Enn ein vinaráðning?

Núverandi ríkisstjórn hefur verið dugleg að búa til glænýjar stöður og ráða í þær vini núsitjandi ráðherra (Samfylkingarinnar). Hér er sennilega dæmi um eina nýja stöðu, og vitaskuld er henni úthlutað til fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, sem hefur "starfað í menntamálaráðuneytinu frá árinu 2007" við einhver ótiltekin verkefni.

Starfslýsingin er athyglisverð:

Starf tengiliðar felst í að koma með virkum hætti á framfæri upplýsingum til þeirra sem kunna að eiga bótarétt samkvæmt lögunum.

Kalla ný lög um nýjan bótarétt á nýja stöðu innan hins opinbera? Var engin önnur stofnun eða skrifstofa hjá hinu opinbera að sinna svipuðum málum vegna annars konar bótaréttar? Eru hin nýju lög svo flókin að þau kalla á sérstakan upplýsingafulltrúa? 

Mun biðtími þeirra sem reyna að sækja í skaðabætur hjá ríkinu eitthvað breytast við að ný staða er búin til? Hvaða hætta á tvíverkefnaði innan hins opinbera er til staðar þegar tveir aðskildir aðilar sjá um mjög svipuð verkefni?

Mér sýnist allt benda til að hér sé um einfalda, gamaldags vinaráðningu og verðlaun fyrir flokkshollustu að ræða. 


mbl.is Ráðin tengiliður vegna vistheimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver eru svo launin? - þú býður ekki fyrrverandi þingmanni hvaða laun sem er!

Ólafur Tryggvason (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 13:05

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hinn viðurkenndi fjögra laufa smári íslenskra stjónmála geymir afar sterkan erfðaþrótt. Litarafbrigðin eru þó orðin öllu óljósari en áður.

Árni Gunnarsson, 15.9.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband