Auðveld leið: Gera 'ekkert'

Ég leyfi mér að benda á eina auðvelda leið til að "draga úr hlýnun loftslags" sem er: Gera ekkert.

Gefum okkur að maðurinn hafi mikil og mælanleg og sannanleg áhrif á breytingar í loftslagi Jarðar. Það er jafnvel hugsanlegt þótt ég hafi efasemdir um ýktustu frásagnir þess eðlis. En eigum við að gera eitthvað í því? Eigum við eyða orku, fé og auðlindum í að hægja á bruna jarðaefnaeldsneytis og láta beljur prumpa minna?

Nei, segi ég. Mun stærra og alvarlega vandamál á Jörðinni er fátækt. Hana sigrum við ekki með því að þvinga fátæka til að lifa við orkuskort ef þeir hafa ekki efni á nýjustu tækni ríkustu Vesturlanda. Sjúkdóma er ekki hægt að sigra ef peningunum er eytt í rándýr sólarorkuver og ríkisstyrktar vindmyllur. Ef og þegar veðurfar breytist (með og án manna) þá þarf fólk að eiga fé til að kaupa föt til að klæða sig eftir hinu nýja veðri. Ef það hlýnar þurfa fátækir að verða ríkir til að hafa efni á loftkælingu. Ef kólnar, þá þurfa fátækir að verða ríkir til að kaupa yfirhafnir. 

Að gera ekkert í loftslagsmálum og meira í að binda saman fátæka og ríka á einn stóran alþjóðamarkað er mín hugmynd. 


mbl.is Barist gegn loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er ekki rökrétt að halda því fram að með því að hunsa loftslagsvandann (sem er eitthvað sem vísindarannsóknir segja okkur að sé raunverulegur vandi), að þá munum við einhverra hluta vegna skyndilega fara að vinna að því að gefa fátækum kost á að komast út úr sínum vandamálum. Ég tel að lausnir á loftslagsvandanum, geti alveg verið gerður í sátt við lausnir á öðrum vandamálum og ég hef enga trú á að því að gera ekkert við loftslagsvandanum gefi byr undir seglin á öðrum vandamálum, sem við höfum hunsað um alltof langan tíma. Ég tel því að þessi nálgun þín sé tímasóun og ekki verð frekari umhugsunar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2010 kl. 18:57

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Svatli,

Pólitískur raunveruleiki er sá að það er bara takmarkað fjármagn til ráðstöfunar sem eykst ekki með því að fjölga í stafla þeirra verkefna sem almenningur "ætlast" til þess að þjóðarleiðtogar leysi.

Svo þetta verður bara spurning um forgangsröðun:

- Ausa fé í þróunaraðstoð og nota til að ekki bara byggja hallir handa spilltum einræðisherrum heldur líka skóla og sjúkrahús handa fátæku fólki

- Ausa fé í að setja sólarpanela á þök í Afríku og pína Afríkubúa til að borga hátt verð fyrir aðgengilegt jarðefnaeldsneyti

Geir Ágústsson, 10.10.2010 kl. 19:59

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Forgangsröðun er góð, en það er þó ekki sjálfgefið að þín nálgun á þá forgangsröðun yrði ofan á. Hitt er svo annað eins og ég nefndi að það er hægt að gera meira en eitt í einu. Enn annað er að þetta er ekki eins og að við tökum einhverja hrúgu af peningum og hendum í allar áttir í einhverju rússi. Hugsun getur náð okkur langt, og það hafa verið að líta dagsins ljós alls kyns tækninýjungar sem munu nýtast okkur, jafnt ríkum sem fátækum í því að minnka losun í framtíðinni ásamt því að halda uppi lífsskilyrðum í heiminum. Hvar er annars mikill aðgangur að sólarorku og fátækt..? - Jú t.d. í Afríku, ætli það sé ekki hægt að samtvinna notkun sólarorku í framtíðinni við betri lífsskilyrði þar. Það er engin ástæða til að bíða og vona hið besta, það er ekki líklegt til að auka lífsskilyrði fátækra í þróunarlöndum (sem sum hver gætu hæglega orðið fyrir afleiðingum sem ekki hjálpa þeim fram á veginn). Rökleysur eins og þú nefnir í færslunni ganga einfaldlega ekki upp í mínum huga...

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2010 kl. 20:22

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég hvet alla sem vilja til að ferðast um fátæk ríki heims og selja þeim nýja tækni sem veitir aðgengi að orku á ódýrari og aðgengilegri hátt en fljótandi/gaskennt jarðefnaeldsneyti getur gert. Góður sölumaður ætti varla að eiga í erfiðleikum með að ná góðri sölu, ef rósrauður sölubæklingur þinn á eitthvað skylt við raunveruleikann.

Á meðan eru lönd eins og Angóla (ríkt af olíu og gasi, sérstaklega á hafsvæði sínu) í óða önn að fara aðrar leiðir, eins og að auka getu gasdreifikerfa sinna, sjá t.d. hér: "In addition, a gas-gathering project scheduled for completion in 2010 will deliver associated gas through a 78-mile pipeline to a new liquefied natural gas plant under construction near the coastal city of Soyo."

('Angola Block 15 Gas Gathering' verkefni ríkisstjórnar Angóla er ekki einu sinni það hagkvæmt, en greinilega það miklu hagkvæmara en sólar- og vindorku-valkostirnir.)

Geir Ágústsson, 10.10.2010 kl. 21:17

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er nokkuð almenn einning meðal vísindamanna sem vinna að loftslagstengdum rannsóknum, um að athafnir mannsins og þá sérstaklega bruni jarðefnaeldsneytis hafi áhrif að loftslagið á hnattræna vísu. Eftir áratuga rannsóknir og umræður, m.a. hjá nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) og mikið átak við að miðla þekkingunni áfram til almennings, þá er það almennt álit þeirra sem vinna að þessu á vísindalegum grunni að aðgerða sé þörf og að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið.

Minna er hinsvegar vitað um hvort þetta er einnig tilfellið meðal hagfræðinga (og viðskiptamenntaðra) sem rannsaka loftslagsmál, þ.e. um hugsanleg áhrif gróðurhúsalofttegunda og afleiðingar hækkandi hitastigs á hagkerfið. Umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun um kostnaðinn við aðgerðir við að taka á loftslagsvandanum, getur auðveldlega leitt til þess að utanaðkomandi hafi það á tilfinningunni að hagfræðingar séu á móti reglugerðum varðandi loftslagsmál eða að ekki sé um mikla ógn að ræða fyrir hagkerfið, þó svo losun gróðurhúsalofttegunda haldi áfram nú sem áður. Í skýrslu sem um er rætt (á loftslag.is) skoða þeir J. Scott Holladay, Jonathan Horne og Jason A. Schwarts hvernig þessi mál standa. Með því að fylgjast með því hvað sérfræðingar á sviðinu eru að gera, reyna þeir að komast að niðurstöðu varðandi málið. Útkoman er sláandi. Hagfræðingar eru almennt sammála um að loftslagsbreytingar séu ógn við hagkerfi heimsins. Það sem meira er, þá eru flestir á því að það sé hagur í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að sá hagur geti réttlætt kostnaðinn við það. Flestir styðja einhverskonar markaðskerfi þar sem hægt væri að draga úr losun, með t.d. Cap and Trade eða einhverskonar sköttum. Það eru líka svið þar sem hagfræðingar eru ekki sammála um hvernig á að standa að verki, m.a. um það hvernig á að standa að því að skoða ábyrgð núverandi kynslóðar gagnvart kynslóðum framtíðarinnar. Þar skiptust svörin jafnt á milli aðferða. En heilt yfir þá er myndin skýr; það ríkir almennt samkomulag meðal hagfræðinga sem vinna að rannsóknum tengdum loftslagsmálum, að losun gróðurhúsalofttegunda sé raunveruleg ógn við hagkerfið og að ef rétt er að verki staðið við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni það skila fjárhagslegum ávinning fyrir hagkerfið í heild. Þó umræðan sé sífellt í gangi, þá getur þessi skýrsla hjálpað til við að beina augum á þær spurningar sem nauðsynlegt er að spyrja varðandi þessa hlið málsins.

Sjá nánar, Hagfræði og loftslagsbreytingar á loftslag.is.

Í niðurlagi greinarinnar (heimilda er getið) kemur eftirfarandi fram:

Þessi skýrsla sýnir að hagfræðingar hafa mikið að segja um kostnað og ávinning af því að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. Sérfræðingar eru byrjaðir að tala með nokkuð samhljóða rödd um málið. Nú verðum við að vona að fjölmiðlar, stjórnvöld og almenningur hlusti.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2010 kl. 21:57

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Hagfræðingar að tjá sig um loftslagsvísindi, undir þeim formerkjum að vísindamenn séu núna "á einum hug" um mannvaldandi hlýnun? Hljómar eins og hættulegur kokkteill stjórsamra skriffinna.

Fyrstu kemur, fyrstur fær (að menga) - er það ekki ljómandi 'umhverfisverndar'stefna? Jú, það finnst mér.

Geir Ágústsson, 11.10.2010 kl. 08:41

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þó að lifir í afneitun varðandi loftslagsvísindin, þá er það þó staðreynd að langflestir af þeim vísindamönnum sem vinna við rannsóknir varðandi loftslagsfræðin eru sammála. Sjá nánar, Samhljóða álit vísindamanna styrkist, þar sem kemur m.a. fram:

Gerð var greining á ritrýndum skrifum 1372 loftslagsvísindamanna og kom í ljós að nánast allir vísindamenn sem eru virkir á sviði loftslagsvísinda telja að loftslagsbreytingar séu af völdum manna. Í ljós kom að um 2% af þeim 50 vísindamönnum sem teljast virkastir í loftslagsvísindum eru ekki sannfærðir um að loftslagsbreytingarnar séu af mannavöldum. Svipað er upp á teningnum þegar skoðaðir eru topp 100 virkustu vísindamennirnir, en þá eru 3% ekki sannfærðir og um 2,5% af topp 200 vísindamönnunum hafa efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þá kom í ljós að því meira sem vísindamenn hafa skrifað í ritrýnd tímarit – því líklegri voru þeir til að vera sannfærðir um loftslagsbreytingar af mannavöldum.

Hitt er svo annað mál að umhverfismál eiga ekki að snúast um einstaklingshyggju eða hver var fyrstur til að byrja að menga, heldur um lausnir...en þú vilt kannski frekar hlusta á Kaupmenn vafans.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 08:48

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Hérna er viðtal við einum af þessum 2%.

A veteran climatologist who refuses to accept any research funding from the oil or auto industries, Christy was a lead author of the 2001 Intergovernmental Panel on Climate Change report as well as one of the three authors of the American Geophysical Union's landmark 2003 statement on climate change.

Yet despite those green-sounding credentials, Christy is not calling for draconian cuts in carbon emissions. Quite the contrary. Christy is actually the environmental lobby's worst nightmare - an accomplished climate scientist with no ties to Big Oil who has produced reams and reams of data that undermine arguments that the earth's atmosphere is warming at an unusual rate and question whether the remedies being talked about in Congress will actually do any good.

Þessi maður gónir líka á tölvulíkön og tjáir sig um þau:

Congress is now discussing an 80% reduction in U.S. greenhouse emissions by 2050. That's basically the equivalent of building 1,000 new nuclear power plants all operating by 2020. Now I'm all in favor of nuclear energy, but that would affect the global temperature by only seven-hundredths of a degree by 2050 and fifteen hundredths by 2100. We wouldn't even notice it.

Spurningin er svo: Hvað trúum við mikið á tölvulíkön 7 daga fram í tímann? Er einhver áfrávíkjanlega búinn að ákveða að ganga í regngalla á laugardaginn því spáin í dag segir rigning á laugardaginn?

Geir Ágústsson, 11.10.2010 kl. 09:14

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Tókst þér að finna einn af þessum 2%, til hamingju. Reyndar telur Christy að Jörðin sé að hlýna, engin vafi á því, en hann vill bara ekki gera neitt í því, telur að þess þurfi ekki, eins og kemur fram hjá þér Geir. Hér má lesa um nálgun Dr. John Christy:

Dr John Christy is a meteorologist working at the University of Alabama Huntsville. While generally considered a climate skeptic, John R. Christy was a co-drafter of the American Geophysical Union's December 2003 position statement on climate change, which concludes that:

"Human activities are increasingly altering Earth's climate, and that natural influences alone cannot explain the rapid increase in surface temperatures observed during the second half of the 20th century."

He is noted for his climate skepticism or contrarianism and is closely associated with Dr Roy Spencer with whom he collaborated on the George C. Marshall Roundtable discussion on climate change in April 2006. John Christy has an evangelical background, he served four years as a bivocational mission-pastor in Vermillion, South Dakota.

The website of the late Dr. Stephen Schneider delivers a potent analysis,[1] of Dr. Christy's stances on the distinction between anthropogenic and natural climate change.

Að hinu atriðinu:

Veður er sveiflukennt og erfitt að spá fram í tíman. Loftslag, aftur á móti er í raun meðaltal veðurs í langan tíma. Með því að taka tölfræði veðurs yfir langan tíma þá eyðast sveiflur, sem gera loftslagslíkönum kleyft að spá með góðu móti um loftslagsbreytingar framtíðar. Nánar á Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag? á loftslag.is.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 09:30

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Hversu langs tíma?

Geir Ágústsson, 11.10.2010 kl. 09:38

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þær spár sem mest eru skoðaðar í dag, ná til 2100, sjá t.d. eftirfarandi tekið af loftslag.is:

Það er margt óljóst um loftslag framtíðarinnar, því það er alltaf erfitt að spá um framtíðina með öllum þeim fjölda breyta sem skoða þarf. Breytingarnar verða líka ólíkar eftir því hvar á jörðinni maður drepur niður, t.d. mun á sumum stöðum verða meiri úrkoma en annarsstaðar meiri þurrkur o.s.frv. Það eru margir þættir sem ráða þarf í og erfitt að spá nákvæmlega um hvað gerist á öllum svæðum. Hækkandi hitastig getur því haft margskonar afleiðingar sem nánar er farið í á öðrum síðum þessa vefs. Hér verður fjallað um loftslag framtíðarinnar.

Helsta niðurstaðan er sú að líklega verður heitara i framtíðinni og hugsanlega með meiri öfgum í veðri. Á sumum svæðum verður meiri úrkoma á öðrum verður meira um þurrka. Hitastigshækkunin er ekki algerlega línuleg heldur munu koma fram náttúrulegar sveiflur eins og hingað til.

Sjá nánar, Loftslag framtíðar á loftslag.is, þar sem farið er nánar í þetta, ásamt myndum og gröfum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 09:58

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég meinti, þegar þú skrifar, "Loftslag, aftur á móti er í raun meðaltal veðurs í langan tíma", þá hversu langs tíma? Ef loftslag er "meðtal veðurs", hvaða meðaltal lýsir þá veðrinu "í dag"? 10 ár? 100 ár? 1000 ár?

Væri "í lagi" að veðurfar í dag væri það sama og á víkingaöld eða væri það til marks um "hlýnun" því veðurfar fyrir 500 árum var kaldara?

Eða á að bera veðurfar saman við veðurfar fyrir 50 árum til að ákvarða hvort það hafi "hlýnað" eða "kólnað"?

Geir Ágústsson, 11.10.2010 kl. 10:18

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Yfirleitt er talað um breytingar á 30 ára tímabili, sem viðmiðun fyrir breytingar á loftslagi, ef það er það sem þú ert að spá í. En þekking á loftslagi nær mikið lengra aftur í tímann, bæði með beinum og óbeinum mælingum. Þannig að það er næg þekking til staðar sem skjalfesta þær breytingar sem orðnar eru og einnig þá miklu aukningu sem orðið hefur í gróðurhúsalofttegundum frá iðnbyltingu.

Aðalmálið varðandi þessa bloggfærslu þína, er að nálgunin sem þú persónulega velur, gengur ekki upp. Ég tel því að þessi nálgun þín sé tímasóun og ekki verð frekari umhugsunar og endalausar vangaveltur um atriði sem þú virðist ekki hafa kynnt þér hið minnsta áður en þú skrifaðir færsluna breyta því ekki hið minnsta.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 10:33

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Mín nálgun er alveg ljómandi góð þótt ég viti núna en ekki áður að 30 ár séu "einingin" á loftslagsdagatalinu.

Tel enn sem áður að það eigi að vera í algjöru baksæti að eyða orku og auðlindum í að þvinga óhagkvæmum orkugjöfum á mannkynið og þá sérstaklega ekki þá fátæku. Og tel raunar aðgerðir gegn olíunotkun vera beina árás á möguleika mannkyns til að orkuframleiða sig til velmegunar. 

Svo megi málstaður "hlýnun af mannavöldum, sem þarf að stoppa" áfram sitja ofan í djúpri skúffu á meðan mannkynið leysir brýnni vandamál. 

Geir Ágústsson, 11.10.2010 kl. 12:36

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú mátt náttúrulega hafa þína skoðun, ég hef allavega komið minni skoðun á þessu hjá þér á framfæri. Mína skoðun byggi ég á því sem ég hef lesið um loftslagsfræðin og þ.a.l. tel ég að tal um að setja þennan vanda niður í djúpa skúffu sé í meira lagi undarleg nálgun sem byggir á algeri vanþekkingu á fræðunum. Það eru þó margir sem velja að lifa í afneitun varðandi þennan vanda og vilja þ.a.l. ekki gera neitt í málunum, en því verður væntanlega ekki breytt frá degi til dags, frekar en loftslagsvandinn. Þú veist væntanlega ekki að þegar rætt er um loftslagsvandann og hvernig á að draga úr losun, þá er verið að ræða um verkefni sem tekur áratugi, það er ekki eins og að allri losun verði kippt úr sambandi frá einum degi til annars, en með ákvörðunum og framsýnni hugsun sem er gerð til framtíðar, má minnka losun töluvert, en með óbreyttum hugsunarhætti (sem þú mælir með), þá er hætt við að afleiðingar hlýnunar gætu kostað okkur meira en það sem þarf til að koma til móts við vandann...en þú hefur væntanlega ekki kynnt þér hverjar hugsanlegar afleiðingar eru eða hvað?

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 12:49

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Þessi útúrsnúningur um að 30 ár séu "einingin" í loftslagsfræðunum, segir mér að þú veist frekar lítið um þessi fræði. Kannski ættirðu að kynna þér þetta nánar, áður en þú fullyrðir og staðhæfir út í loftið um eitthvað sem þú þekkir ekki...

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 12:51

17 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Geir segir:

Mun stærra og alvarlega vandamál á Jörðinni er fátækt.

Að gera ekki neitt í vandamáli A (loftslagsbreytingum), sem fyrirséð er að muni auka á vandamál B (fátækt) og einbeita sér bara að vandamáli B (sem á sér fleiri orsakir) - er eins og að vera í leku skipi og ætla bara að gera við lekann á stjórnborða á meðan lekinn er að aukast á bakborða.

Höskuldur Búi Jónsson, 11.10.2010 kl. 13:47

18 Smámynd: Geir Ágústsson

Höski,

Það að breytt veðurfar út af fyrir sig muni auka á fátækt í framtíðinni er bara fullyrðing sem er hægt að svara með annarri fullyrðingu: Ekki endilega.

Geir Ágústsson, 11.10.2010 kl. 14:42

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Neikvæð áhrif eins og súrnun sjávar, hækkandi sjávarstaða ásamt ýmsum öfgum í veðri, t.d. þurrkar eða öfgar í regni, eru ekki beint til þess fallin að minnka fátækt í heiminum, þannig að þessi fullyrðing þín "Ekki endilega" er bara kjánalegur útúrsnúningur og kannski einhver óskhyggja hjá þér Geir. Sumar afleiðingar loftslagsbreytinga eru einmitt taldar geta komið fram á svæðum sem búa við fátækt í dag

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 14:56

20 Smámynd: Geir Ágústsson

Svatli,

Úlfur, úlfur?

Geir Ágústsson, 11.10.2010 kl. 15:17

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Nei, bara að benda þér á að fullyrðingar þínar eru rökleysur sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Það að benda á hugsanlegar afleiðingar, er raunsæi, sem er væntanlega andstæða þess sem þú prédikar hér sem er afneitun...

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 15:23

22 Smámynd: Þórður Tryggvason

Góðar og gildar gagnrýnir á mál þitt hafa komið fram hér fyrir ofan. Ég ætla hins vegar að benda á eina sem ég held að hafi ekki komið fram ennþá:

Það er ekki verið að tala um risastórar, grænar virkjanir. Það er ekki verið að tala um umhverfisvæn atvinnuhöft. Það er verið að tala um litla hluti sem einstaklingurinn getur gert. Hvaða peningum sóar það?

Auk þess sem ég sé ekki hvernig fyrsta setningin eigi að meika nokkurt sens, með eða án gæsalappa...

Þórður Tryggvason, 11.10.2010 kl. 21:21

23 Smámynd: Geir Ágústsson

Þórður,

Til hvers? Svo að einhver tölvulíkön geti spáð broti úr gráðu öðruvísi hitastigi eftir 50 ár?

Geir Ágústsson, 12.10.2010 kl. 07:55

24 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geir, erum að tala um að núna er hitastig á heimsvísu að hækka um það bil 0,2°C á hverjum áratug, s.s. þannig að ef við framreiknum það til 2050, þá eru það um 0,8°C fyrir þann tíma, sjá m.a. Mælingar staðfesta kenninguna. Þannig að við erum ekki að tala um eitthvað lítið brot af gráðu í meðalhitastigi Jarðar. Það má einnig nefna að pólarnir eru taldir munu hlýna meira en meðaltalið, sem eru ekki góðar fréttir fyrir sífrerann í Síberíu eða hafísinn á Norðurskautinu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 08:31

25 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér sýnist Grænlendingar vera sáttir en þeir geta nú ræktað kartöflur og sennilega er búskapur þar að byrja líkjast þeim sem Eiríkur rauði gat stundað fyrir 1000 árum síðan.

Hvað er langt í að við náum hitastigi víkingaaldar aftur?

Geir Ágústsson, 12.10.2010 kl. 08:36

26 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ætli við séum ekki kominn yfir það, sjá Mýtuna - Það var hlýrra á miðöldum. En vonandi verða einhver jákvæð áhrif af þessari hlýnun og óheftu losun CO2, þó ekki geti ég séð að þessi fáu jákvæðu áhrif sem um er rætt eigi að yfirgnæfa þau neikvæðu, sem eru t.d. hækkandi sjávarstaða og súrnun sjávar (sem ég hef nefnt áður - og geta haft afleiðingar fyrir vistkerfi sjávar og þar með möguleika okkar á að afla sjávarfanga, sem Grænlendingar eru m.a. nokkuð viðriðnir), en bara ef Grænlendingar eru sáttir við að geta ræktað kartöflur þá hlýtur allt að vera í himnalagi, allavega samkvæmt þínum "rökum" Geir...

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 08:45

27 Smámynd: Geir Ágústsson

Hlýnun hefur sína kosti og það er vonandi að hún haldist eitthvað áfram þótt teikn séu á lofti um að svo verði ekki.

Geir Ágústsson, 12.10.2010 kl. 08:50

28 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þessi grein Ágústar getur nú ekki talist vísindagrein. Þess má geta að í ár hefur hitastig verið í hæstu hæðum, 2 árum eftir þessa færslu Ágústar... En drögum enn eina mýtuna upp í umræðuna, Mýta - Við minni virkni sólar, þar kemur m.a. fram:

Niðurstaðan er því sú að sólvirkni sambærileg við Maunder lágmarkið myndi að öllum líkindum aðeins minnka hlýnunina lítillega og að auki að sú minnkun myndi líklega aðeins vara í nokkra áratugi.

Þetta hafði Ágúst t.d. ekki með í sinni færslu.

Þarna er heldur ekki rætt um súrnun sjávar, sem gerist óháð því hversu mikið hitastig hækkar og er af völdum aukins styrks CO2 í hafinu, bein afleiðing af meiri styrk CO2 í andrúmsloftinu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 09:06

29 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Hér er önnur grein eftir Ágúst með svipuðum vangaveltum um sólina, núna frá 1998...sjá http://www.agust.net/sol/mbl.html, þannig að ekki hefur hann nú reynst sérstaklega sannspár í þessum efnum...

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 09:11

30 Smámynd: Geir Ágústsson

Þau svíkja stundum, þessi líkön, þótt þau rambi stundum á nokkurn veginn gildi, sérstaklega þegar menn kíkja mjög "stutt" (á almanaki loftslagsins) fram og aftur í tímann.

Ég get til dæmis kastað stein í hlut í 1m fjarlægð og verið 95% viss um að hitta hann, en ef ég reyni að hitta hlut í 10m fjarlægð þarf ég að draga úr líkunum á að hitta í hann.

Hef samt blendnar tilfinningar til þess að lágmörk í sólvirkni sem áður höfðu mikil áhrif hafa nú minni áhrif. 

Svo virðist einnig sem menn hafi margir hverjir gleymt því hvað þeir lærðu í líffræði í grunnskóla um áhrif CO2 á plöntuvöxt:

 6H2O + 6CO2 + ljós ? C6H12O6 + 6O2

Geir Ágústsson, 12.10.2010 kl. 10:40

31 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú ert nú bara að fara um víðan völl og gera því í skónna að fræðimenn þekki ekki til ljóstillífunar... Þetta er nú farið að verða kjánalegt hjá þér. Það eru ýmis áhrif sem CO2 hefur á plöntuvöxt og það má gera ráð fyrir að fræðimenn þekki það miklu betur en þú Geir, en svona til að koma inn á það; Mýta - Aukning CO2 í andrúmsloftinu er góð. Annars má einnig hafa í huga að þó að það sé gott fyrir framleiðni plantna í vernduðu umhverfi gróðurhússins, þá er ekki sjálfgefið að hinir ýmsu þættir sem við sjáum í náttúrunni. Miðað við þær neikvæðu afleiðingar sem fyrirsjáanlegar eru í framtíðinni vegna aukins magns CO2 í andrúmsloftinu, þá þyrfti jákvæði þáttur losunar CO2 að vera mikill. Fátt bendir til þess og margt sem spilar inn í sem lítið er vitað um, en þó telur Geir sig hafa fundið veikan punkt hjá fræðimönnunum með hjálp m.a. Wikipedia...!

Ég ráðlegg líka að þú lesir um lágmörk í sólvirkni annars staðar en bara hjá Ágústi, þá gætirðu komist að ýmsu varðandi kuldaskeiðin og þá mörgu þætti sem talin eru hafa áhrif samhliða lágmörkum í sólinni á einhverjum tímabilum. Þetta er ekki svo einfalt sem þú hyggur Geir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 10:52

32 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vantar í setninguna:

Annars má einnig hafa í huga að þó að það sé gott fyrir framleiðni plantna í vernduðu umhverfi gróðurhússins, þá er ekki sjálfgefið að hinir ýmsu þættir sem við sjáum í náttúrunni hjálpi til á sama hátt (t.d. m.a. hækkandi hitastig, þurrkar, hitabylgjur, regn eða aðrir öfgar í veðurfari)

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 10:55

33 Smámynd: Geir Ágústsson

En ef jarðeldaeldsneyti eru milljóna ára gamlar plöntuleifar, og bruni þess losar CO2 sem áður var bundið, hvað er það þá nákvæmlega í dag sem hindrar plöntur dagsins í dag í að standa sig svipað vel í að binda þetta CO2 og einfaldlega vaxa hraðar og meira?

(Þú þarft að átta þig á því Svalti, í allri þinni CO2-visku, að margar spurninga minna eru spurningar sem fólk almennt spyr sig að og undrar sig á að eru aldrei ræddar og hvers vegna það fái bara að heyra himinhrópandi heimsendafyrirsagnir sem alltaf eru um það bil að fara rætast, en rætast ekki. Afleiðing: Þessi hlýnunarumræða er víðast hvar komin ofan í skúffu.)

Geir Ágústsson, 12.10.2010 kl. 11:13

34 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er bara ekki sjálfgefið, eins og ég sagði að plöntur muni standa sig eins og þær væru í vernduðu umhverfi gróðurhúss við hækkandi styrk CO2 í andrúmsloftinu, rannsóknir benda ekki til að ýmsar afleiðingar af hækkandi styrk CO2, m.a. hækkandi hitastig, súrnun sjávar og ýmsir öfgar í veðurfari, séu jákvæðar fyrir plöntur. Annað er með þessar fyrirsagnir sem þú nefnir, ég hef nú ekki verið mikið fyrir svona fyrirsagnir og tel rangt að hengja sig í það þó einhverjir falli í þann pytt að vera með heimsendaspár (mér finnst það reyndar ekki áberandi í umræðunni, nema hjá þeim sem afneita vísindum og vilja benda á hvað hinir eru miklir bjánar..!). Ég er bjartsýnn á að með þekkingu okkar getum við minnkað afleiðingarnar það mikið að það hafi of mikil áhrif (t.d. með því að draga úr losun)...en maður veit aldrei hvað gerist við að gera ekkert eins og þú leggur til Geir...

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 11:37

35 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Að losa CO2 úr læðingi, úr plöntuleifum sem hafa myndast á tugi milljóna ára, á 100-200 árum og telja að plöntur dagsins í dag geti bundið það eins og ekkert sé - er barnalegt.

Höskuldur Búi Jónsson, 12.10.2010 kl. 12:43

36 Smámynd: Geir Ágústsson

Á hverju ári byggja Kínverjar kolaorkuver sem losa jafnmikið og allt Bretland losar á hverju ári. Sem sagt; aukning losunar í Kína er jafnmikil og heildarlosun í Bretlandi. Í stærra samhengi hlutanna skiptir því engu máli hvað Bretar losa eða losa ekki. Þeirra framlag í CO2-sarpinn fer hverfandi. 

Þetta munu Kínverjar halda áfram að gera þar til þeir treysta sér í kjarnorkuverin og/eða þar til allt Kína er jafnrafvætt og Vesturlönd í dag.

Indverjar feta svipaða slóð, að ógleymdum Rússum, Brasilíumönnum og fleirum.  Í Afríku gerist ekkert.

Þegar sá tæpi milljarður sem byggir Evrópu og Bandaríkin var að orkuvæða sig, þá þrefaldaðist CO2-magn í andrúmsloftinu (mín ágiskun).

Núna er aukning á losun CO2 per íbúa Vesturlanda stopp eða svo gott sem. Hún er á fleygiferð upp í vaxandi hagkerfinum fátækari heimshlutanna.

Þessu má gleðjast yfir. Húrra fyrir því að fátækari hlutar heimsins fái nú aðgang að rafmagni, geti þá t.d. knúið ísskápa sem minnkar sorp og sóun matvæla. 

Þessu má líka gráta yfir. Kínverjar að eyðileggja lönd og læki með sótsvörtu kolaryki, eins og Evrópubúar fyrir 200 árum síðan. Þeir læra vonandi bráðum á töfrandi hreinsunarmátt einkaeignarréttarins.

Væri ég á þeirri skoðun að minnkun á CO2-losun sé forgangsatriði, þá sé ég alveg fyrir mér að mér mundi fallast hendur. En ég er ekki á þeirri skoðun. En við getum ekki allir verið sammála. 

Geir Ágústsson, 12.10.2010 kl. 12:45

37 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þessi síðasta athugasemd þín Geir sýnir mér svart á hvítu að þú ert í afneitun varðandi vísindin. Það er nokkuð ljóst í mínum huga (sem byggt er á því sem ég hefið lesið um fræðin) að við óhefta losun CO2 þá mun það hafa afleiðingar sem erfitt er að sjá fyrir. Hitastig mun hækka og einnig sjávarstaða...en þér virðist vera fyrirmunað að sjá lausnir, sem reyndar Kínverjar hafa verið duglegir við að prófa, þeir eru byrjaðir að spá í vind-, sólar- og vatnsorku, svo eitthvað sé nefnt. Ég ætla svo sem ekki að fullyrða út í loftið (eins og sumir) um hversu mikið þetta er á núverandi tímapunkti, en einhversstaðar verður að byrja. Það er ekki eins og að við kippum öllum kolaverum úr sambandi frá degi til dags, ég geri mér grein fyrir því, hvað um þig Geir! Það verða væntanlega byggð einhver ver á næstu árum og áratugum, en með núverandi vitneskju ættum við að forgangsraða því að komast út úr því að vera háð kolum og olíu til lengri tíma. Sú þróun er hafin, þó þú hafir ekki kynnt þér það og vonandi munum við öll njóta góðs af breyttri hugsun í framtíðinni, í stað þess að sitja í sama rassfarinu vegna einhverjar lífsspeki og/eða hugmyndafræði sem ekki heldur vatni!

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 13:13

38 Smámynd: Geir Ágústsson

Það verður seint sagt að þú sért kurteis í skrifum Svatli.

Olía og gas eiga nokkra áratugi eftir. Þegar framboð byrjar að dragast óþægilega mikið saman mun verð hækka hratt og samkeppnis"orku"auðlindir verða samkeppnisfærar (sem þær eru ekki í dag).

Mannkynið hefur venjulega tekið um 100 ár í að skipta um orkugjafa (tré > kol; kol > olía; olía > kjarnorka/vatnsfall/eitthvað annað) en verður kannski eitthvað fljótar að því næst ef og þegar hentugur orkugjafi finnst sem getur komið í stað hins meðfæranlega og fljótandi jarðefnaeldsneytis.

Það gerist ekkert fyrr en markaðurinn gerir það. Ríkisniðurgreiddar aðgerðaáætlanir verða aldrei meira en fílapenslar á andliti orkuöflunar. Vittu til.

Geir Ágústsson, 12.10.2010 kl. 14:29

39 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Aðalmálið Geir, er að viðurkenna þær rannsóknir og mælingar sem vísindamenn hafa lagt fram og ekki stinga höfðinu í sandinn í afneitun. Ef það er gert, sér maður að sú aðferðafræði sem þú hefur reynt að prédika fyrir hér, þ.e. að gera ekkert, gengur ekki upp. Hvort að ein eða önnur aðferðafræði er betri til að draga úr losun hef ég ekkert sagt um, en að afneita vísindum er ekki gáfulegt að mínu mati.

Þú mátt ekki vera svona viðkvæmur Geir þó ég segi það hreint út að þin hugmyndafræði gengur ekki upp, en það hefur ekkert með þína persónu að gera. En að sjálfsögðu á að reyna að ýja að því að ég sé einhver lýður sem hef ekkert málefnalegt fram að sækja...það gerist stundum þegar fólk kemst í rökþrot Geir, hef rekist á það áður ;)

Tilvitnun í Geir: "Svatli - Úlfur, úlfur" - mjög málefnalegt eða hitt þó heldur, nei þú virðist vera komin í algert rökþrot Geir, og það fyrir löngu síðan.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 14:55

40 Smámynd: Árni Gunnarsson

Heimskapítalisminn hefur aldrei viðurkennt að hann megi trufla með ónæði á borð við að lífríki heimsins sé komið á efsta viðvörunarstig.

Hefurðu nokkuð kynnt þér súrnun hafsvæða eða hversu margar tegundir hverfi á degi hverjum Geir?

Telurðu kannski að  best sé að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og afkomendur okkar geti bara tekið sjálf á þeim vandamálum sem við skiljum eftir handa þeim vegna þess að okkur langar til að hrifsa til okkar allt sem í boði er?

Árni Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 15:34

41 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér finnst sjálfsagt að þeir sem biðja um tæki, völd og tækifæri til að hrófla við samfélagi manna með einhver ákveðin og "göfug" eða "vísindaleg" markmið séu þeir sem þurfi að sannfæra aðra um málstað sinn, en ekki að venjulegt fólk sé í eilífri varnarbaráttu einfaldlega til þess að mega fá að vera í friði.

Svatli, það vantar ekki gögnin, skýrslurnar og módelin, og það getur vel verið að allt tali á einu máli og að andmælaraddir séu með höfuð í sand, rökþrota eða hvað þú vilt kalla það. En það er þitt að sannfæra almenning um að breyta lífsstíl sínum, en ekki almennings að verjast þeim sem vilja breytta lífshætti almennings. Þú ert, með réttu, í erfiðri sókn við þrjóskan almenning, og það er sennilega hollt fyrir sálarró þína að sætta þig við það og að það sé á brattan að sækja, hjá þér.

Persónulega vil ég sannfæra alla um að leggja niður seðlabankann og gefa peningaútgáfu frjálsa. En þar er á brattann að sækja þótt öll gögn, skýrslur, rannsóknir og rök séu á einu máli - mínu máli. 

Geir Ágústsson, 12.10.2010 kl. 16:19

42 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég reyni bara að koma á framfæri því sem vísindin hafa um málið að segja og stundum segi ég frá þeim rökleysum sem hafðar eru uppi af þeim sem vilja hafa höfuðið í sandinum (það virðist t.d. pirra suma). Ég tel mig nú ekki almennt vera upp á móti þrjóskum almenningi, þó finna megi einhverja mjög þrjóska inn á milli :)

En ég tek áskoruninni um að koma sjónarmiðum vísindanna á framfæri...ekki liggur á mér og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af minni sálarró :D

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 16:28

43 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Sammála þér um fátæktina, þið frjálshyggjumenn eru að verða sannir arftakar Einars og Lúðvíks.

Þið hafið kjark að tala gegn hagsmunum auðmanna, þið hafið kjark til að vera á móti AGS, þið hafið kjark til að hafna fjárkúgunum vestrænna stórþjóða, og þið hafið manndóm að krefja stjórnvöld um að fólk haldi heimilum sínum.

Ofsalega hafið þið breyst mikið frá því að Sveinn Andri var ykkar ekki fallega andlit út á við, hvort sem það var með réttu eða röngu.

E mig langar að vekja athygli þína á tvennu.

Spáðu aðeins í hverjar eru afleiðingar mikilla áskorana??? Hugsaðu til dæmis allar tækniframfarirnar sem hafa fylgt geimvæðingu Bandaríkjamanna, og ný tækni elur af sér hagvöxt.

Og hefur þú spáð í hvað er gott að vera laus við Saudana????  Og í ljósi þess að olían er hvort sem er á útleið, hví ekki að flýta því ferli aðeins.

Af hverju að láta hagsmuni Exxon alltaf ganga fyrir???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2010 kl. 07:45

44 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Láta hagsmuni Exxon ganga fyrir hverju/hverjum? Hagsmunum alríkisstjórnarinnar í Bandaríkjunum? Hagsmunum hóps sérfræðinga sem er vissulega og einlæglega hræddur um framtíð loftslagsins og vill gjarnan koma á einhvers konar "breytingum" á lífsstíl og hugarfari annars fólks, með góðu eða illu? 

Geir Ágústsson, 13.10.2010 kl. 08:12

45 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ætli Ómar sé ekki að hugsa um almenning, þ.e. þá sem þurfa að búa hér á Jörðinni. Geir, ertu að verja Exxon og þeirra hagsmuni, og ef svo er, tilhvers?

Það er einnig rökvilla í þessu hjá þér þegar þú talar um einlæga hrædda sérfræðinga (sem vilja þvinga fólk samkvæmt þínum rökum), sem þú setur fram í einskonar yfirlætistón... Málið er að mælingar sýna hvað er í gangi og sérfræðingarnir segja frá því og hvaða lausnir eru til taks, engin hræðsla þar heldur raunsætt mat á stöðunni. Hvað geta þeir í raun annað gert? Ég fer að halda að þú sért hræddur við það sem sérfræðingar segja og haldir að með því að lifa í afneitun þá hverfi loftslagsvandinn...

Hitt er svo annað mál að lífið er breytingum háð og breytingar í lífsstíl þurfa ekki sjálfkrafa að þýða djöful og dauða eins og þú virðist lesa út úr því.

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.10.2010 kl. 08:41

46 Smámynd: Geir Ágústsson

Svatli,

Þú ert hræddur við eitthvað tiltekið. Ég er hræddur við eitthvað annað tiltekið. 

Þú þarft að sætta þig við eftirfarandi möguleika:

  • Þú færð mann í heimsókn
  • Þú færð allan þann tíma sem þú þarft til að útskýra allt varðandi loftslagsbreytingar sem þér finnst skipta máli
  • Þú fullvissar þig um að hann skilji það sem þú ert að segja, að hann sjái það sem þú sjáir, og sé ekki ómeðvitaður um neitt sem þér finnst skipta máli
  • Þú fullvissar þig um að allar hans mótbárur eru rökvilla, rökþrot og hreinn og beinn útúrsnúningur, og fullvissar þig um að hann skilji það og samþykki af heilum og sáttum hug
  • Þú sjáir hann labba út og í engu breyta viðhorfi sínu til lífsstíls síns

Viðbrögð þín geta þá verið á ýmsa vegu:

  • Þú sættir þig við að þetta sé hann frjálsi vilji, og þú þurfir að kyngja þeirri pillu að þarna sé maður að leggja framtíð Jarðar að veði til að halda þægindum sínum, en heldur áfram að fræða aðra og vonar að það gangi betur næst
  • Þú sigar á hann ríkisvaldinu og þvingar kostnað á lífsstíl hans upp með sköttum, auk þess að banna honum hitt og þetta

Mig grunar að þú sért af því sauðahúsi sem

  • Getir mjög illa sætt þig við að fólk hafi annað viðhorf en þú til "aðgerða" vegna loftslagsbreytina (til dæmis því viðhorfi að bíða og sjá hvað setur frekar en að taka "just in case" nálgunina á jarðefnaeldsneytisþorsta mannkyns)
  • Sért frekar hlynntari því en ekki að ríkisvaldið komi að málum hérna til að aðstoða við málstað þinn með einum hætti eða öðrum (vinsamlegast leiðréttu mig ef mér skjátlast)

Ég er ekki að verja Exxon per say, en minni á að Exxon gerir ekki annað en að færa kúnnum varning sem þeir óska eftir. Eins og grænmetisbóndinn sem fer á útimarkað með radísurnar sínar. 

Geir Ágústsson, 13.10.2010 kl. 09:09

47 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Merkileg persónugreining hjá þér Geir, en kolröng. Ég er t.d. ekki af því "sauðahúsi" að sætta mig illa við að fólk hafi önnur viðhorf en ég, þú mátt gjarnan hafa önnur viðhorf en ég og allir aðrir ef út í það er farið. En mér leiðast rangfærslur sem byggja á fullyrðingum og staðhæfingum sem ekki standast nánari skoðun.

Annars finnst mér merkilegt að maður sem telur sig mega halda fram sínum skoðun (sem þú mátt alveg mín vegna) hverjar sem þær nú eru eða á hverju sem þær byggjast, verði bara súr þegar bent er á augljósar villur í málflutningnum... Svo er bara farið í sálfræðigreiningar (ertu sálfræðimenntaður?) sem byggja á einhverjum hugarórum um það hverjar persónulegar skoðanir mínar (í þessu tilfelli) eru. Slepptu bara sálfræðigreiningunni...það kemur hvort eð er bara tómt bull út úr henni...

PS. Ég hef ekki verið að koma fram með neinar hugmyndir hér um að ríkisvaldið verði að koma nálægt málum, en ég hef heldur ekki útilokað að það geti verið ein af lausnum. Væntanlega væri best að þurfa þess ekki, en þegar einhverjir reyna að verja t.d. Exxon og telja að það sé best að "Gera 'ekkert'" þá fer maður að spá í hvaða leiðir séu í raun færar...ég persónulega veit það ekki, en ég veit að rannsóknir sýna að vandamálið er raunverulegt, þ.a.l. tel ég að lausnirnar þurfi líka að vera raunverulegar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.10.2010 kl. 09:31

48 Smámynd: Geir Ágústsson

Svatli,

Hefur þú eitthvað á móti Exxon?

Hvaða "raunverulegu lausnir" hefur þú í huga, í ljósi þess að  "einhverjir [ég?] reyna að verja t.d. Exxon og telja að það sé best að "Gera 'ekkert'"?

Geir Ágústsson, 13.10.2010 kl. 10:12

49 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geir:

Exxon stundar náttúrulega bara viðskipti, en þeir hafa komið að því að fjármagna svokallaða "efasemdarmenn", nokkuð mikið og það tel ég þeim ekki til tekna. Ef þeir myndu halda sér við viðskiptin en ekki reyna að ýja að því (beint eða óbeint) að rannsóknir loftslagsvísindamanna standist ekki skoðun, þá hefði ég ekkert við fyrirtækið að athuga, enda er þeirra aðalvara (olían) fullkomlega lögleg í viðskiptum...

Það eru fjöldi lausni uppi og tel ég ekki að ég þurfi að ræða mínar hugmyndir um það hér, enda er það ekki til umræðu. Það sem er til umræðu er þín nálgun "Gera 'ekkert'". En raunverulegar lausnir eru í raun mótsetning þess að "Gera 'ekkert'" eins og þú leggur upp með hér í þessum þræði Geir. Ætli mitt aðal innlegg í þessi mál á þessari stundu er að taka þátt í umræðunni og kannski opnar það í einhverjum tilfellum huga fólks, þó ekki væri annað.

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.10.2010 kl. 10:29

50 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Ég var svona að hluta til sýna þekkingu í fræðunum.  Friedman var jú sá maður sem vakti athygli á því að ef maður vissi hver borgaði hádegisverðinn, þá vissi maður fyrir hvern viðkomandi ynni.  Ekki hlusta á orðavaðalinn, spurðu bara hver borgar.

En ég skal viðurkenna að ég áttaði mig ekki á tengslunum milli hugveitna ykkar frjálshyggjumanna og kostunaraðila fyrr en einhver sagði mér skýringuna ( í blaðagrein ) á því af hverju Rumsfeld hefði strax tengt Írak við árásirnar á tvíburaturnanna.  Rumsfeld er gáfaður maður og  því hlaut eitthvað annarlegt að búa að baki.  Skýringin var að í fyrra Persaflóastríðinu þá hafði ný tegund hernaðar verið rekin, herinn fékk aðeins lítinn hluta útgjaldanna, restin fór til þjónustuaðila og þar voru fyrirtæki eins og Harlington í fararbroddi.  Yfirlýsingin væri því hagsmunapólitík, bæði Cheney og Rumsfeld borðuðu frítt í boði þess fyrirtækis.  

Púsluspilið féll svo alveg saman þegar hið ágætasta fólk kom í 60 mínútur og vildi fara í stríð við Saddam því hann væri á bak við hryðjuverkasamtök Osama og á Íslandi skrifaði töluverður hópur ungs fólks greinar í Morgunblaðið og áréttaði þessi tengsl Saddams.

Það gat aðeins verið ein skýring, og hún var tengd nokkrum þekktum hugveitum ykkar frjálshyggjumanna, uppspretta upplýsinganna hlaut að koma frá sama aðilanum.  Og stríðsþjónustufyrirtækin gáfu þeim að éta.  Og þeir sem lesa ekkert annað en áróður sinna manna, þeir til dæmis trúa sögufölsunum, til dæmis vissu allir að Saddam var höfuðóvinur Íslamaista númer eitt í Miðausturlöndum og að helstu bandamenn Bandaríkjamanna þar, Saudar voru hins vegar styrktaraðilar þeirra. 

Mér hefur alltaf verið frekar í nöp við Saudana eftir árásirnar á turnanna sem og þær á Spáni og í London.   Það er alveg næg ástæða til að olíunni verði lagt að losna við eitur þeirra úr heiminum.   En það er víst ekki efnið.

En svo við höldum okkur við efnið, þá er víst máttur kostunaraðila mikill, það liggur í eðli þeirra.  Og þeir sem sækja hugmyndafræði sína í svipaðar uppsprettur, þeir eiga það til að endurvarpa hagsmunum þó þeir sjálfir telji sig tala af bestu sannfæringu.

Þá erum við komnir að frægum stjórnarfundi Exxon sem haldinn var fyrir nokkrum árum.  Fundagerðir hans hafa lekið út, einhver hafði ekki alveg samvisku gagnvart þessum kaldrifjuðu miðaldra köllum sem hugsa í krónum og aurum.  En þar var tekin sú meðvitaða afstaða að veðja á olíuvinnslu og til að tryggja hagsmuni sína þá ákvað stjórnarfundurinn að setja pening í að hafa meðvituð áhrif á umræðuna og nota hana sem bakhjarl þess að hafa áhrif á stjórnvöld í Washington um ívilnanir og undanþágur á umhverfiskröfum.  Mig minnir að olíusvæðin í Alaska hafi verið í skotlínunni.

En ég sver að það var hvergi minnst á að hafa áhrif á umræðuna á Íslandi.  En vegir upplýsingaflæðisins er órannsakanlegir og eftir stendur stóra spurningin Geir um hver væri afstaða ykkar frjálshyggjumanna til umhverfishlýnunar ef stjórnarfundurinn hefði ákveðið að veðja á tækninýjungar í umhverfisvænum orkugjöfum, sem út af fyrir sig mun gerast fyrr en síðar, sem vaxtarhvata fyrirtækisins, og í stað þess að lobba fyrir undanþágum þá hefðu þeir lobbað fyrir notkun á umhverfisvænum afurðum fyrirtækisins auk styrkja og framlaga í rannsóknir

Því þá hefðu hugveitur ykkar dreift öðru efni því þetta snýst jú alltaf um hver borgar hádegisverðinn.

En þetta er langt mál til að útskýra Exxon tengingu mína, ég setti hana kannski inn sem smá stríðni.  Svona til að dreifa athyglinni frá hrósi mínu sem mér er full alvara með.

Punktur eftir Gunnlaug og nýja greinin hans þar sem hann hafði kjark til að tala hagsmuni almennings gagnvart bönkunum af bæði viti og skynsemi er dæmi um skrif sem ég hefði búist við frá fyrrum samherjum mínum í pólitík, en ekki frá fyrrum andstæðingum.

Og ég held að Einar Olgeirsson hefði frekar talið ykkur arftaka sína en VG sé miðað við pólitík síðustu 2 ára.  Litli maðurinn hefur allavega átt meira skjól hjá ykkur en hinum formlegu arftökum hans.

Hver segir svo að heimurinn sé ekki á hverfandi hveli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2010 kl. 16:32

51 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Þakka hugleiðingar þínar.

Hugmynd:

 The remedy against air pollution is therefore crystal clear, and it has nothing to do with multibillion-dollar palliative government programs at the expense of the taxpayers which do not even meet the real issue. The remedy is simply for the courts to return to their function of defending person and property rights against invasion, and therefore to enjoin anyone from injecting pollutants into the air.

Tilvitnun héðan.

Geir Ágústsson, 13.10.2010 kl. 17:35

52 Smámynd: Ómar Geirsson

He, he, kom vel á vondan.

Læt mér duga endursögn Bjarna Ólafs, en ef ég sé ykkur fara fremsta í flokki byltingarmanna, þá skal ég lesa mér til um austurríska skólann, og ég veit að hann er ekki kostaður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2010 kl. 20:17

53 Smámynd: Geir Ágústsson

Ómar,

Allt er kostað, annaðhvort með framlögum í tíma eða framlögum í fé. 

Dæmi um frjáls framlög.

Dæmi um ófrjáls framlög.

(Núna verður Svatli hundfúll út í mig.)

Geir Ágústsson, 13.10.2010 kl. 20:47

54 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, það étur enginn frítt.

kveðja.

Ómar Geirsson, 13.10.2010 kl. 22:27

55 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Merkilegt þetta Ludwig von Mises Institute sem þú ert að benda á Geir:

The Ludwig von Mises Institute describes itself as "the research and educational center of classical liberalism, libertarian political theory, and the Austrian School of economics".

The Mises Institute "works to advance the Austrian School of economics and the Misesian tradition, and, in application, defends the market economy, private property, sound money, and peaceful international relations, while opposing government intervention as economically and socially destructive."

Þetta virðist fyrst og fremst byggjast á að verja ákveðna pólitíska hugmyndafræði, sem byggist upp á pólitískri nálgun. Mér þætti fróðlegra ef þessi pólitíska hugmyndafræði myndi reyna að koma vísindalegri nálgun inn í fræðin einnig, t.d. með því að viðurkenna að loftslagsvísindin geti haft eitthvað til síns máls og þá um leið nota þessa pólitísku nálgun sína til að reyna að benda á lausnir sem eru þóknanlegar að þeirra viti... En það er kannski ekki með í hugmyndafræðinni að til séu vandamál tengd notkun manna á auðlindum heimsins, sem þarf að leysa á einhvern hátt...eða hvað?

Hér er smá almennt um "Þanka tanka" (e. Think Tanks):

http://sourcewatch.org/index.php?title=Think_tanks

Og svo smá um Ludwig von Mises Institute, sem var einmitt á listanum yfir "Þanka tankana":

http://sourcewatch.org/index.php?title=Ludwig_von_Mises_Institute

PS. :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.10.2010 kl. 22:47

56 Smámynd: Geir Ágústsson

Svatli,

Frjálshyggjan (í meðförum manna eins og M. Rothbard, W. Block, Hoppe og fleiri Ludwig von Mises Institute manna) boðar það sama hvað varðar loftmengun og beina líkamlega árás: Ef einhver finnst á sig ráðist og að sú árás valdi beinum efnislegum eða líkamlegum skaða á eign eða líkama viðkomandi, þá ber honum að sækja árásaraðilann (t.d. mengarann) til saka og sýna, svo ekki sé um villst (í lagalegum skilningi hugtaksins), fram á orsakasamhengi árásar og skaða. Og vitaskuld krefjast bóta fyrir skemmdirnar og að árásinni sé hætt.

Raunar gerðu dómstólarnir þetta ljómandi vel á fyrstu dögum iðnbyltingarinnar t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum, en pólitísk pressa olli því að smám saman viku eignaréttindi almennra borgara fyrir "samfélagslegri nauðsyn" þess að leyfa stórum strompum að spýja sóti og ryki yfir allt í nágrenni sínu, bótalaust. 

PS. Á sourcewatch segir að forseti LvM stofnunarinnar sé L. Rockwell - það er úrelt infó. Í dag er forsetinn Doug French (nenni ekki að laga sjálfur) 

Geir Ágústsson, 14.10.2010 kl. 08:36

57 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geir:

Vandamálið við þá nálgun í sambandi við losun á CO2 (og öðrum gróðurhúsalofttegundum), að alls staðar þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis fer fram, hvort sem um er að ræða iðnaðarframleiðslu, umferð almennings eða fyrirtækja, flugumferð, skipaflutninga o.s.frv verður losun á gróðurhúsalofftegundum. Það er ómögulegt að fara í mál við svona heild (og af hvaða aðilum?) út af losun gróðurhúsalofttegunda sem hafa í raun ekki sjáanlega áhrif frá einum degi til annars, heldur gerist breytingin (hækkun hitastigs) yfir lengri tíma. S.s. mengarinn er óljós (allir) og sá sem á hagsmuna að gæta (allir) er heldur ekki augljóslega einn aðili. Á sínum tíma þegar frjálshyggjan (í meðförum þessara manna sem þú nefnir) var að boða þessa sýn sína, þá var mengunarvaldurinn og þolandinn augljós (allavega fyrir dómsstólum), en í dag lítur málið einfaldlega öðruvísi út, þ.e. m.t.t. losunar gróðurhúsalofttegunda.

Það er því spurning hvort frjálshyggjan þarf ekki að endurmeta þetta, þar sem eignaréttindi tjónþolans eru t.d. mjög óljós...ekki síður en hluti þess sem veldur. Kerfið gengur því ekki upp í dag, þó svo hugsanlega hafi það gert það að einhverju leiti áður.

Það má líta svo á að losunin sé einskonar ytri kostnaður (e. externality) sem þeir sem losa þurfa að borga á einhvern hátt eða taka nýja tækni í notkun ella. Það gengur ekki í þessu tilfelli að við bíðum eftir skaðanum (þegar það liggur fyrir að rannsóknir benda til orsaka og afleiðinga) til að geta farið í mál við einhvern af einhverjum öðrum, sem engin veit hverjir eru og jafnvel löngu eftir að losunin (orsökin) átti sér stað.

Þannig að mínu viti þá gengur þessi hugmyndafræði ekki upp í þessu tilfelli. En ef þessi frjálshyggja sem þú nefnir þarna tekur þann pólinn í hæðina að afneita vísindunum og neitar að taka þátt í að finna lausnir sem hugsanlega henta þeirra hugmyndafræði, þá endar með því að þeir geta ekki verið með í þeirri umræðu. S.s. best væri fyrir hugmyndafræðina (frjálshyggjuna) að reyna að taka þátt í að leita lausna, í stað þess að stinga höfðinu í sandinn varðandi loftslagsvandann.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 09:31

58 Smámynd: Geir Ágústsson

Svatli,

Margir frjálshyggjumenn hafa fjallað um loftslagsmál og fjallað um það hvernig "baráttan gegn losun CO2" getur samrýmst þeirri grundvallarskoðun að ekki megi ráðast á einstaklinga og eignir þeirra nema í sjálfsvörn gegn beinni og sannanlegri árás. 

En þar með er ekki öll sagan sögð.

Í tilviki almennrar loftmengunar sem margir taka þátt í að skapa, t.d. vegna bílaumferðar á hraðbraut, hefur eftirfarandi til dæmis verið lagt til (úr hinni frábæru grein Law, Property Rights and Air Pollution):

In a libertarian society, the roads would be privately owned. This means that the auto emissions would be emanating from the road of the road owner into the lungs or airspace of other citizens, so that the road owner would be liable for pollution damage to the surrounding inhabitants. Suing the road owner is much more feasible than suing each individual car owner for the minute amount of pollutants he might be responsible for. In order to protect himself from these suits, or even from possible injunctions, the road owner would then have the economic incentive to issue anti-pollution regulations for all cars that wish to ride on his road. Once again, as in other cases of the "tragedy of the commons," private ownership of the resource can solve many "externality" problems.

En með þessu er samt engan veginn verið að draga úr kröfu á ákærendum (þolendum mengunar) á sönnunarbyrði "beyond a reasonable doubt".

Þeir sem hafa áhyggjur af afleiðingum CO2-losunar ættu e.t.v. að hugleiða leiðir frjálshyggjumanna og berjast fyrir;

1) Einkavæðingu á hverjum einasta fermetar jarðar, þar með talið vegakerfinu og iðnaðarsvæðum

2) Berjast fyrir því að dómstólar taki enn á ný upp hanskann fyrir eigendur og þolendur mengunar og láti ekki hugtök eins og "samfélagsleg nauðsyn mengunar" víkja sér af leið

...og draga stóra CO2-losendur fyrir dómstóla, og láta reyna á "beyond reasonable doubt" kröfu réttarkerfisins þegar kemur að loftslagsvísindum og spádómum þeirra. 

Hinn möguleikinn, og sá sem ég hræðist meira en margt annað, er að auka vald hins opinbera til muna og gefa því lausan tauminn að hjóla í brennendur jarðefnaeldsneytis af fullum krafti. En þótt slíkt hljómi "effective" þá eru hætturnar við það margar og hugsanlega hræðilegar. 

Geir Ágústsson, 14.10.2010 kl. 10:42

59 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geir:

Ég skal svo sem ekki segja um það hvort hægt er að draga einstaka losendur út úr og reyna að dæma þá fyrir hugsanlegan (orðin?) skaða vegna losunar. Ég tel að það mál gæti orðið mjög torsótt þar sem að jafnvel stærstu einstöku losendur eru dropi í hafið, miðað við heildina. Þ.a.l. gæti málþófið orðið til einskis... Mér sýnist þ.a.l. að hugmyndafræðin eins og þú setur hana upp þarna ekki ganga upp.

Hitt er svo annað mál að þetta "scenario" sem þú setur upp um vald hins opinbera til að hjóla í losendur gróðurhúsalofttegunda er ekki endilega sá raunveruleiki sem þarf að vera, ég skil reyndar ekki hvernig þú færð það út per se. Líkist meira einhverjum sögum sem frjálshyggjan telur sér trú um til að sannfæra sjálfa sig um að það þurfi að einkavæða hvern fermetra... T.d. hefur Cap n' Trade verið notað í Bandaríkjunum áður til að draga úr losun efna sem valda súru regni vegna losunar brennisteinsdíoxíðs frá verksmiðjum og orkuverum, með góðum árangri. Þetta er einskonar markaðsnálgun, sem lesa má um t.d. hér; Hvað er Cap and Trade?.

En þetta myndi að sjálfsögðu þýða að það þurfa að vera einhverjar reglur um losunina, ekki er frjálshyggjan alveg afhuga því að hafa reglur um eitthvað, er það? En fyrsta skrefið er náttúrulega að viðurkenna vandamálið (þar með vísindalegar rannsóknir) og þá líka að það verði að gera eitthvað (sem er í eðli sínu mótsögn þess að 'Gera ekkert').

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 11:14

60 Smámynd: Geir Ágústsson

Svatli,

Ég geri mér fulla grein fyrir því að vel rýnd og útreiknuð módel spá ýmsu miður góðu fyrir og skal meira að segja setja öll spurningamerki við þau módel til hliðar og spyr: Réttlætir það "dempun" á einkaeignarréttinum til að auka svigrúm hins opinbera? 

Geir Ágústsson, 14.10.2010 kl. 15:48

61 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geir, nokkrar vangaveltur:

Hvað finnst þér t.d. um Cap and Trade? - Er það í þínum augum "dempun" á einkaeingarréttinum að borgar fyrir (eða ella nýta aðra tækni) til að fá að losa mengun (losun á CO2 í þessu tilfelli) einhversstaðar? Og er einkaeignarétturinn orðin það mikill að andrúmsloftið (sem varla getur fallið undir einkaeignarréttinn) sé verðlaus "hola" sem tekur við öllu sem við viljum losa okkur við..? Ef andrúmsloftið fellur ekki undir einkaeignarréttinn, þá getur það ekki verið annað en sameiginleg eign, eða hvað..? Og hvernig eigum við þá að taka því að losun á gróðurhúsalofttegundum geti valdið breytingum á loftslagi (með hækkandi hitastigi)? Þær breytingar ná ekki bara til einhvers sem að við getum skilgreint undir einkaeignarréttinn... Hvað með t.d. vistkerfi, ekki geta þau fallið undir einkaeignarrétt sem slík? Vistkerfum er hætt við breytingum við breytt loftslag, ber þá engin ábyrgð og þar sem þar er engin eigandi á þeim sem heild heldur? Og að lokum eru engin takmörk fyrir því hvar einkaeignarrétturinn getur náð yfir í þínum augum?

Bara smá vangaveltur fyrir þig. Persónulega þá finnst mér að allir hópar, hvort sem að það eru frjálshyggjumenn eða aðrir þurfi að velta fyrir sér spurningum um lausnir varðandi loftslagsmálin. Við getum ekki bara hunsað einn part vísindanna (sem fellur ekki að hugmyndafræðinni) og vonað hið besta og "Gera 'ekkert'".

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 17:52

62 Smámynd: Geir Ágústsson

Svatli,

Andrúmsloftið fellur vissulega undir einkaeignarréttinn á svipaðan hátt og rennandi vatn gerir það: Ef ég á eign, sem er umlukin ákveðinni náttúru, og þú kemur inn á næstu landareign og veldur eyðileggjandi breytingum á þeirri náttúru svo eignir mínir taki skaða af því (eða ég sjálfur), þá get ég með réttu sótt þig til saka fyrir eignaspjöll.

Vistkerfum er hætt við breytingum á öllu mögulegu, þar með talið breyttu veðurfari/loftslagi. En það er ekkert sérstakt vandamál nema í fjarveru einkaeignarréttarins.

Loftslagsmálin eru í eðli sínu bara stór breyting á veðurfari, rétt eins og ég mundi byggja risastóran skjöl sem tæki allt sólarljós frá gulrótarrækt þinni. Fyrir dómstól þyrfti að sýna fram á að breytingar á því séu vegna einhverra ákveðinna aðgerða tiltekinna aðila, sem eru þá ábyrgir fyrir eignaspjöllum sem af þeim geta eða hafa hlotist. Það að þau séu stærri og taki til miklu fleiri aðila breytir í eðli sínu engu. Um er að ræða stigsmun, en ekki eðlismun. 

Cap and Trade er tilraun skriffinna til að herma eftir aðhaldi einkaeignarréttarins, án þess að beinlínis hafa einkaeignarrétt. Þetta útskýrir Rothbard svo ljómandi vel í ritgerð sinni Law, Property Rights and Air Pollution.

Hvorki stríð ríkisstjórna á milli né loftsteinn að nálgast jörðina "réttlæta" skerðingu á einkaeignarréttinum. Það að ríkisstjórnir nýti slík "tækifæri" til að skerða hann er bara pólitískur raunveruleiki, en ekki réttlæting. 

Geir Ágústsson, 15.10.2010 kl. 08:44

63 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geir:

Ég veit ekki hvort þú áttar þig á því hversu langt úti það er að andrúmsloftið sé einkaeign, hvar stoppar sú eign eiginlega? Þyrftir þú þá ekki að geta komið í veg fyrir blöndun "þíns" andrúmsloft við "annarra" manna andrúmsloft???

Ef andrúmsloftið er einkaeign og ég á lóð á jörðu niðri, get ég þá stoppað flugumferð í "mínu" andrúmslofti, svo dæmi sé tekið...samkvæmt þínum "rökum" hlýtur það að vera???

Málið er að þessi einkaeignarréttur eins og þú sérð hann er of vítt skilgreindur og það gengur ekki upp að ekki sé hægt að taka á vandamálum á sameiginlegan hátt vegna þess að allir telji sig ekki þurfa að taka þátt vegna eigin hagsmuna.

Ég er sammála þér í því að ekki eigi að skerða löglegan einkaeignarétt manna að ósekju, en ég tel ekki að hægt sé að segja að hann sé ótakmarkaður við sameiginlegan rétt manna til andrúmslofttsins og gefi þar með ótakmarkaðan rétt til að menga bara af því að hægt er að fara í mál eftirá (ef hægt yrði að "sanna" spjöllinn).

Að mínu mati, er hægri öfga frjálshyggja jafn kjánaleg og öfgar kommunistakerfisins. Það er til einhver millivegur í þessu og við virðumst vera í raunveruleika sem er einhver nálgun við þann milliveg. Hvort það er akkúrat sá vegur sem allir vilja eru áhöld uppi um, en það eru samt væntanlega mjög fáir sem telja að einkaeignarrétturinn eigi við um allt andrúmsloftið eins og þú færir rök fyrir Geir. Raunveruleikinn er einnig sá að vísindamenn eru sammála um að loftslagsvandinn er raunverulegur og að það þurfi að taka á honum. Ef frjálshyggjan (eða allavega hluti hennar) ákveður á forsendum eiginhagsmuna að stimpla sig út úr umræðu um lausnir og ákveður að vilja "gera 'ekkert'", þá það, það eru væntanlega ekki svo margir hvort sem er, sem fylgja svona öfga skilgreiningum á einkaeignarrétti sem ná til hvers rúmmetra lofts...þegar vel er að gáð.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 09:12

64 Smámynd: Geir Ágústsson

"That a fact is deemed true by the majority does not prove its truth."
- Ludwig von Mises, Omnipotent Government

Geir Ágústsson, 15.10.2010 kl. 10:17

65 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geir:

Er frjálshyggjan farin að vitna í sjálfa sig núna... reyndar getur þetta líka átt við um nálgun þína, hún verður ekki réttari þó þú (eða annar minnihlutahópur) haldir því fram :)

En mælingar og rannsóknir sem gerðar eru með vísindalegum aðferðum frá mörgum ólíkum áttum gefa okkur mjög góða vísbendingu um orsakir og afleiðingar af losun gróðurhúsalofttegunda. Afneitun á þessum mælingum og rannsóknum er frjálshyggjunni ekki til framdráttar í mínum huga. Held reyndar að það séu til margir frjálshyggjumenn sem eru gjörsamlega ósammála því að afneita vísindarannsóknum og þeirri nálgun að vilja "gera 'ekkert'" varðandi loftslagsvandann...enda kjánaleg afstaða að vilja ekki taka þátt í umræðunni út af hagsmunaárekstrum við hugmyndafræðina...

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 10:32

66 Smámynd: Geir Ágústsson

Svatli,

Nema einhver sé að leggja til rýrnun á einkaeignarréttinum þá eru engar mótsagnir á ferðinni. Mannkynið hefur enda mun betri reynslu af því að tækla umhverfisvandamál með því að gera sem flesta að vernandi eigendum í stað þess að gera fáa að risastórum gæslumönnum. Munurinn á þessu er eins og munurinn á laufblaðaflóru Vestur- og Austur-Þýskalands. 

Geir Ágústsson, 15.10.2010 kl. 12:44

67 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geir:

Ef frjálshyggjumenn (ekki allir þó) telja að "gera 'ekkert'" sé lausnin, þá gerist ekkert við það eitt að "allir" (sem er tálsýn) eigi sinn hlut (einkaeignarétturinn). En þú virðist ekki ætla að svara því frekar hvernig einkaeignarrétturinn á að andrúmsloftinu og hinum mjög óljósu skilum á milli hinna ýmsu eigenda andrúmsloftsins eiga að vera...nema að þeir geti þá farið á mál við hvorn annan sé þitt svar...

Annars ertu kominn langt út fyrir efnið í þessari vafasömu hugmyndafræði þinni. Staðreyndin er sú að mælingar og rannsóknir vísindamanna benda til þess að gróðurhúsalofttegundir hafi áhrif á hitastig í heiminum og þar með loftslag. Það þarf að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og alveg sama hversu mikið þú reynir að færa rök fyrir hagsmunum frjálshyggjunar og eignarrétti á andrúmsloftinu, þá verður staðreyndin enn sú að gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á hitastig í heiminum. Og þín nálgun, sem er "gera 'ekkert'" gengur ekki enn upp. Ég á mjög erfitt með að sjá þessa góðu reynslu eiginhagsmuna og ótakmarkaðs eignarétts ganga upp til að taka á umhverfismálum...

PS. Það er líka mótsögn og rökvilla í því hjá þér að segja að eignarétturinn per se "tækli" umhverfisvandamál og á sama tíma að segja að best sé að "gera 'ekkert'"...

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 13:08

68 Smámynd: Geir Ágústsson

Svatli,

Það er engin mótsögn í því að einkaeignarréttur og útbreiðsla hans hefur jákvæð áhrif á umhverfið. Í stuttu máli: "Societies with strong property rights allow parties to protect their property, develop it, trade it, or give it away. They enjoy greater prosperity and freedom than societies that impose many restrictions on property or suffer from a lack of clarity in rules."

Mjög margt bendir til að bruni jarðefnaeldsneyta sé mannkyninu mikil búbót, hagsmunabót og kjarabót langt umfram þess að sleppa því að brenna jarðefnaeldsneyti. Hvort sem það veldur súrnin hér, grænkun þar, hlýnun hér og kólnun þar. 

Sönnun: Lífskjör þess hluta mannkyns sem brennir vs. þess hluta sem brennir ekki.

Ég veit að þetta fer óstjórnlega í taugarnar á þér, og þá sérstaklega að 99% Vesturlanda-íbúa er ekki tilbúinn að breyta lífsstíl sínum þótt margir tali á annan hátt. Það fer líka í taugarnar á þér að það taki ekki allir módelin, útreikningana og "hard evidence" loftslagsvísindana nægilega alvarlega til að bregðast við með einhverjum hætti. Og ég veit að á einhverjum tímapunkti rennur þolinmæði þín út.

Sjálfur hef ég tröllatrú á því að mannkynið leysi sín vandamál í sátt og sameiningu, að því gefnu að menn eigi "hlutabréf" í því samkomulagi í formi eigna sinna, í stað þess að sjá eignir sínar gerðast upptækar að hluta til eða öllu leyti til að vernda fólkið sjálft gegn því sjálfu. "Úrelt" hugmyndafræði? Kannski. En réttlát er hún. 

Geir Ágústsson, 15.10.2010 kl. 14:43

69 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geir:

Nokkrar athugasemdir:

Í fyrsta lagi þá tel ég það rangt að útbreiðsla óhefts einkaréttar sem nær til hvers rúmmetra af andrúmslofti hafi jákvæð áhrif á umhverfið, þetta er rökvilla og einnig mótsögn við þína ályktun að "gera 'ekkert'" við vandanum. Btw. eins og áður hefur komið fram, þá hef ég ekkert á móti eignarrétti fólks, hef aldrei sagt neitt um það...en hann nær ekki yfir andrúmsloftið, svo dæmi sé tekið.

Í öðru lagi, þá er "sönnun" þess sem liggur fyrir í sögunni, s.s. að þær þjóðir sem hafa brennt jarðefnaeldsneyti óheft og grætt á því, ekki neinn vitnisburður um framtíðina eða að gróðurhúsalofttegundir hafi ekki áhrif á hitastig svo dæmi sé tekið...rökvilla. Það eru t.d. ekki allar hugsanlegar afleiðingar hlýnunar jákvæðar, eins og þessi rökvilla virðist gera ráð fyrir hjá þér Geir.

Númer 3; þarna misskilurðu algerlega mína persónu, ekki í fyrsta skiptið svo sem :) Ég hef tiltölulega gaman af því að koma fram með mín rök :D Mér finnst að þessi sjálfgerða og ranga persónugreining þín á mér, ekki vera sérstaklega góð rök fyrir neinu hjá þér - þannig að það er rökvilla hjá þér. Btw. Þolinmæði mín er mikil ;)

Númer 4. Ég er sammála þér í því að við munum finna lausnir í sameiningu. En þær lausnir munu að mínu mati ekki byggjast á því að "gera 'ekkert'" eða með þvi að hunsa fræðin eins og þú virðist halda - enn ein rökvilla hjá þér.

Númer 5; Hver er að tala um að gera eignir upptækar...? Held að þetta sé einhver hryllingssaga sem öfga frjálshyggjan telur sjálfum sér trú um til að hafna öllum hugmyndum sem ekki falla að þeirra eigin hugmyndafræði - en allavega enn ein rökvillan hjá þér Geir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 15:06

70 Smámynd: Geir Ágústsson

Svatli,

Allt sem þú skrifar hér er ofbeldisleysið uppmálað og þú boðar hvergi neitt sem hægt er að túlka sem árás á eignarétt eins né neins. Ég óska þér góðs gengis á þeim forsendum. 

Ég held áfram minni baráttu fyrir minnkandi ríkisvaldi og útbreiðslu einkaeignarréttarins svo sem flestir geti unnið saman á forsendum hans. 

Geir Ágústsson, 15.10.2010 kl. 15:34

71 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geir:

Takk fyrir spjallið. Ég mun halda áfram að tala um lausnir og það að gera eitthvað, vonandi snýst þér aðeins hugur varðandi það atriði hjá þér - þ.e. að "gera 'ekkert'"-vinkilinn...

Að lokum gangi þér vel í baráttunni þinni og vonandi finnum við einhverntíma sameiginlegan flöt varðandi lausnir á loftslagsvandanum til framtíðar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband