Skattar MUNU hćkka

Heldur einhver ađ ríkisstjórnin muni ekki hćkka skatta? Athugum orđalag AGS samkvćmt blađamanni (feitletrun mín):

Gangi ţetta eftir myndast slaki upp á 20 milljarđa króna, sem dregur úr ţörfinni á auknum tekjum ríkissjóđs gegnum skattheimtu.

 Orđalagiđ "dregur úr ţörfinni" er hvorki "eyđir ţörfinni" né "gerir ţörfina enga". Ţađ er ţví gefiđ í skyn ađ skattar ţurfi ađ hćkka, en bara ekki eins mikiđ og áđur. Hér finnast heldur engin tilmćli um ađ ríkiđ eigi ađ draga útgjöld enn meira saman til ađ tryggja hallaleysi á ríkissjóđi (ađ "frádregnum vaxtagreiđslum", sem er auđvitađ hlćgileg reikningskúnst ţví vextir eru útgjöld eins og önnur ţótt ţau gagnist engum nema lánadrottnum hins skuldsetta ríkissjóđs).

En ţađ skiptir engu máli hvernig afkoma ríkissjóđs er. Fyrir skattahćkkunum ríkisstjórnarinnar eru ekki bara efnahagsleg rök, og ekki einu sinni fyrst og fremst efnahagsleg rök. Skattahćkkanirnar eru drifnar áfram af pólitískri hugsjón ríkisstjórnarinnar. Ţeir "ríku" (sem eru nokkurn veginn allir sem eru ekki á lágmarkslaunum eđa opinberri framfćrslu eđa eru háttsettir opinberir embćttismenn) eiga ađ fá ađ blćđa, og gildir ţá einu hvort ríkissjóđur er rekinn međ 100 milljarđa halla eđa "afgangi". Skattahćkkanir fá ađ standa.

Fjárlagafrumvarpiđ fyrir nćsta ár, sem senn verđur afhjúpađ, mun innihalda langan lista af skattahćkkunum. Ţćr verđa "rökstuddar" međ tilvísun í afkomu ríkissjóđs, en eru í raun drifnar áfram af pólitískum hugsjónum. Ţćr koma ţví, sama hvađ.


mbl.is Skattahćkkanir óţarfar ef svo fer fram sem horfir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Skattleggja bankana og afturkalla hćkkanir á nauđsynjum !

Guđmundur Ásgeirsson, 20.8.2010 kl. 10:20

2 identicon

Nágrímur sendi beiđni til AGS um ađ ţeir settu fram hćkkanir á sköttum.

Svokölluđ "óskuđ niđurstađa".

Nú mun í fyrsta sinn horfa fram í niđurskurđ hjá hin opinbera (ég á eftir ađ sjá ţađ gerast í raun til ađ trúa ţví) OG skattahćkkunum.

Nágrímur og Handriđiđ ćtla ađ tröllríđa ţjóđini eđa eins og segir í texta eftir Stormsker "sem bakpoki hann á ţeim hékk"...

Óskar Guđmundsson (IP-tala skráđ) 20.8.2010 kl. 10:21

3 Smámynd: Sigurđur Haraldsson

Eins og ég hef áđur sagt ţá stefnum viđ beina leiđ í ţrot!

Sigurđur Haraldsson, 20.8.2010 kl. 12:09

4 identicon

Sćll.

Hjá ríkisstjórninni veit önnur höndin ekki hvađ hin gerir. Önnur höndin sker niđur á međn hin eykur ríkisútgjöldin.

Embćtti umbođsmanns skuldara er dćmi um ţetta, hvađ skyldi ţađ nú kosta? Svo kostar nú eitthvađ ađ kyngreina fjárlögin og eitthvađ kosta nú allar ţessar stöđur hjá ríkinu sem ráđiđ hefur veriđ í tímabundiđ án auglýsingar! Svo kostar ţetta ESB (ţar sem vitađ er hvađ kemur út úr ţeim "samningum") ćvintýri Sf pening sem betur vćri variđ í t.d. LSH.

Ćtli viđ eigum ekki bara skiliđ ţađ sem viđ kusum yfir okkur? Ég spyr ţó: Hvar eru ţingmenn Sjálfstćđisflokks? Frá ţeim hefur vart heyrst hósti né stunda vegna nokkurs máls! Hvađ veldur ţví ađ ţeir ţegja ţunni hljóđi? Til hvers halda ţeir ađ ţeir séu á ţingi? Ţarf ađ skipta ţessu liđi út og fá á ţing Sjálfstćđismenn sem ţora ađ hjóla í ţetta vinstra liđ sem er ađ setja hér allt á hliđina? Ég held ađ flokkurinn gćti hćglega veriđ kominn međ yfir 40% fylgi ef ţingmenn ţyrđu ađ láta ađ sér kveđa og reka ţvćluna ofan í stjórnarsinna.

Jon (IP-tala skráđ) 21.8.2010 kl. 23:17

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Jon,

Hjartanlega sammála!

Geir Ágústsson, 22.8.2010 kl. 01:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband