Keisarinn er nakinn

Ríkisstjórnin hefur umlukið sig orðum eins og "endurreisn" og "uppbygging" síðan hún komst til valda. Ríkisstjórnin hefur óskað eftir samstöðu þjóðarinnar um sósíalisma sinn, og beinlínis farið í fýlu þegar sú samstaða hefur ekki fengist.

Um tveimur árum seinna ætti flestum að vera orðið ljóst að ríkisstjórnin segir eitthvað eitt, en gerir eitthvað allt annað.

Hvernig dettur nokkrum manni í hug að skattahækkanir stuðli að endurreisn? Nú eða útþanið embættismannabákn? Fleiri reglur, meira eftirlit, fleiri boð og bönn, hærri skattar, niðurskurður á þeim hluta ríkisrekstursins sem fólk notar á meðan ESB-skjalaþýðingar og tónlistarhúsbygging sjúga til sín milljarðana. 

Það er eins og ríkisstjórnin hafi komist yfir rit með nafnið "Hvernig á að kafsigla hagkerfi" og fylgt því eftir til seinasta bókstafs.

Ríkisstjórnin er að gera vont ástand verra og verra með hverjum deginum. Sá tími er fyrir löngu liðinn að hún geti bent aftur til þarseinustu eða þarþarseinustu ríkisstjórnar til að gera að blóraböggli. Keisarinn er nakinn.


mbl.is Uppbygging og vöxtur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband