Seðlabankar auka gullforða sinn

Hin frumlega tilraun seðlabanka heimsins til að slíta peninga sína algjörlega frá tengingu við einhvers konar "tangible good" (þá helst gull eða silfur) verður væntanlega hætt í náinni framtíð. Síðan gullfóturinn var yfirgefinn snemma á 20. öld hefur kaupmáttur hverrar einingar helstu gjaldmiðla snarlækkað. Ég man t.d. eftir því í gamla daga að geta keypt súkkulaðikúlu á hálfa krónu en í dag kostar hún um 5 krónur. Það segir ýmislegt um þróun kaupmáttar á hinni lausleikandi íslensku krónu. Svipaða sögu er hægt að segja um aðra gjaldmiðla.

Skynsamir seðlabankar víða um heim auka nú gullforða sinn til að verja kaupmátt þeirra peninga sem þeir prenta. Dæmi: Indland, Kína. Gullið kemur ýmist úr námum eða er keypt af óskynsamari seðlabönkum (t.d. Alþjóðagjaldeyrissjóðnum) sem reyna eru að útvega sér fé með sölu á sínum gullforða - fé sem stjórnmálamenn ætla sér svo að eyða í allskyns örvunaraðgerðir og hallarekstur. 

Aukin eftirspurn eftir gulli vegur hæglega á móti auknu framboði frá óskynsömum seðlabönkum. Gullverð er að stíga hægt og rólega í verði (mældu í USD) og sumir hafa spáð því að únsan detti í 5000 USD innan fárra ára


mbl.is Gjaldeyrisforði Seðlabanka eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig geta Íslendingar keypt gull?

Köttur (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 14:39

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ein óbein leið er með því að kaupa hlutabréf í gull- og silfurnámufyrirtækjum, t.d. í Kanada.

Eða prófað eitthvað eins og http://goldmoney.com/

Sjálfur geymi ég minn sparnað í dönskum krónum sem ég ætti að fara endurskoða og mun gera ef ríkið þar í landi minnkar metnað sinn til að draga úr hallarekstri ríkisins og peningaprentun.

Geir Ágústsson, 11.8.2010 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband