Fimmtudagur, 25. nóvember 2010
'Verðbólguskotið' er ekki komið ennþá
Ennþá lepja menn upp sömu hagfræðina og fyrir hrun. Sú hagfræði gengur út á að verja einokun ríkisins á peningaútgáfu, predika mikil og jákvæð áhrif opinberrar peningaprentunar og kalla hækkun verðlags "verðbólgu", sem er rangt því "verðbólga" er aukning á peningamagni í umferð sem leiðir til verðhækkana (vegna rýrnandi kaupmáttar hverrar krónu).
Greining Íslandsbanka telur að gjaldeyrishöftin megi afnema án þess að stórkostlegar hreyfingar í átt til verðrýrnunar krónunnar muni eiga sér stað. Það má kalla bjartsýni. Seðlabanki Íslands grefur sér æ dýpri gröf með hverjum deginum sem gjaldeyrishöftin eru utan um hagkerfið á Íslandi. Sú hola verður ekki fyllt án sársauka og þess sem bankamenn kalla "verðbólguskots".
Annars er ánægjulegt að sjá að menn rifja upp hinn mikla og sjálfbæra stöðugleika og uppgangs sem var hér á landi í upphafi aldarinnar. Þá var uppgangur á Íslandi sem byggðist ekki á peningaprentun/innflutningi og ofurskuldsetningu heldur raunverulegri verðmætasköpun í sífellt frjálsara hagkerfi.
Lítil innistæða fyrir verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrst verðbólgan er orðin ekki neitt neitt, er þá ekki kjörið tækifæri til að afnema verðtrygginguna?
corvus corax, 25.11.2010 kl. 11:45
Maður gæti haldið, en sennilega vita menn alveg að þetta er tálsýn sem skolast frá og eftir stendur allsber króna sem verður í fríu falli þar til hún nær að hrista af sér bóluáhrifin og ná markaðsverði sínu og byggjast upp þaðan.
Gjaldeyrishöftunum verður ekki létt fyrr en líður að lokum kjörtímabilsins. Þannig getur ríkisstjórnin slegið verðbólguskotinu á frest og haldið því utan við lista yfir óleyst vandamál sín, og skellt skuldinni á næstu ríkisstjórn (ríkisstjórnin veit alveg að hún verður aflífuð í næstu kosningum og hefur því bara það markmið að skuldsetja sig frá erfiðum ákvörðunum og fresta öllu eins lengi og hægt er til að lifa kjörtímabilið af).
Geir Ágústsson, 25.11.2010 kl. 11:56
Corvus Corax: Skuldavandinn stafar ekki af því að ennþá skuli vera verðtrygging nú þegar verðbólgan er að hjaðna, heldur vegna stökkbreytinga á höfuðstól í óðaverðbólgu undanfarinna þriggja ára eða svo. Það verður aðeins leiðrétt með höfuðstólslækkunum en hinsvegar væri takmarkað gagn af því að afnema verðtryggingu nú þegar verðbólgan er loksins orðin lág. Verðtryggingin er einmitt hagstæð þegar verðbólga er innan skynsamlegra marka, því henni fylgja líka lágir vextir. Ef verðtrygging væri afnumin núna þá myndum við einfaldlega fá hærri vexti á lánin, og skuldapíningin yrði ennþá verri. Til lengri tíma er ég hinsvegar mjög hlynntur því að afnema verðtrygginguna en tel að það þurfi fyrst að leysa skuldavanda heimilanna, svo að sá forsendurbrestur sem orðinn er verði ekki festur í sessi um alla framtíð.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2010 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.