Leiðin til ánauðar

Ef það er búið að banna reykingar og öllum líður vel, af hverju þá ekki að banna áfengi og þá myndi öllum líða líka vel.

 Rökhugsun er sennilega ekki ein af forsendum þess að verða tónlistarmaður. Einar Örn Benediktsson er gott dæmi um það.

Samkvæmt "rökum" Einars má banna allt sem hinn háværi minnihluti ("allir") fullyrðir fyrir hönd allra annarra að valdi vellíðan. 

Sagan er troðfull af dæmum þess að nákvæmlega þetta hugarfar sé leiðin til ánauðar. Hinn þögli meirihluti þegir á meðan skuggi alræðisins læðist yfir, og fetar gjarnan leið minnstu mótstöðu hverju sinni.

Þýski presturinn Martin Niemöller hafði í upphafi verið stuðningsmaðurinn hinnar þýsku nasistastjórnar. Eftir því sem tíminn leið varð honum samt ljóst að nú væri röðin komin að honum, og orti hann af því tilefni eftirfarandi ljóð (í lauslegri þýðingu minni):

Þegar nasistarnir ofsóttu kommúnistana,
þagði ég;
ég var ekki kommúnisti.

Þegar þeir fangelsuðu jafnaðarmennina,
þagði ég;
ég var ekki jafnaðarmaður.

Þegar þeir ofsóttu verkalýðsfélögin,
sagði ég ekkert;
ég var ekki í verkalýðsfélagi.

Þegar þeir ofsóttu mig,
þá var enginn eftir til að segja neitt.

Stundum borgar sig ekki að þegja, þótt maður sé sammála tilteknu skrefi á leiðinni til ánauðar.


mbl.is „Engin forræðishyggja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband