Sunnudagur, 14. nóvember 2010
Yfirveguð og skynsöm hugmynd
Ögmundur Jónasson á hrós skilið fyrir yfirvegaða og skynsama hugmynd. Það er engin ástæða til að eyða mörgum árum og stórfé í eitthvað sem má draga fram í dagsljósið á tveimur mánuðum og leggja undir "dóm þjóðarinnar". Hvað eru menn í læstum bakherbergjum á "aðildarviðræðu"fundum að ákveða í þessum skrifuðu orðum, t.d. hvað varðar sjávarútvegs- og landbúnaðarmál? Má ekki draga þá leyndu minnispunkta fram í dagsljósið nú þegar og athuga hvað almenningi finnst um þá? Þurfum við að bíða þar til minnispunktar verða að samningsdrögum til að fá að sjá þá?
Það besta sem Íslendingar gera í dag til að spara bæði tíma og fé er að draga samrunaumsókn að ESB til baka, en fyrir því er líklega ekki pólitískur meirihluti. En Ögmundur Jónasson kann leikreglur stjórnmálanna og stingur upp á góðri málamiðlun: Að fá á hreint hvað menn ætla sér að ræða næstu mörg árin, og kjósa um það strax.
Vill fá niðurstöðu strax í skýr mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.