Ásakanir á víxl

"Tilfærsla verkefna" frá miðlægri ríkisstjórn til dreifðra sveitarstjórna er mér yfirleitt að skapi, a.m.k. sem hugmynd. Sveitarfélög ættu fræðilega séð að vera í betri stöðu til að veita nánast alla þjónustu eða aðgengi að henni í gegnum útboð og annað. Þau ættu að geta sýnt stærri sveigjanleika og aðlaga þjónustu að íbúum og aðstæðum.

En íslenskur veruleiki er nokkuð annar.

Sveitarfélög nota yfirleitt "ný verkefni" til að afsaka stjórnlausa skuldasöfnun og bruðl og afsaka það með því að ríkið hafi ekki látið "nægjanlega stóra tekjustofna" fylgja hinum auknu útgjöldum. Gildir þá einu að á undan hafi menn fundað og fundað og samið um hver einustu blýantakaup til að komast að "réttri" niðurstöðu um tilflutning á fé skattgreiðenda úr ríkissjóði í skuldsetta sjóði sveitarfélaga.

Sveitarfélög bæta "tilfærslu"-afsökuninni gjarnan ofan á "sameiningar"-afsökunina til að safna skuldum. Sameiningarafsökunin gengur út á að sópa mörgum sveitarfélögum saman í fá og stór, með stærra lánstraust, sem geta skuldsett sig meira til að byggja ennþá stærri mannvirki. 

Og af þessum ástæðum er ég orðinn mjög tregur til að styðja tilfærslu á verkefnum hins opinbera (sem mörg hver eru algjör óþarfi í sjálfu sér, en það er önnur saga) og enn tregari til að styðja sameiningu sveitarfélaga. Hvort tveggja er notað sem afsökun fyrir stjórnlausu bruðli hjá hinu opinbera. 


mbl.is 10 milljarðar til sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband