Laugardagur, 5. febrúar 2011
Bretar vilja minnka landhelgi Íslands í 12 mílur
Bretar hafa nú sent ríkisstjórninni bréf þar sem Íslendingar eru vinsamlegast beðnir um að minnka landhelgi sína niður í 12 mílur á ný. Verði Íslendingar ekki við þessu muni Bretar stöðva allar lánafyrirgreiðslur Evrópusambandsins og stofnana þess til Íslands og íslenskra fyrirtækja. Landsvirkjun fái ekki lán til framkvæmda frá fjárfestingarbanka Evrópusambandsins. "Lánalínur" Íslands í sjóði Evrópusambandsins lokast. Aðlögunarferli Íslands að ESB verði sett í uppnám.
Bretar ræða í bréfi sínu samræmi kröfu sinnar við ýmsa löggjöf, breska, íslenska og alþjóðlega, og segja að vissulega sé lagalegur grunnur kröfunnar veikur, en að það hafi sýnt sig að kröfur á slíkum grunni valda því ekki að neinn fari fyrir dómstóla. Miklu nær sé að leggja fram gríðarlega ósanngjarnar kröfur í þrígang og fá þá þriðju útgáfu samþykkta, enda virðist hún miklu hófsamari en fyrstu tvær útgáfur hennar.
Nú er að bíða og sjá hvort Alþingi setji ekki saman lög fljótlega sem gera kröfur Breta að lögum. Samfylkingn mun styðja slík lög til að ógna ekki ESB-aðlögunarferlinu. VG mun styðja slík lög til að ógna ekki stjórnarsamstarfinu og þar með eigin valdastöðu. Sjálfstæðismenn munu styðja slík lög til að mýkja ímynd sína sem "harðlínumanna" og krækja þannig í atkvæði á miðjunni.
Viðbót/leiðrétting (6/2 2011): Landhelgin er 12 mílur og hefur verið frá 1958. Hins vegar er fiskveiðilögsagan og efnhagslögsagan 200 mílur og hefur verið það frá árinu 1976. Ég vona samt að "punkturinn" sé skýr
Lófaklapp í lok ræðu Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.2.2011 kl. 12:23 | Facebook
Athugasemdir
Góður!
Steinarr Kr. , 5.2.2011 kl. 21:17
http://www.funnyvideoshd.com/smbc-theater-slippery-slope.html
Einar Jón, 5.2.2011 kl. 22:04
Góður!
Ívar Pálsson, 5.2.2011 kl. 22:49
Snilld!
Kristinn Ingi Jónsson, 6.2.2011 kl. 01:33
Til að halda því til haga þá er ég að vísa í eftirfarandi atburði með skopstælingu minni (sem sumir hafa ruglað saman við "slippery slope" röksemdarfærslu eða rökvillu réttara sagt) - takið eftir að eingöngu fyrstu setningu fyrstu tveggja efnisgreina hefur verið breytt, annað stendur óbreytt:
**********************
Bretar hafa sent ríkisstjórninni bréf þar sem Íslendingar eru vinsamlegast beðnir um að greiða fyrir útgjöld sem Bretar lögðu í af pólitískum ástæðum en ekki lagalegum. Verði Íslendingar ekki við þessu muni Bretar stöðva allar lánafyrirgreiðslur Evrópusambandsins og stofnana þess til Íslands og íslenskra fyrirtækja. Landsvirkjun fái ekki lán til framkvæmda frá fjárfestingarbanka Evrópusambandsins. "Lánalínur" Íslands í sjóði Evrópusambandsins lokast. Aðlögunarferli Íslands að ESB verði sett í uppnám.
Bretar hafa, sín á milli, rætt samræmi kröfu sinnar við ýmsa löggjöf, breska, íslenska og alþjóðlega, og átta sig á því að vissulega sé lagalegur grunnur kröfunnar veikur, en að það hafi sýnt sig að kröfur á slíkum grunni valda því ekki að neinn fari fyrir dómstóla. Miklu nær sé að leggja fram gríðarlega ósanngjarnar kröfur í þrígang og fá þá þriðju útgáfu samþykkta, enda virðist hún miklu hófsamari en fyrstu tvær útgáfur hennar.
Nú er að bíða og sjá hvort Alþingi setji ekki saman lög fljótlega sem gera kröfur Breta að lögum. Samfylkingn mun styðja slík lög til að ógna ekki ESB-aðlögunarferlinu. VG mun styðja slík lög til að ógna ekki stjórnarsamstarfinu og þar með eigin valdastöðu. Sjálfstæðismenn munu styðja slík lög til að mýkja ímynd sína sem "harðlínumanna" og krækja þannig í atkvæði á miðjunni.
Geir Ágústsson, 6.2.2011 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.