Ísland þarfnast stjórnarskipta

Skattgreiðendur sjá nú fram á að geta arfleitt jafnt börn sín sem barnabörn að skuldum vegna gríðarlegs hallareksturs hins opinbera. Tónlistarhöllin við höfnina er enn í byggingu. Hundruðum milljóna er sólundað í þýðingar á umsóknareyðublöðum Evrópusambandsins.

Ríkið talar um að ráðast í „mannaflsfrekar framkvæmdir" á kostnað skattgreiðenda, sem vitaskuld þýða ennþá mannaflsfrekari uppsagnir hjá einkaaðilum.

Hækkandi skattbyrði, gjaldeyrishöft og aðrar viðjar eru smátt og smátt að kyrkja hagkerfið. Ríkið hefur tekið yfir allar tegundir fyrirtækja og rekur þau nú með tapi á kostnað skattgreiðenda, um leið og samkeppnisaðilum þeirra blæðir hægt og rólega út og svona má lengi telja.

Þetta og meira til eru ljómandi góðar ástæður fyrir Íslendinga til að byrja hugleiða stjórnarskipti. Meira um það í Morgunblaðsgrein eftir mig í dag. Ójá.


mbl.is Halli hins opinbera 24,2 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband