársauka. Atvinnuleysi rauk upp og gjaldţrota fyrirtćki fóru á hausinn (á Íslandi eru ţau ţjóđnýtt og sett á spena skattgreiđenda, ef ţau eru rétt tengd).
Núna lítur út fyrir ađ kreppan sé ađ skolast af Eistlandi og ađ ađstćđur séu ađ myndast fyrir sjálfbćran hagvöxt (byggđan á verđmćtasköpun en ekki neyslu og eyđslu á lánsfé, eins og bandaríski "hagvöxturinn").
Íslendingar eiga ennţá inni sína kreppu.
Atvinnuleysi minnkar í Eistlandi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tel ađ evran eigi stóran ţátt í ţessu. Eistar gátu ekki prentađ peninga og fell gengiđ vegna ţess ađ ţeir voru ákveđnir í ţví ađ taka upp evru.
Af hverju voru Grikkir, Írar og Portúgalar ekki svona skynsamir?
Er ţađ evrunni ađ kenna ađ ţessum löndum gengur illa, eđa er ţađ vegna ţess ađ hvatan vantar? ;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 14.2.2011 kl. 11:28
Fróđlegar upplýsingar umhagvöxt í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan.
Hagvöxturinn í Eistlandi verđur 4,4% m.v. 0,7% á Íslandi í ár og á nćsta ári ţá verđur hagvöxturinn í Eistlandi 3,5% m.v. 2,2% á Íslandi.
Ţetta afsannar ţá kenningu ađ eyđsla og verđbólga sé leiđin úr kreppum.
Lúđvík Júlíusson, 14.2.2011 kl. 11:42
Hérna er slóđin :) Statistics Estonia
Lúđvík Júlíusson, 14.2.2011 kl. 11:43
Stefán,
Evran hefur veriđ mörgum hvati til ađ fara í öfuga átt: Safna skuldum. Hún út af fyrir sig útskýrir ţví hvorki slćma né góđa hagstjórn.
Fyrir Eistum var hún hvati til ađ sýna sig og sanna fyrir "ríku ţjóđunum" í vestri.
Fyrir Grikkjum var hún tćkifćri til ađ drekkja sér í yfirdráttareyđslu.
Lúđrík,
Hárrétt! :-)
Geir Ágústsson, 14.2.2011 kl. 12:19
Geir: Hvati fyrir Eista ţví ţeir voru ekki komnir inn. Hin löndin voru komin inn;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 14.2.2011 kl. 12:23
Stefán,
Já ćtli ţađ ekki. Nú er ađ vona ađ Eistar láti ekki freistast af ódýrum og nýprentuđum lánsevrum frá ECB og hoppi í sama far og nánast öll ESB-ríki sunnan Alpafjalla.
Geir Ágústsson, 14.2.2011 kl. 12:52
Ţeir sögđu viđtali ađ ţeir vćru "Norrćnir" og "skynsamir".
Ekki veit ég hvort ţađ fer saman, sbr. okkur;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráđ) 14.2.2011 kl. 13:07
"Önnur skýring á minna atvinnuleysi er ađ um 10 ţúsund manns hafa fariđ af atvinnuleysisskrá vegna ţess ađ fólk hefur gefiđ upp von um ađ finna vinnu."
10.000 manns eru slatti af 90.000. Ţađ vantar alveg hversu mörg störf hafa skapast ţarna. Eđa er ţetta bara vegna ţess ađ atvinnulausir hafa flúiđ land eđa gengiđ í störf ţeirra sem flúđu land.
GAZZI11, 14.2.2011 kl. 16:18
GAZZI11,
Vissulega punktur í ţessu. Sama er ađ gerast t.d. í Bandaríkjunum - fólk skráir sig af atvinnumarkađi. Á Íslandi flýr fólk land og viđ ţađ batnar tölfrćđin.
Kannski ţessir 10 ţúsund einstaklingar hafi komiđ sér yfir á hinn verđmćtaskapandi svarta markađ? Ţá skapar ţađ a.m.k. verđmćti ţótt ţađ greiđi ekki skatta :-)
Geir Ágústsson, 14.2.2011 kl. 18:29
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.