Sunnudagur, 10. október 2010
Listamenn, með og án ríkisstyrkja
Listamenn skiptast í tvo hópa: Þá sem skapa eitthvað sem einhver vill kaupa, og hinir sem skapa eitthvað sem enginn vill kaupa.
Fyrri hópurinn er eflaust fjölmennur og lætur skattgreiðendur alveg í friði. Síðari hópurinn telur sig einhvern veginn yfir annað fólk hafið og krefst þess að fá greitt, hvort sem það uppfyllir einhverja þörf eða ekki.
Listamenn skila vafalaust miklu fé til landsins, en það réttlætir ekki að þeir fái jafngreiðan aðgang að vösum skattgreiðenda og raunin er. Það er auðvelt að benda á fjölda seldra flugmiða í tengslum við Iceland Airwaves og segja, "hey, sjáðu, þetta er okkur og ríkisstyrkjum til okkar að þakka!". Hitt sem hverfur við ríkisstuðninginn er erfiðara að benda á. En það er samt staðreynd að þegar ríkið hirti fé og sendi til Iceland Airwaves, þá hirti það fé sem ella hefði runnið í eitthvað annað, til dæmis tónleika listamannsins sem er ekki hluti af lista-menningar-elítunni.
Listsköpun skilar gjaldeyristekjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst allt í lagi að styrkja listamenn - tímabundið. En þetta á ekki að vera einhver ævilangur styrkur.
Mér finnst mjög óeðlilegt, sérstakega nú á niðurskurðartímum að metsöluhöfundar og þeir sem "hafa meikað það" séu á listamannalaunum frá ríkinu.
Lara (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 19:28
Lara,
Ég er a.m.k. sammála þér þegar þú segir að afnema eigi þessi "heiðursmanna"laun og þá strax í dag.
Tímabundnir styrkir til listamanna veitast í hvert skipti sem þú kaupir lag á tonlist.is eða málverk fyrir stórafmæli náins ættingja. Þá hvet ég þig eindregið til að veita.
Geir Ágústsson, 10.10.2010 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.