Fimmtudagur, 17. júní 2010
Hið sanna ástand Íslands
Oft eru ræður Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri úr hennar flokki mjög gagnlegar því þær segja gjarnan andstæðu þess sem rétt er. Jóhanna segir til dæmis að krónan hafi styrkst, en það er tímabundin tálsýn. Hún segir verðbólguna vera á niðurleið. Það er sömuleiðis tálsýn. Krónustyrking og verðbólgufall getur ekki átt sér stað nema krónunni sé leyft að taka út verðhrun sitt og styrkjast á raunverulegum forsendum. Í dag koma fastar viðjar ríkisvaldsins í veg fyrir slíkt.
Sumir stjórnarherrar hafa talað um að atvinnuleysi sé ekki eins mikið og fyrst var óttast. Það er vegna landflótta verðmætaskapandi fólks, og er neikvætt.
Jóhanna talar um að hagvöxtur sé að "hefjast". Það má vera, enda er hagvöxtur fyrst og fremst mælieining á útgjöld. Ef ríkið tekur 1000 milljarða lán og reistir fyrir það pýramída úr grjóti á toppi Esjunnar þá mun sú framkvæmd teljast sem plús á hagvaxtarreikninginn. Skaðleg aðgerð fyrir hagkerfið engu að síður.
Þessi ríkisstjórn og raunar megnið af stjórnarandstöðunni man ekki hvernig Ísland komst í áratugalanga uppsveiflu upp úr lokum 9. áratugs 20. aldar. Þess vegna mun þessu Alþingi ekki takast að rétta við þjóðarskútuna.
Hagvöxtur að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.