Þriðjudagur, 15. júní 2010
Kolröng áhersla á 'neyslu'
Hagstofa Íslands hefur ekki lært neitt af hruninu frekar en hagfræðideild Háskóla Íslands, hagdeild ASÍ eða greiningardeildir bankanna, þ.m.t. Seðlabanka Íslands. Áfram er byggt á kenningum Keynes þar sem svokölluð "aggregate demand" er ranglega talin vera drifkraftur hagkerfisins.
Ef hagfræðingar hins blanda hagkerfis (þar sem ríkið einokar peningaútgáfu og bankarnir græða á henni) mættu ráða, þá værum við öll að botna öll kreditkort núna til að eyða og eyða og halda þannig "einkaneyslu" uppi og þar með "eftirspurn" í hagkerfinu. Spekingarnir segja að með því móti mætti koma "hjólum hagkerfisins" af stað og þannig eyða kreppunni.
Þetta raus þarf að hunsa. Almenningur þarf að spara, hætta að eyða og byrja að greiða niður skuldir. Spekingarnir sem halda á lofti merki hins blandaða hagkerfis eru hugmyndafræðingar kreppunnar. Þeim þarf að sópa af borðinu.
Raunlækkun um á annan tug prósenta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert brattur, "sjálfkrýndur sérfræðingur um samfélagsmál" og hjólar í allar viðurkenndar hagfræðistefnur!
Það kannski bara bábilja að samdráttur í einkaneyslu leiði til samdráttar, uppsagna og atvinnuleysis í framleiðslu- og þjónustugeiranum sem leiði til samdráttar í skatttekjum og aukinna félagslegra útgjalda hjá hinu opinbera sem leiði til aukinnar skuldasöfnunar, samdráttar, uppsagna og atvinnuleysis á þeim bænum o.s.frv. o.s.frv...
Gaman að fá svona öðru vísi sýn á hlutina - við þurfum nýja hugsun til að komast upp úr hjólförunum sem við erum í. Hlakka til að lesa blogg þitt áfram í framtíðinni.
Kv. Bjarni
Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 10:49
Bjarni,
Velkominn á lesendalista minn :-)
Þegar heimilisbókhald þitt segir að útgjöld séu hærri en tekjur, hvað gerir þú þá? Sækir um hærri yfirdrátt eða annað kreditkort?
Væntanlega ekki nema skammtímahugsunin sé þeim mun meira yfirgnæfandi.
Alþingismenn vita að heima hjá sér sé vissara að taka til í útgjaldaliðunum svo að tekjuliðirnir dekki amk þá. Þegar þeir mæta til vinnu er eins og þeir hafi svo steingleymt því hvernig á að rétta af bókhald.
Þetta heitir "common sense" sem hagfræðingar hafa reynt að kjafta sig frá síðan árið 1936 til að réttlæta útblásið ríkisvald.
Geir Ágústsson, 15.6.2010 kl. 11:55
Hjartanlega sammála þér Geir!
Lúðvík Júlíusson, 15.6.2010 kl. 14:08
Ég finn ekkert e-mail hjá þér en ég átti í miklum vandræðum með að þýða orðið 'statist' þegar ég var að lesa von Mises. Ég endaði á því að nota orðið 'stjórnlyndi' því 'statism' er andstæðan við 'liberalism', amk. að mati von Mises.
kv. Lúðvík
Lúðvík Júlíusson, 15.6.2010 kl. 14:13
Sæll Lúðvík,
geirag hjá gmail er það.
Þarf ekki að vera -isti eða -isma ending á orðinu?
Stjórnlyndisti kannski? :-)
Geir Ágústsson, 15.6.2010 kl. 16:02
Endilega horðu á Margaritaville http://www.southparkstudios.com/episodes/220760/ og sjáðu hvernig það myndi allt þróast ef allir hættu að eyða pening.
Bara teiknimynd já, en alveg pottþétt dæmi til að sýna vitleysingum.
Tómas Waagfjörð, 16.6.2010 kl. 14:52
Tómas,
Það að hagfræðikenning sé sett í aðgengilegt teiknimyndaform, og að þú túlkir minnkun á neyslu sem einhvers konar stöðvun peningaflæðis, það gerir ekki ranga kenningu rétta.
Geir Ágústsson, 16.6.2010 kl. 15:19
Um leið og fólk minnkar neysluna þá fá verslanir minni peninga inn, þeir þurfa að segja upp fólki vegna dræmrar sölu. Þetta lið sem var sagt upp hættir allri neyslu líka, fleiri missa vinnuna og svo framvegis. Á endanum verða allir atvinnulausir, engar búðir, engin þjónusta, gjaldþrot hjá öllum.
Ef þú lætur eins og vitleysingur þá er komið fram við þig eins og vitleysing, því miður.
Tómas Waagfjörð, 16.6.2010 kl. 15:26
Nú hef ég ekki horft á þessa teiknimynd en hvað verður gert við allar vörurnar sem enginn vill kaupa? Það sem gerist í raun og veru er að verðið lækkar þangað til fólk er tilbúið að kaupa þær og þau fyrirtæki lifa sem geta framleitt á þessu nýja verði.
Ef neysla í heiminum dregst almennt saman þá lækkar líka verð á aðföngum þannig að þrátt fyrir verðlækkun þá dregst framleitt magn ekki jafn mikið saman og halda mætti í fyrstu. - Þarna er gólf í efnahagssamdrættinum!!
Hvað verður um allan sparnaðinn? Vextirnir lækka þangað til peningar fást að láni fyrir næstum enga vexti. Fólk sem vill nota tækifærið þegar verðlag lækkar tekur peninginn að láni og kemur veltunni af stað. - Þarna er komið annað gólf í efnahagssamdrættinum!!
Einnig mun fjöldinn allur af einstaklingum og fyrirtækjum sá tækifæri til að stofna ný fyrirtæki eða hefja nýja framleiðslu þegar aðföng, fjármagn og vinnuafl lækkar í efnahagssamdrætti. - Þarna er komið enn eitt gólfið í efnahagssamdrættinum!!
Hið mikilvægasta í dæminu er sjálfsbjargarviðleitni fólks og endalaus viðleitni þess til að bæta umhverfi sitt. Fólk er lifandi, dynamískt, en ekki statískt, staðnað.
Southpark eru snilldar þættir sérstaklega vegna þess hversu kaldhæðnir þeir eru. Er ekki einfaldlega verið að gera grín að þeim einstaklingum sem halda að allt snúst um neyslu?
Lúðvík Júlíusson, 16.6.2010 kl. 19:59
Lúðvík,
Hugsanlega.
Flott útskýring hjá þér!
Fólk virðist almennt skilja að heimilisbókhaldið lagast ekki við það að fá sér annað kreditkort. En svo virðist fólk almennt gleyma þessari einföldu staðreynd þegar stjórnmálamenn tala um að "eyða okkur út úr kreppunni".
Geir Ágústsson, 17.6.2010 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.