Hallarekstur er vísvitandi, pólitísk ákvörðun

Hallarekstur hins opinbera á Íslandi, bæði ríkisvalds og sveitarfélaga, er vísvitandi pólitísk stefna. Það er ekkert sem stendur á milli hallareksturs og "afgangs" af rekstri annað en vilji stjórnmálamanna til að spara og skera niður þar til skuldasöfnun stöðvast. Skuldasöfnun má tækla með aðgerðum og ákvörðunum sitjandi stjórnmálamanna, en hana má líka tækla á lengri tíma þannig að stjórnmálamenn næsta kjörtímabils sitji eftir með óráðsíuna (það er t.d. stefna Steingríms J.).

Eitt uppáhaldsdæmi mitt um vel heppnaða tiltekt í kjölfar hruns á hagkerfi er úr "gleymdu kreppunni" í Bandaríkjunum árin 1920-1921, í kjölfar peningaprentunar fyrri heimsstyrjaldar. Um þá kreppu má lesa hér, og er eftirfarandi tilvitnun þaðan (feitletrun mín):

The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. No wonder, then, that Secretary of Commerce Herbert Hoover — falsely characterized as a supporter of laissez-faire economics — urged President Harding to consider an array of interventions to turn the economy around. Hoover was ignored.

Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.

The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. As one economic historian puts it, "Despite the severity of the contraction, the Fed did not move to use its powers to turn the money supply around and fight the contraction." By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923.

Sársaukafull tiltekt þarf að eiga sér stað í kjölfar hruns. Fæstir stjórnmálamenn hafa bein í nefinu til að mæta þeirri tiltekt og flestir kjósa þess í stað að draga tiltektina á langinn í von um að pólitískar óvinsældir lendi á einhverjum öðrum. Þetta framlengir þjáningar og hindrar í raun aðlögun hagkerfisins að nýjum efnahagslegum raunveruleika.


mbl.is Öll sveitarfélög á Suðurnesjum rekin með tapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband