Stefán segir, Stefán þegir

Stefán Ólafsson er merkilegt fyrirbæri í íslenskri umræðu. Hans markmið er einfalt: Að láta ljósið skína sem skærast á vinstriflokkana á Íslandi, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, og beita öllum meðölum til þess.

Og þegar einhver hrekur talnaleikfimi hans, þá þegir hann. 

Þetta hefur hann ítrekað gert. Stefán segir - það er hrakið - Stefán þegir. Og svo byrjar hringurinn aftur. Fjölmiðlar segir ekkert og halda áfram að birta "útreikninga" hans gagnrýnislaust.


mbl.is Segir stjórnvöld hafa hlíft þeim lægst launuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst viðtal þetta við Stefán einnig í skrýtnari kantinum!, hann talaði kannski af sér ?

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 20:36

2 identicon

Sæll.

Blaðamenn með snefil af faglegum metnaði eiga ekki að hleypa Stefáni í fjölmiðil sinn, búið er að fletta ofan af þessum ágæta manni. Ef ég man rétt gerði Rannsóknarnefnd alþingis athugasemd við gagnrýnisleysi fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Þeir ætla greinilega ekki að breyta sínum vinnubrögðum :-(

Einnig finnst mér merkilegt að HÍ skuli hafa gert manninn að prófessor.

Helgi (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 08:05

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Stefán er algjörlega "shameless" og getur alveg svipbrigðalaust þulið upp niðurstöður "rannsókna" sinna sem standast enga skoðun.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir þetta svo ágætlega (feitletrun mín): "Nú er Stefán farinn í nýja herferð, sem bendir til þess, að kosningar séu í nánd. Hann heldur því nú fram, að hækkun skatta á vinnutekjur hafi engin merkjanleg áhrif á vinnufýsi. Ef þetta er rétt hjá honum, þá er um að ræða mikilvæga uppgötvun í hagfræði, því að þá bregðast menn ekki við kostnaði af hegðun sinni, sem er ein frumforsenda hagfræðinnar. Stefán getur orðið frægur á þessari uppgötvun, og er ekki vanþörf á."

Geir Ágústsson, 16.10.2010 kl. 13:19

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Hafa skal það sem betur hljómar.  Taktík vinstri manna í mörg ár.  Hefur ekki klikkað!

Steinarr Kr. , 16.10.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband