Miðvikudagur, 19. janúar 2011
Íslenska vinstrið er spillt
Stundum kemur það fyrir að "kannanir" og "athuganir" hinna og þessara stofnana falli að almennri tilfinningu hins venjulega manns. Líklega er um eitthvað slíkt að ræða hér.
Hvað pólitísk inngrip varðar er Íslandi skipað á bekk með nokkrum löndum Mið- og Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Rússlandi. Þegar horft er til hættunnar á greiðslufalli hins opinbera breytist landslagið nokkuð, og fleiri lönd Evrópu bætast á kortið.
Þetta sér hvert mannsbarn sem þekkir til aðstæðna á Íslandi.
Menn hafa talað hátt og mikið um að "uppræta spillingu" á Íslandi. Hér hafi verið vinagreiðasamfélag þar sem viðskipti og stjórnmál hafi þrifast á hvort öðru á kostnað almennings.
Kannski var um eitthvað slíkt að ræða fyrir hrun. En lengi getur vont versnað. Ástandið er miklu verra nú en þá. Biðstofur ráðherra eru fullar af mönnum að biðja um undanþágur frá gjaldeyrishöftum, sértækar skattalækkanir og aðra greiða. Vinstristjórnin kann ágætlega við sig í slíku umhverfi. Vinstrimaðurinn vill að sem flestir þræðir samfélagsins liggi á einni hendi - þeirri opinberu. "Spilling" er vinstrimanninum því ágætlega að skapi, af hugmyndafræðilegum ástæðum.
Pólitísk áhætta aukist á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér í þessu. Að vísu átti ég von á við yrðum sett í flokk með Nígeríu eða Argentínu.
Sumarliði Einar Daðason, 19.1.2011 kl. 14:36
Eftir riftun Magmasamningsins verður pólitísk áhætta á Íslandi metin enn meiri. Athyglisvert að stjórnvöld setji hvað þetta varðar (pólitíska áhættu) stefnuna á botninn. Og hafa ekki einu sinni reynt að færa efnahagsleg rök fyrir riftuninni; enda yrðu þau rök væntanlega svo bjöguð að það yrði kannski í besta falli Bjarkarkórinn sem mæti þau held. Eða hvað: eru kannski flestir Íslendingar vel sáttir við að önnur og veigameiri sjónarmið en þjóðernishyggja séu látin lönd og leið þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar?
asdis o. (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 19:49
Algjörlega sammála ,og er ástæða til !!
ransý (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.