Laugardagur, 11. desember 2010
Góð (og þörf) upprifjun
Morgunblaðið á hrós skilið fyrir upprifjun sína á ummælum yfirherra okkar í Stjórnarráðinu. Það er eins og ríkisstjórnin treysti á aðhaldsleysi fjölmiðla og gleymsku almennings til að hengja Icesave-ánauðina á háls íslenskra skattgreiðenda. Sem betur fer stendur Morgunblaðið vaktina, nánast einn fjölmiðla.
Nú er að vona að þriðja atlaga ríkisstjórnarinnar að skattgreiðendum mistakist eins og hinar tvær. Til þess þarf því miður að treysta á veika stjórnarandstöðu og duttlungafullan forseta, en vonandi heldur vörnin. Icesave-ánauðin er nefnilega ekki á herðum skattgreiðenda nema stjórnmálamönnum takist að koma henni þangað.
Fréttaskýring: Landið tekið að rísa þrátt fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já mikið er ég sammála þér, Það er nefnilega orðin ljót sagan í hótunum og allsskonar bulli í von um að við bara borgum Icesave þó svo að okkur beri ekki nokkur skylda til....
Það er ég viss um að ef Steingrímur, Jóhanna eða hver sem er í dag í Ríkisstjórn væru í stjórnarandstöðunni þá væru þau búin að gera allt brjálað yfir þessari framkomu við Þjóðina...
Ég verð ennþá sjóðandi reið fyrir okkar Íslendinga hönd yfir þessu máli og vil ég helst sjá rannsókn fara strax í gang varðandi meðferðina á þessu máli vegna þess að hún er ekki eðlileg....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2010 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.