Eignanám 'ekki útilokað'

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist á Alþingi í gær ekki útiloka að  til eignarnáms kæmi vega sölunnar á HS Orku ...

Ummæli af þessu tagi úr munni ráðherra ættu sennilega ekki að koma neinum á óvart, a.m.k. ekki þeim sem þekkja sósíalískan hjartslátt forsætisráðherra. Ríkisstjórn sem hækkar alla skatta og leggur á nýja ber enga virðingu fyrir eignaréttinum og lítur frekar á hann sem hindrun en rétt.

Núna eru ummælin komin í loftið. Það eru stór tíðindi. Erlendir fjárfestar sem heyra þau munu ekki láta sig dreyma um að flytja fé sitt til Íslands. Blaðamenn vita þetta og senda "mýkri" útgáfu af þeim til erlendra fjölmiðla - sjá til dæmis frétt Bloomber hérna. Talsmenn Magma reyna að halda ró sinni en þar á bæ hljóta menn samt að vera undirbúa lögsókn á íslenska ríkið ef stjórnaraðferðir í anda Sovétríkjanna og Zimbabwe verða teknar upp, í trássi við alla viðskiptasáttmála Íslands við umheiminn.

Pólitískt raunsæi ríkisstjórnarinnar segir henni að syngja í kór við þá sem hæst góla en gera eitthvað allt annað. Ég held þess vegna að ríkisstjórnin muni ekki aðhafast neitt í "málefnum" HS Orku og Magma. Ummæli forsætisráðherra munu hins vegar hræða alla erlenda fjárfestingu langt frá Íslandi. Eða hver kaupir land til ræktunar í Zimbabwe? Enginn. 


mbl.is Nokkrar leiðir færar í Magma málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég er alveg sammála því sem þú segir.

Hvar ætlar hins vegar þetta fólk að fá 33 milljarða til að greiða fyrir fyrirtækið? Ef þeir finnast spyr maður hvers vegna það fé sé ekki frekar sett í t.d. heilbrigðiskerfið. Í sumar kom í ljós að ekkert við kaup Magma var ólöglegt en samt er verið að tuða þetta. Þarf þá ekki líka að taka togarana eignarnámi? Ekki er hægt að leyfa einkaðilum að veiða fiskinn frekar en selja orkuna. Lög segja greinilega að auðlindin sé eigna þjóðarinnar, Magma leigir bara af okkur auðlindina. Nýtingartímann þarf að athuga og það hefur Magma verið tilbúið að tala um.

Þó að frægur íslenskur listamaður sé á móti þessu (býr hún hér) er ekki þar með sagt að sá ágæti listamaður viti nokkuð í sinn haus um þessi mál. Alltaf þurfa fjölmiðlar (þeir fengu nú sneið í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis en ætla ekki að taka neitt til sín þó þeir vilji að aðrir geri það) að fá mestu gasprarana um viðkomandi mál í viðtal. Af hverju er ekki talað við aðila sem þekkingu hafa á málinu og geta færst góð rök fyrir sínu máli? Hefur listamaðurinn frægi rökstutt sína skoðun?

Helgi (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 19:50

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Þeir sem opna á annað borð á "eignanám" sem raunverulegan "valmöguleika" í pólitík eru á hálum ís og á braut sem endar ekki fyrr en hér er allt komið í eigu hins opinbera.

Áhugaverðar hugleiðingar um þetta allt saman sjást t.d. hérna:

 Hér er yfirlit um helstu atriðin sem vefjast fyrir mér:


1. "Innleiða skal án tafar nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggir á jöfnum rétti landsmanna til nýtingar fiskimiðanna." Hvað skyldi þessi setning þýða? Eiga allir landsmenn að hafa jafnan rétt til nýtingar fiskimiðanna. Það er heimilt að veiða ca 160 þúsund tonn af botnfiski. Það þýðir ca. hálft tonn á hvern íslending. Á hver íslendingur að fá senda ávísun á hálft tonn af botnfiski hvar á stendur: "Þú mátt veiða hálft tonn!" Hvað veit ég. Varla trúi ég að viðkomandi stefni að óheftri sókn á fiskimiðin. Að vísu held ég að það megi veiða meir en gert er í dag en það skiptir máli með hvaða aðferðum það er gert. Á að fara í ólympískar veiðar? "Fyrstur kemur fyrstur fær". Þessi setning vekur fleiri spurningar en hún svarar.


2. "..að eignarhald fiskveiðiauðlindarinnar liggi ótvírætt hjá þjóðinni." Hvað þýðir þetta? Hvað er þjóðin? Er það ríkið? Hvað þýðir "Eignarhald á fiskveiðiauðlindinni?" Er það að landsmenn fá senda ávísun á einhver tonn í pósti og þeir mega gera það við hana sem þeir vilja? verður ávísunin framseljanleg? Ef svo er þá munu líklega flestir selja ávísunina einhverju fyrirtæki sem ætlar að starfa við sjávarútveg af alvöru? Eða þýðir þetta að fiskveiðiauðlindin verði þjóðnýtt og ríkið leigi út aðganginn að fiskimiðunum? Hvað með þá sem hafa keypt afnotarétt af henni í gegnum árin? Fá þeir skaðabætur ef hann verður þjóðnýttur? Þetta statement vekur fleiri spurningar en það svarar.


3. "...og að réttlátur arður af veiðunum renni til fólksins í landinu" Hvað þýða orðin "... að renna til fólksins í landinu?" Á hver einasti íslendingur að fá aura inn á sína bankabók beint frá sjávarútvegnum? Er verið að telja fólki trú um slíka hluti? Er fólkið í landinu skilgreint það sama og ríkissjóður eða er meiningin einhver önnur. Hver er hún þá? Ég hélt að skattlagning væri almennt viðurkennd aðferð til að láta atvinnulífið skila réttlátum arði til þjóðarinnar. Ef skatttekjur einhverrar atvinnugreinar eru of litlar að bestu manna yfirsýn þá eru skattarnir hækkaðir hvaða nafni sem þeir nefnast. Hér á árum áður var lagður sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði því ríkisstjórn þess tíma leit svo á að gróði þessara fyrirtækja og stofnana væri svo mikill. Hvaða aðferð önnur er möguleg? Er það sama ávísanaaðferðin sem áður er minnst á? Því skýrar sem talað er því betra.

Geir Ágústsson, 20.1.2011 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband