Miðvikudagur, 18. ágúst 2010
Kunnugleg þula í munni vinstrimanna
Hver treystir íslenskum vinstrimönnum þegar þeir lofa bættri tíð með blóm í haga?
Athyglisvert er að lesa um fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Hér er sagt frá fjárlagafrumvarpi hans fyrir árið 1991. Skattar skrúfaðir upp og niðurskurður hér og þar en hvergi tekist á við stóru málin og skuldinni skellt á aðra vegna þeirra.
Ekki batnar það þegar farið er lengra aftur, til dæmis til ársins 1988, þar sem Ólafur Ragnar sést í pontu Alþingis að afsaka "minni tekjur" ríkissjóðs þrátt fyrir stanslausar skattahækkanir og hallarekstur.
Hvernig gat Ólafur Ragnar lagt fram fjárlög bæði árið 1988 og 1990 þar sem hann fer með sömu þuluna um að nú sé betri tíð í vændum, ef hann bara fær að sitja á ráðherrastól aðeins lengur?
Það gæti verið fróðlegt að sjá aðeins skipulegri samanburð á tungutaki vinstrimanna í ríkisstjórn bæði þá og nú. Mig grunar að það sé svipað, og að árangurinn sé eftir því fyrirsjáanlegur. Núna eru skattar hækkaðir og ríkissjóður rekinn með bullandi tapi sem þó standi til að stoppa í með linnulausum skattahækkunum. Fyrirsjáanlegar afleiðingar? Ég held það.
Sviptingar á fjárlögum 2011 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður punktur!! Þörf áminning!!
Jon (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.