Sunnudagur, 17. október 2010
Reynslan talar öðru máli
Þeir sem tala fyrir sameiningu sveitarfélaga tala jafnan um mikinn sparnað vegna minnkandi "yfirbyggingar".
Reynslan talar öðru máli. Stærri sveitarfélög geta fengið stærri lán fyrir stærri framkvæmdum. Þau nýta oftar en ekki lánstraust sitt í botn og þurfa svo að halda útsvarinu í löglegu hámarki til að geta greitt vexti. Skattasamkeppni sveitarfélaga minnkar með sameiningu þeirra.
Á árinu 1998 voru 124 sveitarfélög á Íslandi, og þau skulduðu um 80 milljarða en áttu um 20 milljarða.
Á árinu 2008 voru sveitarfélögin orðin 78 talsins, skulduðu tæpa 200 milljarða en "áttu" um 130 milljarða.
Um skuldirnar verður varla deilt. Um eignirnar leyfi ég mér að setja mörg og stór spurningamerki. Eru holræsakerfin ekki talin til "eigna" sveitarfélaga? Hver má eða vill kaupa þau af sveitarfélögunum? Má selja þau samkvæmt lögum? Ef ekki, eru þau þá eignir í einhverjum bókhaldslegum skilningi? Er hægt að selja þau upp í skuldir?
Ég mæli eindregið með því að fólk taki sameiningarskref hægt. Vel rekin sveitarfélög eins og Garðabær og Seltjarnarnes eiga fátt sameiginlegt með illa reknum sveitarfélögum eins og Reykjavík og Álftanesi nema landfræðilega nálægð. Vel rekin sveitarfélög eru nauðsynlegar flóttaleiðir fyrir fólk sem vill ekki láta drekkja sér í skuldum af óábyrgum stjórnmálamönnum. Við þurfum fleiri slík, en ekki færri.
Sameining spari milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.