Sunnudagur, 13. febrúar 2011
Vísbendingar um afstöðu forsetans
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlar að samþykkja Icesave-klafa ríkisstjórnarinnar (og hækjuflokks hennar, Sjálfstæðisflokksins). Þetta gaf Ólafur til kynna í viðtali í Silfri Egils. Hann kallaði fyrri Icesave-samninga "ósanngjarna" og gaf til kynna að Icesave III væri það ekki. Hann talaði um að Bretar og Hollendingar hefðu vikið frá grundvallarkröfum fyrri samninga, þótt svo sé ekki. Hann talaði um að ætla ekki að skipta sér af vinnu Alþingis við Icesave-frumvarpið. Hann sagði nánast berum orðum að ef Alþingismenn ná að sannfæra almenning ("þjóðina") um Icesave-vitleysuna, þá ætlar hann að hleypa henni í gegn.
Ólafur mun því hleypa þessu máli í gegn.
Sex þúsund manns gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann lagði áherslu á að valdið væri hjá þjóðinni www.kjósum.is gegn Icesave "vitleysunni"
Sameinuð stöndum vér!
Benedikta E, 13.2.2011 kl. 13:57
Já, að vísu sagði hann eitthvað í þeim dúr. Hann hefur líka talað við útlenda fjölmiðla á þeim nótum að hann muni ekki láta þetta mál fara í gegn án þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjáum hvað setur.
Hvet alla til að skrifa undir á kjosum.is
Geir Ágústsson, 13.2.2011 kl. 15:14
Geir passaðu þig á að skrifa ekki nema brot úr sannlekanum. Forsetinn sagði margsinnis að þjóðin ætti síðasta orðið. Það er þetta sem Ólafur hefir fram yfir fyrrverandi forseta. Hann er fólksins maður.
Valdimar Samúelsson, 13.2.2011 kl. 15:57
Valdimar,
Ólafur sagði margt og mikið sem er hægt að túlka hvernig sem er. Þetta gerir Ólafur viljandi og gerir það vel (alvanur þessu sem stjórnmálamaður).
Hann vísar í "vilja fólksins" sem er hvað? x þúsund undirskriftir?
Geir Ágústsson, 13.2.2011 kl. 17:15
Fjöldi undirskrifta þarf að vera sambærilegur við það sem náðist fyrir rúmu ári síðan - þá hefur hann ekkert val, vegna röksemda hans fyrir fyrri synjun.
ÓRG hefur klárlega áhuga á pólitískri arfleifð sinni. Ef hann færi svo greinilega gegn eigin yfirlýsingu myndi hann eyðileggja hann þessa arfleifð.
Gunnlaugur Einarsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 04:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.