Borgar sig ekki að spara, en hvað með það?

Ljóst er að á Íslandi borgar sig ekki að spara. Það borgar sig ekki einu sinni að eiga eitthvað smáræði inn á bankabók, því á þá innistæðu hlaðast "verðbætur" sem teljast til fjármagnstekna og leiða til skerðingar á öllu sem fólk býst við að fá til baka af sköttum sínum í formi ýmissa "bóta" frá Tryggingastofnun ríkisins.

En þá spyr hinn vel menntaði hagfræðingur: Hvað með það? Hagkerfinu er haldið gangandi með eyðslu, en ekki sparnaði. Sparnaður dregur fé úr umferð og hægir á hjólum hagkerfisins. Fólk þarf að eyða sparnaði sínum og þannig fara hjólin að snúast á ný. Hagkerfið er knúið áfram af eftirspurn, en ekki framboði. Þetta kenndi Keynes okkur á sínum tíma og Krugman í dag, og við það stöndum við.

Og mikið rétt, samkvæmt "viðteknum" hagfræðikenningum þá gerir það ekkert til að fólk spari ekkert og eyði öllu og rúmlega það (jafnvel gott að fólk taki lán og eyði í neyslu).

En "viðteknar" hagfræðikenningar eru rangar. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá hvað. Við vitum öll að það er gott að spara og við vitum líka að sparnaður okkar liggur ekki hreyfingarlaus í einhverjum kjallara og hverfur úr umferð (þótt slíkt sé ekki nauðsynlega slæmt). Hann er lánaður áfram til fjárfesta. Andstæða sparnaðar er eyðsla og við vitum líka öll að þeir sem eyða hverri einustu krónu og eiga engan varasjóð þurfa að taka dýr lán til að brúa bilið ef eitthvað kemur upp á. Slíkt lamar framtíðarlífskjör því skuldir þarf að borga.

En ef einhver hefur áhuga á því að kafa dýpra í huliðsheima hagfræðikenninga og framboðs/eftirspurnar þá get ég bent á þessa stuttu grein og þennan kafla í langri bók.


mbl.is Ríkið hirðir nánast allar tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við 3% ársvexti þá eru fjármagnstekjur upp á 100.000 per mánuð inneign í banka upp á 40.000.000!

Þarf viðkomandi virkilega á tryggingabótum að halda til viðbótar við sínar lífeyrisgreiðslur!?

karl (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 11:07

2 Smámynd: Geir Ágústsson

karl,

Ekki gleyma því að "verðbætur" eru að mér skilst einnig taldar til fjármagns"tekna".

Svo með 3% ársvexti og t.d. 8% ársverðbólgu (alls 11%) þá verða 100.000 kr. að "fjármagnstekjum" lítilla 100.000/0,11 x 12 = 10 milljóna eða um það bil. Það er ekki mikill sparnaður ef menn hafa eitthvað lagt til hliðar, sérstaklega ekki á efri árum.

Ég er ekki að segja að neinn þurfi á einu né neinu að halda (það er víst hlutverk afskiptasamra stjórnmálamanna). En fólk sem er að gera ráð fyrir ákveðnum tekjum, og sér þær svo teknar af sér, það breytir hegðun sinni og stingur sparnaði sínum í bankabox. Skiljanlega. 

Geir Ágústsson, 8.10.2010 kl. 12:14

3 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

Alltaf auðvelt að sparka í sparifjáreigendur, (fjármagnseigendur).

Verðbætur eru taldar til vaxtatekna eins rangt og það nú er.

Í 10% verðbólgu og 12% nafnávöxtun, (2% raunávöxtun) þá er skatturinn af hverri milljón sem spöruð er m.v. 20% fjármagnstekjuskatt heilar 24.000 kr en raunávöxtunin er 20.000!!  Sem sagt um 120% skattur!!!!!!

Og svo velta menn fyrir sér af hverju íslendingar eru ekki duglegri að spara...

Bragi Sigurður Guðmundsson, 8.10.2010 kl. 12:52

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

þetta er ástæðan fyrir því að ég varð að flía land

ég er ekki með neinar fjámagnstekjur en af því að ég fæ 100þ+ á mánuði fæ ég heilar12.500kr á mán fráTR

ég var bara svo heppin að eiga fyrir farinu og get skrimt í 3ja heiminum 

Magnús Ágústsson, 8.10.2010 kl. 12:59

5 identicon

Æi, já „verðbætur“

karl (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 13:17

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Í fullkomnum hagkerfum (sem sennilega eru ekki til) þá er gott að spara með því að leggja það í fjárhagskerfið í von um að það skili sér til baka aftur. Þetta er einmitt hugsunin með lífeyrissjóða okkar landsmanna. Hér á landi ríkir bara ekki nægilegur stöðuleiki til þess að það borgi sig. Það hefur aldrei gerst og það tekur langan tíma til þess að svo megi verða. Þar að auki má ekkert áfall verða eins og stríð, náttúruhamfarir, pólitískar illdeilur o.s.frv.

Til þess að það sé ásættanlegt að spara hér á landi þá þarf að ríkja stöðuleiki til margra áratuga og friður. Sérstaklega með okkar gjaldmiðil sem er notaður sem stjórntæki í pólitískum aðgerðum - til framdráttar fámennum hópi.

Þessar aðstæður sem við búum við eru fyrst og fremst afleiðing gallaðs stjórnkerfis sem byggist á einhverjum koníaksfundum lykilmanna í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar.

Það er oft verið að bera okkur saman við aðrar þjóðir sem hafa hrunið. Málið er að það hefur engin önnur þjóð hrunið í mannkynsögunni á jafn skömmum tíma - þar sem verðgildi fellur í hátt í 70%, nánast á einni nóttu.

Ennþá daginn í dag er verið að telja okkur trú um að ekkert hafi gerst - jafnvel núverandi ríkisstjórn - nema að litlu leyti.

Við erum ennþá á fyrsta stigi áfalls - í afneitun.

Það er engin ástæða til þess að byrja að spara fyrr en við erum komin á fjórða stigið í þessu áfalli.

Sumarliði Einar Daðason, 9.10.2010 kl. 01:41

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Sumarliði,

Að fólk leggi fyrir er alltaf og undantekningalaust betra fyrir hagkerfi en að það sé keyrt áfram á skuldsettri neyslu. Keynes/Krugman-hagfræðin er röng, og raunar undirliggjandi ástæða bóluhagkerfa vestrænna ríkja seinustu 100 ár eða svo.

Að stjórnvöld refsi fólki með 120% skatti á sparnað er nokkurn veginn það versta sem stjórnvöld eru að gera hagkerfinu.

Geir Ágústsson, 9.10.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband