Bankar í faðmi öryggisnets

"Nútímalegt" bankakerfi, eins og það á Íslandi, er afsprengi tiltölulegra nýlegrar hugsunar í peningamálum. Hugsunin er þessi: Ríkið einokar peningaútgáfu. Peningar eru ekki "bakkaðir" af neinu (t.d. gulli eða silfri), þeir eru bara loforð ríkisins um að allir taki við þeim. Ríkið rekur seðlabanka til að sjá um peningaframleiðslu. Þessi seðlabanki sér um að ákveðinn "teygjanleiki" sé í peningakerfinu til að bankar geti aukið hagnað sinn, boðið upp á innlánsvexti og lánað miklu meira út en þeir fá inn í formi sparifjár. Seðlabankinn sé "lánveitandi til þrautavara" og geti alltaf prentað pening til að lagfæra bókhald banka, ef og þegar þeir lenda í vandræðum. Ríkið "tryggi innistæður" almennings með sama hætti (peningaprentun).

Hver er niðurstaðan? 100 ára rússíbanareið vestrænna hagkerfa, þar sem öfgafullar uppsveiflur enda á öfgafullum niðursveiflum - niðursveiflum sem er samt aldrei leyft að klárast því peningaprentvélarnar eru komnar á fullt um leið og þeirra gerist vart, og ný öfgafull uppsveifla knúin af öllum mætti af stað.

"En þarf ekki að vera seðlabanki?" spyr þá einhver. Nei, alls ekki. Peningar hafa verið til í mörg þúsund ár. Seðlabankar eru nýleg uppfinning. 

"En af hverju er þá seðlabanki? spyr þá einhver. Ástæðan er upprunalega sú að bönkunum sjálfum fannst þeir of "bundnir" við góðmálma sem komu í veg fyrir of mikla peningaprentun og takmörkuðu þar með möguleika bankanna til að auka hagnað sinn með því að lána meira út á vaxtaberandi lánum en bankarnir tóku inn af sparifé. Fyrst kom bankastéttin á kerfi að sínu skapi. Seinna mættu hagfræðingar á svæðið og gáfu þessari svikamyllu fræðilegan búning, sem er sá sem hagfræðinemum er kenndur í dag. 

Bankakerfið er ákaflega sátt við núverandi fyrirkomulag. Kerfið býður upp á mikla áhættusækni og stórar stöðutökur. Ef það skilar hagnaði þá má stinga honum í vasann. Ef allt tapast er hægt að senda reikninginn á skattgreiðendur.

Hið blandaða hagkerfi er hrunið. Baráttan fyrir aðskilnaði ríkis og hagkerfis er hafin en þarf að ná meiri þunga. Á meðan núverandi kerfi er við líði munum við aldrei losna við öfgasveiflur í hagkerfinu. 


mbl.is Munar allt að 53 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband