Verðbólga fyrst, verðhækkanir svo

Fyrir gefið peningamagn í umferð getur verðlag ekki hækkað á öllu sem er til sölu. Ef skyndileg aukning í eftirspurn á appelsínum á sér stað, þá dregst úr eftirspurn á einhverju öðru, t.d. perum, og verðlag hækkar því á annarri vörunni en lækkar á hinni. Sömu krónunni verður ekki eytt á tveimur stöðum samtímis.
 
Hvað gerist hins vegar þegar peningamagn er aukið, og það verulega? Þá breytist myndin. Þá eru fleiri peningar í umferð, sem geta þá elt fleiri vörur í einu, og þannig valdið aukinni eftirspurn og hækkandi verðlagi á nánast öllu. Verðbólga er í stuttu máli ekkert annað en aukning á peningamagni í umferð. Hækkandi verðlag (e. rising consumer prices) er afleiðing verðbólgu (e. inflation), en ekki öfugt.

Í ESB hafa menn nú prentað peninga eins og óðir síðan fjármálakreppan skall á (en þó ekkert miðað við Bandaríkjamenn). Þegar Grikkland varð tæknilega gjaldþrota var enn spýtt í og peningaprentun sett á fljúgandi ferð. Þegar Spánn og Portúgal segja til þá verður enn gefið í.

Hið mikla flæði nýrra evra á markaðinn virðist nú vera koma fram í hækkandi verðlagi. Það kemur ekki á óvart. Hvað gerist þegar evru-framleiðslan kemst á svo mikið flug að fólk fer að missa trúna á kaupmætti hverrar evru? Þá byrjar almenningur að minnka eftirspurn sína eftir evrum og auka eftirspurn á varningi, og við það minnkar kaupmáttur evrunnar enn hraðar og meira.


mbl.is Verðbólga vex í evrulöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður þá ekki bara fínt að vera með handónýtu krónuna sem við getum þó tengt við sukkið og svínaríið hérna heima þegar evran fellur.  Við höfum þá alltaf möguleikan á því að sukka minna til að styrkja okkar gengi.

Stebbi (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 13:39

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þegar öll skip eru að sökkva þá hlýtur að vera best að vera á því skipi sem er að sökkva hægast. Íslendingar geta alveg haldið sínu á floti á eigin frumkvæði ef pólitískur vilji er fyrir smá tiltekt í hagkerfinu og ríkisrekstrinum.

Geir Ágústsson, 16.8.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband