Sunnudagur, 10. október 2010
Aðgerðir eða AGS?
Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson hafa hagað sér eins og hlýðnir hundar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins undanfarin misseri og hoppað þegar sjóðurinn hefur beðið um það. Sjóðurinn lýsti því yfir á lokuðum fundum að almennar afskriftir og niðurfellingar væru ekki fýsileg leið, á meðan raunsæið sagði flestu fólki að það væri nánast eina leiðin til að vinda ofan af skuldsetningu hagkerfisins.
En núna lítur út fyrir að Ögmundur Jónasson ætli að taka slaginn við samráðherra sína og bera einhvers konar jarðtengda skynsemi á borð ríkisstjórnarinnar. Það er gott mál, ef satt er.
Þann 7. október sl. birtist grein í Morgunblaðinu eftir Gunnlaug Jónsson, framkvæmdastjóra og fyrrverandi fjármálaráðgjafa, þar sem Gunnlaugur lýsti góðri hugmund um lausn á skuldavanda heimilanna. Hana má lesa hér. Hvernig væri að ræða þá hugmynd af fullri alvöru?
Niðurfærsla rædd í vikunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.