Föstudagur, 3. desember 2010
Plástur á blæðandi svöðusár
Þá tókst loksins að knésetja lífeyrissjóðina sýnist mér.
Menn semja sín á milli um almenna "niðurfærslu" skulda og deila um það eitt hvort skattgreiðendur eða lífeyrissjóðirnir eigi að taka skellinn, nema hvort tveggja sé.
Niðurfærslan færir skuldir á eignum niður í 110% af "markaðsvirði" þeirra (sem er haldið uppi með því að "geyma" hundruð fasteigna á bókum banka og Íbúðarlánasjóðs í stað þess að setja þær á sölu og leyfa verði á húsnæði að falla niður í raunverulegt markaðsvirði þeirra).
Hvað gerist eftir eitt ár, þegar verðbólgan er búin að þenja skuldirnar upp um 3% í viðbót? Eða 10%? Hvað gerist þegar gjaldeyrishöftunum er loksins sleppt og krónan tekur dýfu um nokkra tugi prósenta með tilheyrandi áhrifum á verðtryggð lán?
Þá erum við komin á byrjunarreit aftur.
Enginn virðist vera ræða hugmynd, sem var lýst í Morgunblaðsgrein 7. október 2010 og einn útvarpsmaður sagði að "væri svo full af heilbrigðri skynsemi að það hálfa væri nóg" (hlusta á mp3-skrá hér frá 13. október 2010 og sjá mynd). Hvers vegna ekki? Er sú hugmynd of laus við afskipti stjórnmálamanna til að njóta áheyrnar?
Plástur á blæðandi svöðusár felur e.t.v. blæðinguna á meðan fjölmiðlamenn eru á svæðinu með myndavélar sínar, en læknar ekkert og sjúklingurinn er ennþá í lífshættu.
Rætt um verulegar afskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.