Fimmtudagur, 6. janúar 2011
Verðbólga er mikil og vaxandi
"Verðbólga" er nú að "mælast" lækkandi víðast hvar. Einmitt það já.
Enska orðið "inflation" var einhvern tímann rétt notað í merkingunni "útþensla á peningamagni í umferð". Seinna, þegar ríkisvaldið var búið að ala hagfræðinga upp í að styðja seðlaprentunarvald sitt fóru menn að tala um hækkandi verðlag sem "inflation", sem því miður er þýtt sem "verðbólga" á íslensku.
Réttara væri samt að tala um "verðbólgu" þegar vísað er til aukningu á peningamagni í umferð.
Menn segja að "verðbólga" sé nú að "mælast" lækkandi. Slíkt sendir þau röngu skilaboð til almennings og fjárfesta að seðlabankar heims séu hættir að prenta jafnmikið og áður. Það eru röng skilaboð. Seðlabankar heims eru að prenta eins og óðir. Bandaríkjamenn prenta upp í skuldir sínar og stjórnlausan hallarekstur hins opinbera, Evrópumenn prenta til að bjarga hinum ýmsu ríkisstjórnum frá afleiðingum ríkisábyrgða á áhættufjárfestingum einkafyrirtækja (aðallega banka). Kínverjar prenta til að halda í við seðlaprentun Bandaríkjamanna. Íslendingar moka erlendu lánsfé inn á skuldabækur ríkisins og breyta í krónur til að fleyta skelli kreppunnar fram í næsta kjörtímabil (þar sem ný ríkisstjórn mun þurfa tækla óráðsíuna og þiggja skammir fyrir). Svona má lengi telja.
Á meðan heldur gull og silfur áfram að hækka og hækka í verði (þá sérstaklega mældu í dollurum) en slíkt segir okkur að dollarinn eigi inni góða dýfu og hratt fallandi kaupmátt. Hið sama á við um flesta aðra gjaldmiðla heims.
Lækkandi verðbólga víðast hvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, enmitt. Það má heldur ekki gleyma hrávöru, þ.m.t. matvælum.
Það var nú frétt um þetta í mogganum í gær.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 14:57
Nákvæmlega það er málið prenta peninga eins og óðir menn en afleiðingarnar láta ekki á sér standa með seinni bylgjunni og þá hrinur allt endanlega!
Sigurður Haraldsson, 7.1.2011 kl. 04:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.