Falið atvinnuleysi er mikið

Opinberar tölur um atvinnuleysi eru að mörgu leyti athyglisverðar og gefa örlitla vísbendingu um heilsu hagkerfisins. En ekki mikið meira en það.

Falið atvinnuleysi á Íslandi er mjög mikið. Það kemur meðal annars fram í eftirfarandi:

  • Íslensku bankarnir eru með nánast sama starfsmannafjölda í dag og fyrir hrun. Það er of mikið vinnuafl að sinna of fáum verkefnum. Þar þarf helst að segja upp hundruðum manns, en er ekki gert vegna pólitísks þrýstings.
  • Hið opinbera er of mannmargt. Þar er alltaf verið að bæta við fólki, en þó ekki þar sem á þarf að halda, heldur í ráðuneytum og í stjórnsýslunni. Þessu fólki þarf að segja upp sem fyrst en það er ekki gert vegna pólitísks þrýstings.
  • Á Íslandi er ennþá verið að byggja. Til dæmis er lítill mauraher í byggingarvinnu á tónlistarferlíkinu við Reykjavík. Engar forsendur eru fyrir þessum byggingum. Á Íslandi er offramboð af húsnæði. Það sem er byggt er byggt fyrir lánsfé hins opinbera og það er slæmt mál.
  • Hækkandi skattbyrði á fyrirtæki rýrir afkomu þeirra og hækkar kostnað á hvern starfsmann. Enn á að gera illt verra á næsta ári. Undirliggjandi uppsagnarhrinur hjá mörgum fyrirtækjum bíða nú bara réttrar tímasetningar. Á meðan blæðir fyrirtækjunum út.
  • Atvinnuleysi er falið á marga mismunandi vegu, t.d. með því að senda atvinnulaust fólk í skóla eða borga því fyrir "listsköpun" og fjarlægja það af atvinnuleysisskrá. Þetta er tvöfaldur útgjaldaliður fyrir ríkið því nú borgar ríkið ekki bara uppihald atvinnulausra heldur einnig menntun sem í flestum tilvikum mun ekki nýtast til neins.

7,1% atvinnuleysi segir Vinnumálastofnun. Rétt tala er sennilega nær 20% þegar allt er talið með.

Ríkið þarf að draga saman seglin og leyfa einkaframtakinu að fá lífvænleg rekstrarskilyrði svo 20% atvinnuleysi/verðmætasóun geti orðið að verðmætasköpun á ný. 

 


mbl.is Atvinnuleysi minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Falið atvinnuleysi? Hvað ertu að rugla?

  • Starfsfólk bankanna er ekki atvinnulaust (liggur í orðinu STARFSfólk)
  • Opinberir starfsmenn eru ekki atvinnulausir (liggur í orðinu STARFSMENN)
  • Starfsfólk í byggingariðnaði er ekki atvinnulaust....
  • Ég get haldið áfram
Það er frekar staðreynd að hópur á atvinnuleysisskrá er í rauninni ekki atvinnulaust. Það vinnur svart. Atvinnuleysistölur eru því frekar ofmetnar.

Ólafur Guðmundsson, 12.10.2010 kl. 12:46

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ólafur,

Ef ríkið ræður 1000 manns til að grafa holur og moka ofan í þær aftur, er það þá fólk í vinnu og ber ekki að flokka sem annað en slíkt?

Geir Ágústsson, 12.10.2010 kl. 12:53

3 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Já, svo sannarlega. Ef að einhver ræður „einhvern“ til að gera eitthvað og er tilbúinn að borga honum fyrir það þá er „einhvern“ ekki atvinnulaus. Svo einfalt er það.

Skilgreiningin á atvinnu fer ekki eftir geðþótta þínum hvað sé gagnlegt eða ekki. Ef svo er þá væri jafnvel hægt að halda því fram að atvinnuleysi væri nálægt 100%.

Það má vel vera að þú hafir vinnu en ég spyr samt á móti ert þú atvinnulaus?

Ólafur Guðmundsson, 12.10.2010 kl. 13:44

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég er ekki atvinnulaus.

Við erum að hártogast um skilgreiningar. Ég skal gefa mig og bý hér með til nýtt hugtak:

"Dulin atvinnubótarvinna": Vinna sem er launuð samkvæmt lagarins bókstaf, en myndi, í umhverfi ískaldrar hagstjórnunar og fjarveru annarlegra sjónarmiða, svo sem pólitískra, ekki vera unnin. 

Geir Ágústsson, 12.10.2010 kl. 13:47

5 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þetta er nokkuð nærri skilgreiningunni á atvinnubótavinnu. En ef að þú kallar bankastarfsfólk opinbert starfsfólk sem og þá sem vinna við byggingu tónlistarhúsins fólk í atvinnubótarvinnu þá er hægt að kalla alla í atvinnubótarvinnu. Jahh, nema væntanlega þig?

Annars er óþarfi að vera að rífast.

Ólafur Guðmundsson, 12.10.2010 kl. 14:00

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Atvinnuleysi hefur minnkað er sagt en er tekið inn í dæmið hve margir hafa gefist upp og flutt erlendis?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 12.10.2010 kl. 14:05

7 identicon

Sæll.

Ég er alveg sammála þér og sá þetta fyrir nokkru síðan. Ég las eftir annan glöggan bloggara að hér á landi væru 3 um hvert bankastarf sem einn sinnti í Bandaríkjunum. Gott hjá þér að vekja athygli á þessu, hér er auðvitað verið að falsa tölur.

Kommarnir sem hér stjórna raða á ríkisjötuna og ekki má gleyma allri atvinnubótavinnunni sem sveitarfélögin standa fyrir. Það er svolítið stíllinn hér að fjölga í stjórnunarstöðum eða millistöðum án þess að þess þurfi. Menn virðast alveg gleyma hvað t.d. menntakerfið eða heilbrigðiskerfið ganga út á og þess vegna er ábyggilegt að verulegt fé er illa nýtt með því að búa til einhver störf eins og t.d. gæðastjórar eða alls kyns deildarstjórar sem eru kostnaðarauki en skila litlu sem engu. Ég kannast t.d. við hjúkrunarfræðing sem sagði mér fyrir fáeinum árum að þeir hefðu varla frið til að sinna sínu því einhver möppudýr væru sífellt að láta þá fylla út alls kyns lista og kannanir.

Svo má ekki gleyma því að þegar Ögmundur var heilbrigðisráðherra skar hann niður um 10% á LSH en um 1% í ráðuneytinu sjálfu skv. frétt sem ég sá fyrir nokkru. Menn verða að skilja út á hvað viðkomandi eining gengur. Hverju skilar það t.d. þjóðfélaginu að eyða milljónum í kynjaða hagstjórn þegar jafnrétti er hvað mest hér skv. alþjóðlegum stofnunum (World Economic Forum)?

Svo má heldur ekki gleyma tvennu einu sem ég heyri einhverra hluta ekkert um:1) Hvað borgar ríkið í dagpeninga á ári? Má ekki nánast algerlega skera niður ferðalög opinberra starfsmanna?

2) Þingmenn hér eru um 5x fleiri en á Norðurlöndunum. Þetta fæst út með því að deila í íbúafjölda landsins með þingmannafjölda. Á Norðurlöndunum eru um 25-30 þúsund íbúar á bak við hvern þingmann en einungis um 5 þús. hérlendis. Hér er hægt að spara og æskilegra að spara í stjórnsýslunni frekar en t.d. heilbrigðiskerfinu. Hver þingmaður kostar margar milljónir á ári vegna launakostnaðar, skrifstofukostnaðar og aðstoðarmanna.  Nei, losum okkur frekar við kennara, lækna, hjúkrunarfræðinga en þingmenn og aðstoðarmenn þeirra. Norðurlöndin komast af með snöggtum færri þingmenn en við og þá ættum við að geta það líka!

Helgi (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband