Hagvöxtur á hvaða forsendum?

Núna keppast allir "hefðbundnir" hagfræðingar við að spá hagvexti á Íslandi á næsta ári. Þeir deila bara um það hvort talan verði 1%, 2% eða 3%. Rökin fyrir plústölunni, hver sem hún svo sem er, eru á sömu nótum: Neysla eykst, einhver fjárfesting byrjar að taka við sér og hið opinbera heldur áfram að eyða peningum.

En hvernig má það vera? Skuldir íslenskra heimila og fyrirtækja eru ennþá í himinhæðum. Mörgum fyrirtækjum er haldið á lífi af bönkum og lánum. Heimilin fleyta sér áfram á seinustu krónunni og mörg eru í vanskilum og sér ekki fyrir endann á því enda ekki búið að gera upp neitt að ráði.

Krónan er í gjaldeyrisböndum og það skilar sér í fölsku gengi krónunnar. Ríkið er ennþá að taka tugi milljarða lán og mun gera það næstu árin samkvæmt samkomulag við t.d. Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en sá sjóður krefst þess að bankakerfið geti áfram sogið spena skattgreiðenda þar til úr blæðir.

Í stuttu máli: Skuldsett neysla og aukin ríkisvæðing hagkerfisins er að drepa hagkerfið og pólitískt markmið ríkisstjórnarinnar er að halda áfram á þeirri braut þar til ESB samþykkir að setja okkur á spena þýskra skattgreiðenda. Almenningur getur étið það sem úti frýs á meðan pólitíska elítan fær sínu fram. 


mbl.is Tæplega 2% hagvöxtur 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Er ekki verið að kynda undir bjartsýni með svona spá? Mér skilst að menn séu að reyna að koma hjólum efnahagslífsins af stað aftur með orðum - en á sama tíma að þau eru bremsuð niður með aðgerðum. Þetta er svona eins og losa bíl úr snjóskafl með handbremsuna á.

Sumarliði Einar Daðason, 23.11.2010 kl. 11:09

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sumarliði,

Jú það er vissulega verið að reyna auka "bjartsýni". Svo kemur það bersýnilega í ljós við svona talnaleikfimi hversu gölluð tölfræði liggur að baki útreikningum á "hagvexti". Ef ríkið fær 1000 milljarða lán og eyðir í gullslegnar styttur af Jóhönnu Sigurðardóttur þá "mælist" það sem jákvæð stærð í þjóðarframleiðsluútreikningum og ýtir þar með undir jákvæða mælingu á "hagvexti". Hver maður veit samt að framtíðinni er stefnt í voða með slíkri skuldsetningu sem þarf að greiða til baka af framtíðartekjum.

Geir Ágústsson, 23.11.2010 kl. 12:15

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Nákvæmlega.

Sumarliði Einar Daðason, 23.11.2010 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband