Að verja kerfið, kerfisins vegna

Augljóslega er nýju frumvarpi landbúnaðarráðherra ætlað að drepa niður samkeppni við "kerfið". En af hverju að verja "kerfið"? Af því í dag eru til bændur og aðrir sem reiða sig á það, og þeir hafa aðgang að eyrum þingmanna sinna. Ekki er kerfið að þjóna neytendum eða skattgreiðendum. Það er á hreinu. Ekki frekar en rekstur ríkisins á leikhúsum og sendiráðum og rannsóknarnefndum um viðskipti einkafyrirtækja.

 Það er að einhverju leyti skiljanlegt að kerfið skuli varið af þingmönnum landsbyggðarinnar, t.d. úr röðum Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstyrkir og lög um kvóta og annað hafa alið af sér heila stétt mjólkurbænda sem margir hverjir hafa lagt í dýr kvótakaup til að stækka við bú sín og auka hagkvæmni. Nú lítur út fyrir að margir bændur gefi skít í hina opinberu kvóta og framleiði einfaldlega mjólk eftir getu, án styrkja. 

En í stað þess að gera þá sem mjólka beljur sínar "of mikið" að glæpamönnum þá væri miklu nær að leita leiða til að frelsa skuldsetta kvótabændur úr viðjum kerfisins. 

Það má líkja þessu við þau ánauðaráhrif sem velferðarkerfið hefur á fullfrískt fólk. Fyrst er það mjólkað um háa skatta og því gert að fara á spenann til að ná einhverju af þeim til baka, t.d. í formi húsaleigubóta, vaxtabóta, barnabóta, niðurgreiddra skóla og spítala og svona má lengi telja. Menn þurfa nánast að vera milljónamæringar til að hafa efni á því að sleppa við kæfandi faðmlag fóstruríkisins. 

En bændur eiga hér von. 


mbl.is Frjálshyggjufélagið leggst gegn búvörufrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband