Föstudagur, 11. febrúar 2011
Er Ísland á leið í gjaldþrot?
Skuldastaða hins opinbera á Íslandi er hrikaleg. Viðvörunarljós hafa logað lengi en þau verið hunsuð. Fjölmargir hafa reynt að vara yfirvöld við áhrifum þess að drekkja ríkissjóði í skuldum til að halda góðærisveislunni gangandi en ekki notið áheyrnar. Vinstristjórnin hefur frá upphafi haft einlægan ásetning um að taka öll lán sem bjóðast og viðhalda stærð hins opinbera hvað sem það kostar í skuldsetningu og skattheimtu.
Er Ísland þá á beina leið í gjaldþrot? Verður Icesave-klafinn vendipunkturinn sem setur Ísland á hausinn?
Vert er að hafa eitt í huga:
Þegar stóra stundin rennur upp og Írland eða annað ríki fer fram á endurskoðun ríkisskulda (lýsir yfir gjaldþroti) þá vitum við það með nokkra daga fyrirvara. Forsætis- eða fjármálaráðherra viðkomandi ríkis boðar til blaðamannafundar, ekki til þess að vara við væntanlegu gjaldþroti, heldur til þess að lýsa því yfir að allt sé í himnalagi og landið sé ekki í sömu vandræðum og t.d. Spánn eða Portúgal. (vald.org)
Það gæti farið svo að þessi lýsing muni eiga við um Ísland áður en langt um líður.
Nú tek ég það fram að ég er ekki að segja að ríkissjóður Íslands sé þar með dauðadæmdur til að lenda í gjaldþroti árið 2011. En ég leyfi mér að segja án nokkurs hiks að ef skuldastaða ríkissjóðs og vaxtagjöld hans eru ekki lagfærð sem allra allra fyrst þá mun ríkissjóður enda í gjaldþroti fyrr en síðar. Og þá munu Íslendingar fyrst kynnast því hvað efnahagsvandræði eru!Það veit enginn maður hvað Icesave mun í endann kosta fyrir ríkissjóð. Bjartsýnt mat (óhóflega bjartsýnt ef ég er spurður) GAM Management er 26ma.kr. Svartsýna matið er 233ma.kr. Ríkissjóður getur nú þegar varla borið kostnað upp á 26ma.kr.; skuldastaða ríkissjóðs má ekki versna öllu meir af þeirri einföldu ástæðu að hann ræður ekki við það!Það er ekki áhættunnar virði að samþykkja Icesave svo vonandi sé hægt að fá erlent fjármagn til atvinnuuppbyggingar. Að samþykkja Icesave er eins og að spila rússneska rúllettu með 5 skot í byssunni en eitt hólf tómt. (Ólafur Margeirsson, á pressan.is)
Það segir sig sjálft að þetta dæmi gengur ekki upp. Jú, það er hægt að fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að komast í gegnum þetta kjörtímabil, en fyrr eða síðar kemur að skuldadögum. Það blasir við að einhvern tímann þurfum við að horfast í augu við vandann, hrista af okkur dáleiðsluna og vakna. (Ívar Jónsson, í Morgunblaðinu í dag)
Stjórnvöld líta framhjá ógnvænlegum horfum skuldastöðu Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott færsla hjá þér Geir.
Sigurður Þórðarson, 11.2.2011 kl. 11:42
Já Geir góð færsla hjá þér og hún sýnir Ísland í hnotskurn í dag...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.2.2011 kl. 11:57
rett hja ter Geir
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 12:21
Sá nýlega tölur frá hagstofunni um að þriðjungur starfandi fólks stendur undir verðmætasköpuninni í landinum og þar með undir launum hins opinbera. Sú stjórn sem nú situr reynir eftir mætti að skera niður og minnka báknið , væntanlega með ráðgjöf frá AGS. Það var einkaframtaksstjórnin,sem hafði eitt sinn slagorðið " báknið burt" ,sem blés það verulega út á sínum valdatíma. Nú er svo komið að þjóðin stendur ekki undir þessu nema með lánum sem eiga eftir að koma okkur öllum í koll. Á þessum vanda verður að taka en um leið halda uppi fullri atvinnu.
Sigurður Ingólfsson, 11.2.2011 kl. 13:23
Ríkissjóður stefnir í þrot vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur haldið áfram með þá stefnu hinnar síðustu að velta vandamálum einkafyrirtækja (aðallega í fjármálageiranum) yfir á almenning. Það merkilega er að allir aðilar fjórflokksins, hvort sem þeir telja sig til hægri eða vinstri, styðja þessa stefnu. Þetta sýnir að það er auðvaldið sem flestu ræður varðandi fjármál þjóðarinnar og hefðbundnir stjórnmálaflokkar lúta vilja þess.
Starbuck, 11.2.2011 kl. 13:32
Það verður að koma þessu fólki frá áður en það veldur meiri skaða- stoppa þessar lántökur sem munu aldrei skila ser inní atvinnulífið heldur í meiri yfirbyggingu og fundarhöld ráðamanna erlendis.
Erla Magna Alexandersdóttir, 11.2.2011 kl. 13:36
Það má vel vera að þarseinasta ríkisstjórn (Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar) eða jafnvel þarþarseinasta ríkisstjórn (seinasta ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar) eigi einhverja "sök" í stærð og umfangi báknsins í dag. Þegar góðæristekjurnar streymdu inn í ríkissjóð var ríkissjóður einfaldlega þaninn þeim mun meira út.
En núna situr önnur ríkisstjórn en sú þarseinasta og þarþarseinasta. Sú ríkisstjórn hefur setið í tvö ár. TVÖ ÁR. Og niðurstöðuna sér hver einasti maður: Skattar eru í botni, landflótti er stöðugur, skuldasöfnun ríkisins fer fram úr öllum áætlunum, hagvöxtur er undir öllum áætlunum, og allskyns gælusverkefni (ESB-aðlögun, stjórnlagaþing, tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn, Icesave) keyra og kosta fúlgur fjár.
Þeir sem reyna ennþá, eftir tveggja ára stjórnarsetu, að varpa ábyrgð núverandi stjórnvalda á þarseinustu ríkisstjórn, eru að grípa í hálmstrá til að bjarga orðspori ríkisstjórnar sem verður sennilega stimpluð sú versta frá upphafi í sögubókunum (að því gefnu að höfundar þeirra sögubóka séu ekki einaðir vinstrimenn, eins og oft er).
Geir Ágústsson, 11.2.2011 kl. 13:39
Blessaður Geir og takk fyrir góða grein.
Hvernig er hægt að deila um augljósar staðreyndir???
Til dæmis að skuldastaða Íslands er óviðráðanleg nú þegar, og aðeins tvennt getur bætt úr. Að endursenda með hraði öll lán sem ætluð voru til að hala uppi gengi krónunnar, falli hún við útstreymi, þá fellur hún, vilji menn hafa áhrif, þá skattleggja þeir það útstreymi, en skuldsetja ekki framtíðina fyrir skammtímavarma þeirrar speki að ylur fæst mest og best með því að pissa í skóinn sinn.
En af hverju kennir þú þessi ósköp við vinstri????
Hverjir eru það sem stýra landinu í raun?????
Á meðan fyrri ríkisstjórn fór hér með völd, þá var samþykkt aðgerðarplan sem fól í sér vaxtagreiðslur á þessu ári upp á 160 milljarða. Strákarnir á viðskiptablaði Moggans tóku saman helstu staðreyndir um vaxtakostnað næstu ára ef AGS og ICEsave gengu eftir, og hann var á bilinu 80-160 milljarðar árlega næstu árin.
Þess vegna skrifaði Ívar, og gerir enn, "þetta gengur ekki, þetta er bein leið í gjaldþrot". Þegar Ívar sagði þetta fyrst, þá var Steingrímur J í stjórnarandstöðu.
Erum við ekki á vissan hátt samsek ef við einföldum málin á þann hátt að þetta sé einhver hugmyndafræði vinstri og hægri, ert þú ekki með kjarnann þegar þú bendir á heilbrigða skynsemi heimilisreksturs????
Vesturlönd eru gjaldþrota vegna of mikillar skuldsetningar, stærsti einstaki bagginn er yfirteknar skuldir fjármálakerfisins, þess kerfis sem þú taldir til skamms tíma mætti ekki setja hreyfa við, markaðurinn myndi sjá um það.
Og mér vitanlega þá hafa vinstrimenn, eða kratar ekki stjórnað neinu alvöru ríki í mörg mörg ár, ekki nema þú teljir Blair vera vinstrimann.
Er ekki tími til kominn að hugsa hlutina upp á nýtt, til dæmis á forsendum þess sem þú skrifar um heilbrigða skynsemi?? Ekki út frá flokkspólitískum ágreiningi sem á rætur sínar að rekja til hugmyndafræði 19. aldar.
Er heimsmyndin ekki önnur í dag???
Erum við ekki öll fórnarlömb sömu ræningjanna???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.2.2011 kl. 13:46
Ríkissjóður stefnir í þrot vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur haldið áfram með þá stefnu hinnar síðustu að velta vandamálum einkafyrirtækja (í fjármálageiranum) yfir á almenning. Það merkilega er að allir aðilar fjórflokksins, hvort sem þeir telja sig til hægri eða vinstri, styðja þessa stefnu. Þetta sýnir að það er auðvaldið sem flestu ræður varðandi fjármál þjóðarinnar og hefðbundnir stjórnmálaflokkar lúta vilja þess.
Starbuck, 11.2.2011 kl. 14:00
Back to the basics. Byrja á því að tryggja það að allir hafi vatn, mat, skjól og hita. hlúga að börnum og öldruðum. Losna við vonleysið og þá getum við byrjað að búa til eitthvað sem við getum selt. En á meðan að fólk er með stanslausar áhyggjur af grunnþörfum að þá er það ekki að horfa út á við.
Þórir Breiðfjörð Kristinsson (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 14:02
Afsakið að ég birti sömu athugasemdina tvisvar.
Þú nefnir að ákveðin verkefni kosti fúlgur fjár (ESB-aðlögun, stjórnlagaþing, tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn, Icesave). Kostnaðurinn við þessi verkefni er bara lítið brot af því sem björgun einkarekna fjármálakerfisins er að kosta. Það er fyrst og fremst vegna þessara björgunaraðgerða sem ríkissjóður þarf að taka þessi erlendu lán og skattpína almenning úr hófi fram.
Sannir frjálshyggjumenn ættu að vera æfir yfir því að ríkið skuli blanda sér með þessum hætti í rekstur einkafyrirtækja - en af einhverjum ástæðum heyrist lítið frá þeim um þetta stóra atriði. Fjármálelítan vill frelsi til athafna en vill ekki bera ábyrgð á gerðum sínum. Þeim finnst ekkert sjálfsagðara en að senda skattgreiðendum reikninginn vegna sinna mistaka og misgjörða. Hið sorglega er að stjórnmálamennirnir skuli leyfa þessu að gerast.
Starbuck, 11.2.2011 kl. 15:11
Frá upphafi hefur verið ljóst að stjórnmálamenn, seðlabankamenn og önnur elíta stjórnkerfisins á eftir að finna leið til að samþykkja icesave. Það er engin hætta á öðru.
Þetta lið veit sem er að þeirra eina von til að halda sínum lífskjörum og áhrifum felst í þjónkun við erlenda lánadrottna. Þess vegna er það talið réttlætanlegt að hella skuldum gjaldþrota einkabanka yfir íslenskan almenning. Það er eingin eftirspurn eftir þessu fólki erlendis og það vita þau.
Helstu meðmælendur þessarar helferðar eru, auk afdankaðra stjórnmálamanna, Seðlabankinn sem eftir gjaldþrot hefur sömu hagfræðingana á sinni launaskrá, ASÍ, SA og stöðugleika liðið. Öll þessi elíta sér þær lausnir eina að stórauka skuldir almennings í kjölfar eigin klúðurs með stórauknum lántökum.
Magnús Sigurðsson, 11.2.2011 kl. 16:05
Ríkisábyrgð á taprekstri einkafyrirtækja er vitaskuld ávísun á gjaldþrot hins opinbera. Slíkri ábyrgð er enginn frjálshyggjumaður hlynntur og raunar höfðu margir ekki ímyndunarafl til að telja að íslenska ríkið ætlaði sér að hlaupa undir bagga ef og þegar bankakerfið gæfi eftir útlánabólunni. En svoleiðis fór það nú samt, í nánast öllum löndum (fáar undantekningar, t.d. Eistland þar sem eingöngu voru erlendir bankar).
En hagstjórnin er vinstrisinnuð, og Dagur B. Eggertsson tók hana ágætlega saman á sínum tíma þegar hann var að reyna heilla Reykvíkinga fyrir seinustu borgarstjórnarkosningar:
Samfylkingin telur skynsamlegt að taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður ... (visir.is)
Þetta er nákvæmlega EKKI það sem á að gera í kreppu. Þessi kenning, gjarnan kennd við Keynes, felur í sér að kafsigla hagkerfinu í skuldum í niðursveiflum, en "greiða niður lánin" í uppsveiflu. Raunin hefur verið sú að kafsigla hagkerfinum í bæðu niður- og uppsveiflum, fyrst með skuldum og síðan með stórauknum umsvifum hins opinbera.
Geir Ágústsson, 11.2.2011 kl. 16:28
Ég tek undir að skuldsetning hins opinbera er eitt helsta vandamál okkar núna.
Það sem við ættum að gera er t.d. að skera niður fjármálakerfið, hætta að taka lán, neita að borga Icesave og hætta aðlögun að ESB.
Starbuck, 11.2.2011 kl. 17:34
Blessaður Geir.
Ben Bernake er með fullri virðingu fyrir þér, með meira vit á hagfræði.
Og hann hefur örugglega ekki síðri heilbrigðari skynsemi til að vinna úr. Og hann hefur eftir því sem ég best veit verið einn helsti talsmaður frjáls markaðar.
Og þó ég viti það ekki svo gjörla að hugsanlega hafi verið til fólk sem var ennþá harðari í viðhörfum sínum til frjáls markaðar, þá var Ben Bernake ráðinn af fólki sem örugglega hafði skýrari viðhorf til ríkisafskipta en þú. Og hafði stjórnað ríki sínu eftir þeim lífsviðhorfum.
Samt ert þú að hengja Ben við Keyne, og þá reikna ég með við sósíalisma.
Þá spyr ég, hvar er heilbrigða skynsemi þín á bak við þann hugsanahátt, þetta er svona svipað eins og Þór Schitt ætlaði að kenna Schumacher að keyra Formúlubíl.
Hefur þú lesið rök Bens fyrir þeim ákvörðun sem hann lagði til við Bush. Sem notabene hann hafði ekkert vald til að fylgja eftir, og þeir sem tóku ákvörðun voru ekki fylgjendur Keynes, en áttu sín metorð að þakka að þeir höfðu alltaf barist fyrir afnám ríkisafskipta.
Hefur þú spáð í hvað það þýðir að fjármálakerfi heimsins falli????
Hvaða markað átt þú þá eftir þegar rykið sest?????
Eru ekki hlutirnir aðeins flóknari en þetta, og hvenær voru ákvarðanirnar teknar af Degi B Eggertssyni, er hann ráðgjafi í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi???
Er hann kannski geimvera???
Og Gunnar Rögnvaldsson sósíalisti????
Er ekki eitthvað flækjustig á ferðinni????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.2.2011 kl. 18:04
Ómar,
Ben Bernanke er á góðri leið með að drepa bandaríska dollarann, gera hann að verðlausum pappír. Hann er vissulega vel að sér í sínum fræðum, en þau fræði eru í grundvallaratriðum gölluð.
Ætla ekki að fjölyrða um það hér og nú, sem betur fer tekur bara klukkutíma að vita allt það nauðsynlegasta um skiptingu hagfræðinga í tvo hópa: Þá sem styðja peningaprentun ríkisins og kalla það "örvun", og þá sem vara við henni og kalla hana peningafölsun:
http://www.youtube.com/watch?v=jFqtTj7TeO0
Geir Ágústsson, 11.2.2011 kl. 19:43
Geir.
Þú svarar ekki kjarna málsins, hver var hinn valkostur Bens, og af hverju voru það menn, með sömu hugmyndafræði og þú, sem fóru þá leið.
Þú þarft ekki að vera sammála þeim, en þú þarft að eiga svar við hinum möguleikanum, hvað átti að gera þegar fjármálakerfi Bandaríkjanna hrundi.
Og maður, sem skrifar margt af viti um heilbrigða skynsemi, getur ekki gripið til þeirrar sögufölsunar, að kenna hirðina í kringum Bush við vinstri eitthvað.
Það er fyrir neðan þína virðingu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.2.2011 kl. 20:13
Ómar,
Ríkisstjórnir geta gert ýmislegt til að hreinsa lánabólur og skuldsetningu á ódýru, nýprentuðu lánsfé af hagkerfinu.
Eitt sögulegt dæmi er "gleymda kreppan" í Bandaríkjunum 1920-1923 (einstaklega athyglisverð þegar borin saman við Kreppuna miklu sem hófst árið 1929 og entist töluvert lengur):
The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. No wonder, then, that Secretary of Commerce Herbert Hoover — falsely characterized as a supporter of laissez-faire economics — urged President Harding to consider an array of interventions to turn the economy around. Hoover was ignored.
Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.
The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. As one economic historian puts it, "Despite the severity of the contraction, the Fed did not move to use its powers to turn the money supply around and fight the contraction." By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923.
http://mises.org/daily/3788
Það ERU ástæður á bak við hrikalegar upp- og niðursveiflur í vestrænum hagkerfum. Réttur skilningur á þeim leiðir til réttra aðgerða til að hreinsa kreppur af hagkerfinu. Í stuttu máli má segja að allt sem núverandi ríkisstjórn er að gera til að lækna hagkerfið er það sem á ekki að gera.
Varðandi notkun mína á orðunum "hægri" og "vinstri", sjá hér.
Geir Ágústsson, 11.2.2011 kl. 22:22
Ómar, Þegar ég lít yfir pistilinn minn og athugasemdir mínar hérna þá sé ég hvergi að ég kalli GW Bush vinstrimann. Ég bendi bara á að þrátt fyrir allar þær óvinsældir sem hann bakaði sér í sinni stjórnartíð, þá hefur hinni íslensku vinstristjórn tekist að verða enn óvinsælli. GW Bush var nánast "frægur" fyrir óvinsældir sínar. Hið sama fer að gilda um núverandi ríkisstjórn.
Ég kalla GW Bush gjarnan vinstrimann enda þandi hann ríkisvaldið út í umsvifum og skuldum og setti peningaprentvélarnar á fullt. En frekari rök fyrir því læt ég bíða. Hvað sem ég kalla GW Bush kemur efni þessa pistils ekkert við.
Geir Ágústsson, 11.2.2011 kl. 22:28
Blessaður Geir.
Góð orðabók hjá þér, og já, heimurinn er ekki svarthvítur.
Og þú kallaðir ekki Bush vinstri, af og frá. Og ég er mikið sammála þér um að skuldir fjármálakerfisins falli ekki á almenning, tel það grundvallaratriði.
En þú tengir núverandi óhæfur við vinstri, vinstri menn, vinstri stjórn.
Vinstrimenn voru ekki við stjórn í neinu vestrænu ríki á árunum 2000-2008. Það voru ekki vinstrimenn sem mótuðuð kreppulausnirnar, og það er tilviljun, sem má leita í valdagræðgi örfárra einstaklinga, að vinstri flokkur er að framkvæma í dag stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi.
Það segir allt sem segja þarf að fyrsta verk Steingríms var að svara fyrirspurn þar sem ráðuneytismenn höfðu verið búnir að útbúa fyrir Árna, og lausnin (að mig minnir á tekjuvanda ríkisins) var í meginatriðum nýjar orkuframkvæmdir handa stóriðju.
Ég er sammála þér að vandinn er gífurlegur, tók það fram að pistill þinn væri góður, en þú ert að slást við vindmyllur Geir.
Óvinurinn er þér nær.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.2.2011 kl. 23:34
Á meðan stjórnmálamenn styðja ríkisábyrgðir á tapi einkafyrirtækja og ríkiseinokun á peningaútgáfu þá losnum við ekki við þessar öfgakenndu upp- og niðursveiflur í hagkerfinu. Sennilega er þverpólitísk sátt um hvoru tveggja og því ekki hægt að klína hægri- né vinstri-stefnu á núverandi hrun.
En hvað sem því líður, þá varð til hrun. Allir stjórnmálamenn vilja halda núverandi kerfi við líði. Við megum því eiga von á öðru eins áður en langt um líður.
Ofan á þessi vandræði með fjármálakerfið leggst vinstrisinnuð hagstjórn. Vont ástand er því að versna.
Geir Ágústsson, 12.2.2011 kl. 15:00
Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin og samráðshópurinn (FME, Seðlabankinn, efnahags-og viðskiptaráðuneytið,fjármálaráðuneytið og forsætisráðuneytið) séu að hugsa um að skrifa undir Icesave án þess að hafa reikniregluverk bankanna til hliðsjónar Basel 2. Ég spyr líka afhverju viðskiptablaðið og fleiri fjölmiðlar með fagmenntað fólk innanborðs séu ekki búinn að fjalla um Basel 2. Er verið að biðja um þjóðargjaldþrot.
Valgeir Einar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 16:59
Landsbankinn rúinn trausti í Hofi. Landsbankinn(NBI) er nú þegar gjaldþrota. Síðastliðið fimmtudagskvöld þá hélt yfirstjórn Landsbankans opinn fund í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Tilefni fundarins var að efla traust manna á Landsbankanum eftir hrun og bar heitið Landsbankinn þinn. Fundurinn var vel sóttur af fólki úr hinum ýmsu áttum úr norðlensku þjóðlífi auk fjölda fjölmiðlamanna bæði blaðamanna og sjónvarpsmanna.Fundurinn var þessi hefðbundna kynning á störfum og væntingum bankans vegna þjóðfélagsástandsins og voru línuritin notuð til stuðnings. Eftir þessa kynningu á ágæti bankans þá var fólki boðið að koma með ábendingar og fyrirspurnir til yfirstjórnarinnar. Yfirstjórn bankans settist á stólaröð fyrir framan fólkið en einkunnarorð fundarins er : Hlustum, lærum, þjónum. Sem þau gerðu þau hlustuðu, lærðu kannski aðeins, og þjónuðu fólki síðan með kaffiveitingum eftir fundinn. Það var talsvert um þarfar ábendingar og fyrirspurnir og var ég einn af mörgum sem kom með þarfar ábendingar. Mínar ábendingar og fyrispurnir voru samt ekki að hefðbundnu gerðinni, en þær fjölluðu um reikniregluverkið Basel 2 og áhættugrunna þess aðallega Tier 1 ogTier 2 en þau málefni hafa stóru bankarnir ráðuneytin, FME, Seðlabankinn og þingmenn aldrei viljað nefna opinberlega. Basel II er staðall um bankaeftirlit og fjallar um eigið fé og áhættustýringu alþjóðlegra fjármálafyrirtækja. Basell 2 er stór partur af útreikning á cad-hlutfalli en ef það er ekki verið að nota réttan áhættugrunn þá er ekkert að marka eiginfjárhlutfall bankans.Hverjir falla undir þessar reglur? Viðskiptabankar,sparisjóðir,lánafyrirtæki,verðbréfafyrirtæki,fjárfestingarbankar,rekstrarfélög verðbréfasjóða.Einnig samstæður þar sem að móðurfyrirtæki er eitthvert þeirra fyrirtækja sem nefnt er hér að ofan??Vestia?? Það er engin lausn fyrir bankana að endurmeta eignir innan dótturfélaga, eins og NBI gerir í gegnum Vestiu.Árið 2008 þá áttu allar banka og verðbréfastofnanir að vera farnar að nota Basel 2. Eiginfjárhlutfall skv. nýju eiginfjárreglunum(Basel 2) er reiknað út frá skilgreindu eigin fé og reiknuðum áhættugrunni. Að vísu höfðu KB, Landsbankinn og Glitnir byrjað 2003 En það var betra fyrir þá að nota Basel 2 en að nota Basel 1 eins og sparisjóðirnir gerðu, þar til 2008. Áhættugrunnarnir eru þrír en það eru; Tier 1 (innramatsaðferðin) innheldur hlutafé, yfirverðsreikning hlutafjár, óráðstafað eigið fé og víkjandi skuldabréf. Eiginfjárhlutfall í Tier 1 á að vera yfir 14%.(Tier 1 er notaður af fjárfestingabönkum).(Arion, Íslandsbanki og Landsbankinn(NBI) nota Tier 1 þótt þeir eigi að vera viðskiptabankar)Tier 2 (staðalaðferðin)inniheldur endurmat, víkjandi lán, breytanleg skuldabréf og almennan afskriftareikning. Eiginfjárhlutfall í Tier 2 á að vera yfir 8%.(Tier 2 er notaður af almennum útlánabönkum þ.e.a.s. viðskiptabönkum) (Byr og hinir sparisjóðirnir nota Tier 2)Tier 3 inniheldur víkjandi lán til skamms tíma. Bankar eins og Hraðpeningar (sms 10-40þúsund)nota Tier 3 en þá geta þeir fengið víkjandi lán til skamms tíma frá Seðlabanka.Það er líka bannað að blanda þessum áhættugrunum saman. En það hefur þvælst mjög mikið fyrir núverandi stjórnvöldum og AGS. En það er ekkert að marka cad- hlutfallstóru bankanna miðað við hvernig þeir eru stöðugt að brjóta á sér. Ef við kryfjum aðeins Tier 1 og Tier 2 frekar þá sést það að núverandi rekstur Arion, Íslandsbanka og NBI er hreinlega ekki að ganga upp.Tier 1 er innramatsaðferð og tekur meira mið af eigin áhættu og er ekki jafn háð eftirliti FME Tier 2 staðalaðferð. Tier 1 inniheldur hlutafé og yfirverðsreikning hlutafjár. Þ.e. hlutafé sem bankinn á í öðrum félögum á opnum markaði (félög í kauphöll) vegna þess að banki sem notar Tier 1 getur ekki endurmetið hlutafé þar sem endurmat og innramat eiga enga samleið og endurmat tilheyrir ekki Tier 1. Hlutafé miðast við gengið 1 en yfirverðsreikningur hlutafjár er allt fyrir ofan það. En ég spyr hvar er virkur hlutabréfamarkaður á landinu í dag ??$? Tier 1 inniheldur líka víkjandi skuldabréf sem að banki getur gefið út með samþykki eftirlitsaðila en víkjandi skuldabréf eru seld út til að auka eiginfé bankans, en ég spyr hver verslar með víkjandi skuldabréf í íslenskum banka í dag nema bara upp á söfnunargildi því að víkjandi skuldabréf eru mjög aftarlega á kröfulista fari bankinn í þrot. Ég líka stórlega efast um eiginfjárstöðu stóru bankanna þar sem þeir eru að endurmeta eignir og vexti sem þeir meiga ekki gera, þeir eru að telja sér upp gengishagnað vegna ólöglegra lána og þeir eru ýmist að fá víkjandi lán sem þeir mega ekki því þeir eru að nota Tier 1 eða ríkisábyrgð á víkjandi skuldabréf Halló og að þeir geti ekki sýnt fram á meiri afskriftareikninga þrátt fyrir að hafa fengið tæknilega afskriftir úr gömlu þrotabúunum. Endurmat er einungis ætluð bönkum sem nota Tier 2. Bankar sem nota Tier 1 verða að hafa það til hliðsjónar að þeir geti hvorki endurmetið vexti á lán né yfirtekið félög og breytt skuldum þess í hlutafé, því það að breyta skuldum yfir í hlutafé er ekkert annað en endurmat á hlutafé og þar að auki getur Tier 1 banki ekki endurmetið vexti á lán hvort sem um er að ræða ólögleg eða lögleg og þess vegna verður Tier 1 banki að halda sig við upphaflega vexti. Það er til skammar að stærstu bankarnir hafa hagnast um yfir 33 milljarða á yfirteknum félögum. En stóru bankarnir hafa hagnast ómælt á gengistengdum lánum og yfirtekið félög með ólögleg lán án þess að keyra þau í þrot og FME gerir ekki neit meðan kröfuhafar kvarta ekki. Það er líka stórundarlegt hvernig stóru bankarnir byggja upp sitt eigin fé og en undarlegra hvernig þeir sýna fram á hagnað. Þeir telja upp hlutafé í sjálfum sér (en eiga það ekki sjálfir heldur eru eigendur bankanna með það bókað sem eign hjá sér en það er ekki æskilegt að tvíbóka svona hluti) og yfirverð þess hlutafé og endurmeta það auk þess í leiðinni, en því meta þeir þá gengið í sjálfum sér ekki það hátt að kröfuhafar fengu allt sitt og vandamál þjóðarinnar leyst ef þetta er svona einfalt, hvernig getur fjárfestingarbanki (Tier 1) banki fengið víkjandi lán til að byggja upp eiginfjárhlutfall sitt, en þau á einungis að nota til þrautvara fyrir viðskiptabanka (Tier2)eða(Tier3). Hvernig geta stóru bankarnir fengið auk víkjandi lána, ríkisábyrgð á víkjandi skuldabréfum sem þeir ætla sér að gefa út vitandi það að afskriftareikningar þeirra standa engan vegin undir afskriftaþörfinni miðað við núverandi þjóðfélagsástand, auk þess stór efa ég að þeir liggi á stórum varasjóðum því að jafnvel þótt stóru bankarnir fengu meira greitt fyrir lánin sem fóru frá gömlu yfir í nýju bankanna, þá flokkaðist það bara sem áætluð afskrift og allt um fram þá afskrift fer yfir til gömlu þrotabúanna, svo að óráðstafað eigin fé eða varasjóður eins og það kallast er ekki heldur til staðar. Auk þess endurmeta stóru bankarnir eignir óspart með ólöglegum hætti auk þess að sýna fram á gengishagnað vegna ólöglegra lána og hagnaðar vegna endurskipulags á félögum sem tóku þessi ólöglegu lán. Það er engin rekstargrundvöllur fyrir stóru bankana að nota Tier 1 í dag og ef að stóru bankarnir ætluðu að nota Tier 2 eins og sparisjóðirnir þá færu stóru bankarnir lóðrétt á höfuðið vegna þess að stóru bankarnir notuðu Tier 1 fyrir hrun það er á meðan megnið af þeirra útlánum áttu sér stað og gætu þess vegna ekki notast við endurmat á þau lán. Stóru bankarnir hafa ekkert erindi inn á þennan markað og því hefði frekar átt að styðja við sparisjóðina og stofna nýjan ríkisbanka og láta alla banka nota Tier2, þá hefðum við traust annara þjóða eins og þjóðverja og gætum hent AGS úr landi. Það geta allir bankar notað Tier 1 eða Tier 2 þetta hefur minnst með það að gera hvort þeir séu sjálfir hlutafélög þar sem áhættan bitnar þá helst á eigin fé eigandanna.Tier 2 er staðalaðferð og er ætluð fyrir viðskiptabanka (almennan inn og útlánabanka) það er að FME fylgist meira með því hvað fram fer innan bankans og fer auk þess yfir liði eins og endurmat sem bankinn þarf stundum að nota. Tier 2 inniheldur endurmat þá er hægt að endurmeta vexti á lán og hlutafé í eigu bankanna t.d. þegar bankar neyðast til að taka yfir hlutafélög með því að breyta skuldum yfir í hlutafé þ.e.a.s. bankar endurmeta hlutafé en endurmat er síðan yfirfarið af FME. Sparisjóðirnir eru að nota Tier 2 Bankastofnanir sem nota Tier 2 eiga rétt á víkjandi lánum en ekki banki sem notar Tier 1 þess vegna er það mjög undarlegt að stóru bankarnir hafi fengið víkjandi lán þegar þeir þurfa á að halda en ekki sparisjóðirnir þótt sparisjóðirnir hafi mun stærri afskriftareikninga en stóru bankarinir. Tap Byrs upp á 29 milljarða 2008 var aðallega bara bókfært, en þar inni er um 26 milljarðar vegna afskrifta reikning en bara 500 milljónir af því endanlega tapað. Víkjandi lán og breytileg skuldabréf eru notuð til að banki geti aflað sér fé til þess að uppfylla eigin fjárskilyrði líkt og þegar banki sem notar Tier 1 notar víkjandi skuldabréf. Breytileg skuldabréf eru gefin út af bankastofnuninni með samþykki eftirlitsaðilla og Seðlabanka og breytast í hlutafé eða stofnfé til þeirra sem að keyptu breytilegu skuldabréfin af bankanum það er nái bankinn ekki að greiða af bréfinu í hlutfalli við það sem upp á vantar. Tier 2 inniheldur almennan afskriftareikning en hann inniheldur áætlað tap en ekki endilega endanlegt, þess vegna er uppgjör Byrs 2008 að miklu leiti byggt upp á áætluðu tapi fram í tíman en ekki endanlegu og þess vegna segi ég að ef að stóru bankarnir væru ekki að brjóta svona mikið af sér þá þyrftu sparisjóðirnir ekki svona mikla afskriftareikninga þ.e.a.s sparisjóðirnir væru ekki gjaldþrota. Ef þið lesið ársskýrslu Byrs 2008 þá sjáið þið að aðeins lítið brot af tapi Byrs telst endanlega tapað. Í raun þá þurfa Tier 1 bankar að hafa afskriftareikning en hann er bara upp á 1.25 % útlána hjá Tier 1 bönkum á meðan Tier 2 bankar eru kannski með jafnvel tugi prósenta inn á afskriftareikningi. Það er ekki heil brú í því hvað stóru bankarnir setji lítið í afskriftareikning þrátt fyrir afskriftir og efnhagsástand en þeir ættu frekar að geta afskrifað ef að þeir hafa fengið svona miklar afskiftir, líkt og stórmarkaðir sem fá magnafslátt. Það er líka mjög vitlaust að Seðlabankinn komi ekki til móts við sparisjóðina með þrautavaralánum. Afskriftareikningar fylgja efnahagsástandi og er alls ekki endanlegt tap og það er heldur ekkert víst að sparisjóðirnir þurfi að nota nema brot af honum og hann komi inn sem hagnaður þegar betur árar og því er stuðst við víkjandi þrautavaralán á meðan, en ég spyr hvað var samráðshópurinn að hugsa, afhverju fengu sparisjóðirnir ekki þrautavaralán. Hvern ætla menn að fá til að lána eða kaupa í íslenskum viðkiptabanka (Tier2) ef hann er yfirtekinn í hvert sinn sem fylla þarf á afskriftareikninginn.Væri ekki nær að stóru bankarnir notuðu Tier 2 eins og efnhagsástandið gefur til kynna, jú maður myndi ætla það en í raun hafa þeir hvorki burði í Tier 1 né Tier 2 þar sem að þeir hafa ekki bolmagn til að standast kröfur Tier 2 og að útlán þeirra fyrir hrun miðuðu öll við Tier 1 og því geta stóru bankarnir heldur ekki endurmetið vexti á útlán frá þeim tíma. Það vantar t.d. örugglega ekki minna en 200 milljarða í NBI svo hann nái 8% innan Tier 2 miðað við að hafa lánað útlán fyrir hrun sem Tier 1 banki. Arion ,NBI og Íslandsbanka verður ekki hægt að bjarga sama hvor leiðin yrði farið. Þess vegna mun ég skora á stjórnvöld að skila sparisjóðunum til fyrri eiganda og gefa þeim færi á málaferlum og reisa síðan nýjan ríkisbanka á nýjum grunni sem uppfyllir Tier 2 Það mátti heyra títtiprjón detta þegar ég benti yfirstjórn Landsbankans á að þau væru að nota rangan áhættugrunn, enda átti ég ekki von á því að þau myndu reyna að svara svona óþægilegum rökum. Jafnvel þau yfirmanneskja áhættustýringar væri á meðal þeirra. Það komu ekki einu sinni andmæli frá þeim. Auk þess benti ég Hjördísi Vilhjálmsdóttur á það að endurreisn stóru bankanna kostaði Byr sparissjóð yfir 65 milljarða en Hjördís var aðstoðarmanneskja Steingríms J Sigfússonar fjármálaráðherra á þeim tíma sem að Byr var yfirtekinn þrátt fyrir að hún hafi sagts hafa verið hætt á fundinum þá man ég eftir því að hafa hringt í fjármálaráðuneytið og rætt við hana morguninn eftir að Byr var yfirtekinn. Hjördís sem sagt laug að fólkinu í salnum. Ég hafði bent Steinþóri Pálssyni bankastjóra á það á fundinum að Byr væri með þrisvar sinnum meiri afskriftareikninga en Landsbankinn en samt er Landsbankinn fimm til sex sinnum stærri. Steinþór svaraði mér með því að hann vissi ekkert um reksturinn á Byr. En eftirá að hyggja þá hefði ég átt að benda honum á á fundinum að það væri undarlegt að menntaður maður eins og hann sem væri búinn að gefa það út í viðskiptablaðinu 30 september 2010 að hann vildi að Byr og Landsbankinn myndu sameinast, en auk þess þá er stjórn Landsbankans búin að eiga viðræður við slitastjórn Byrs um að Landsbankinn tæki yfir Byr hf. Þess vegna stórlega efast ég um hæfni hans sem bankastjóra ef hann annað hvort veit ekkert um félög sem Landsbankinn vill sameinast eða það að hann ljúgi um vitneskju sína fyrir framan fullan sal á opnum fundi, og yfirstjórnin sat bara eins og ég veit ekki hvað alveg út á þekju.Ég vill líka benda á það að N4 var á staðnum með 3 stórar mynbandsupptökuvélar en ég tel að Landsbankinn hafi ætlað sér að sýna allan fundinn ef hann hefði heppnast vel en staðreyndin var sú að þó að Landsbankinn hafi ekki átt kvöldið að þá áttu þeir upptökurnar. Þetta er eitthvað svo siðferðilega rangt vegna þess að það var ekkert sýnt af umræðu fundarins heldur eingöngu viðtöl við yfirmenn bankans. Ef að stóru bankarnir þola ekki að hafa Basel 2 þ.e.a.s. leikreglurnar upp á yfirborðinu þá eru þeir ekki traustsins virði. Auk þess er brjálæði að ríkisstjórnin skrifi undir Icesave á meðan Landsbankinn notar rangan áhættugrunn.
Valgeir Einar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 17:01
Blessaður Geir.
Mikið sammála þér um hvað er að gerast. Þó vissulega sé áherslumunur um leiðina, þá tel ég sú leið sem verður farin, þurfi að hlusta á menn eins og þig.
Og það er augljóst öllum sem skoða málin að vinstri hægri pólar féllu þegar múrinn féll. Í dag eru allt aðrir pólar, allt önnur átök.
Og það er staðreynd að það voru auðmenn og alþjóðleg auðfyrirtæki sem komu okkur á hausinn. Ekki vinstri menn, ekki hægri menn, heldur þeir sem drápu frjálsan markað og drápu kapítalismann.
Þeir sem ætla að móta nýjan heim þurfa að rífa sig uppúr þessum vinstri hugarfjötrum sínum. Það er mjög langt síðan að stjórnsjúkir vinstri menn ógnuðu samfélögum Vesturlanda.
Að kenna ofskattlagningu og kerfisútþenslu við vinstri er eitthvað sem menn segja sem hafa ekki lesið söguna aftur en að Karl Marx, hinn hugmyndafræðilegi óvinur þeirra stjórnar því óbeint hugsunum þeirra.
Ofurskattlagning, spilling og kerfisútþensla hafa lagt fleiri heimsveldi en fingur og tær ná að telja, að ekki sé minnst á öll smærri ríkin. Þetta er vandamál sem kemur alltaf upp því styrk náðu ríki með skipulagningu og skattlagningu, en skilvirkni vill eyðast, og ofþanið kerfið fylgja í kjölfarið.
En þú rekur ekkert samfélag án ríkis og ríkisvalds, og í heimi þar sem ræningjar hvort sem það er innan samfélags eða önnur ríki, þá felst feigðin í lágmarks ríkisafskiptum.
Það er óþarfi að við tölum öll Kínversku áður en við áttum okkur á samhengi hlutanna Geir.
Samfélög með veika miðstýringu hafa alltaf fallið fyrir öflugri nágrönnum sínum. Þess vegna til dæmis létu repúblikanir ekki fjármálakerfið falla, herinn hefði tekið af þeim ráðin, hann þarf kerfi svo hægt sé að skattleggja, og þar með greiða honum fyrir laun og aðföng.
Hrun er aldrei valkostur þegar stjórnleysi er afleiðing. Þetta rökstuddi Ben og hann er ekki minni markaðsmaður en þú.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.2.2011 kl. 17:27
Ómar,
Þú þarft ekki að óttast stjórnleysi ef kreppunni er leyft að skolast af hagkerfinu (lesist: stjórnmálamenn leyfa því sem er gjaldþrota að fara á hausinn, og skattgreiðendum hlíft við ábyrgðun sem þeir tóku ekki sjálfir). það þarf að gerast og mun gerast. Spurningin er bara hvenær. Því lengur sem það dregst - þeim mun sársaukafyllra verður það.
Ben Bernanke er hlynntur ríkisverðstýringu á lánsfjármagni. Það rímar seint við frjálslyndi í efnahagsmálum í mínum eyrum.
Geir Ágústsson, 12.2.2011 kl. 21:08
Nei, Geir, ég óttast ekki stjórnleysi þegar fjármálakerfi heimsins hrynur, ég veit að það verður.
Lengra komumst við ekki, gaman að spjalla við þig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.2.2011 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.