Þriðjudagur, 12. október 2010
Að 'spara' sig úr kreppunni
Í Svíþjóð, Þýskalandi og fleiri löndum hafa stjórnvöld mjög markvisst haft eitt að leiðarljósi eftir að kreppan skall á: Að reyna temja ríkisútgjöld eins mikið og pólitískur veruleiki leyfir, svo einkaframtakið eigi sér viðbjargar von.
Í Svíþjóð og Þýskalandi hefur mikið verið lagt upp úr því að temja fjárlagahalla ríkisins eftir að margar og stórar "tekju"lindir þess gufuðu upp í hruninu. Skattlagningarvendinum hefur ekki verið sveiflað þar af hinu íslenska ofstæki. Menn hafa ekki haft neinar grillur um að "eyða sig út úr kreppunni" eins og t.d. Íslendingar og Bandaríkjamenn reyna.
(Norræna "velferðar"stjórnin á Íslandi hefur ekki fylgt fordæmi Svía, heldur Bandaríkjamanna! Kaldhæðnislegt!)
Svíar og Þjóðverjar eru nú þegar að uppskera árangur erfiðisins (sem mér finnst að vísu ekki mjög merkilegt, en séð í samhengi við önnur ríki, þá alveg svakalega merkilegt!). Hagkerfum þeirra er spáð örum bata og jafnvel vexti.
Hugmyndafræðileg gjá er að myndast á milli þeirra sem vilja eyða lánsfé í neyslu eins og óðir unglingar í sykurvímu í verslunarmiðstöð, og þeirra sem vilja skera niður neyslu, leggja fyrir og fjárfesta eins og yfirvegað og fullorðið fólk. Hvor vinnur? Í mínum huga er engin spurning.
Spá 4,8% hagvexti í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.