Sunnudagur, 17. október 2010
Borgarstjóri beinir athyglinni frá ...rekstri borgarinnar!
Jón Gnarr er einstakur stjórnmálamaður. Á meðan félagi hans, Dagur B. Eggertsson, stjórnar borginni á bak við tjöldin, þá hefur Jón Gnarr það hlutverk að dreifa athyglinni út um allar trissur.
Honum tókst að gera kostnað við flugeldasýningu að máli málanna í fleiri daga.
Hann beindi athyglinni að kostnaði vegna samgöngumiðstöðvar á meðan hann réð staðgengil fyrir sig í ráðhúsinu.
Núna talar hann um sameiningu sveitarfélaga.
Á meðan safnar borgin skuldum og útsvarið verður bráðum skrúfað í botn.
Óauglýstar ráðningar í glænýjar og rándýrar stöður innan borgarinnar halda einnig áfram.
Fjölmiðlar falla fyrir öllu sem Jón Gnarr stillir upp til að dreifa athyglinni frá því sem máli skiptir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hipparnir reyndust okkur ekki vel (Ingibjörg Sólrún). Nú eru pönkararnir teknir við. Þeir virðast verri.
Steinarr Kr. , 17.10.2010 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.