Skuldsett opinber neysla?

Hvaða tölu vantar í eftirfarandi útdrátt (feitletrun mín)?

Landsframleiðsla er talin hafa aukist um 0,6% að raungildi frá 4. ársfjórðungi 2009 til 1. ársfjórðungs 2010. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,3%. Einkaneysla dróst saman um 0,6%, samneysla um 0,5% og fjárfesting dróst saman um 15,6% en sá samdráttur skýrist að mestu leyti af kaupum á skipum og flugvélum á 4. ársfjórðungi.

 "Þjóðarútgjöld" hækkuðu um 1,3% m.v. sama tíma í fyrra.

Einkaneysla, "samneysla" og fjárfesting dregst saman.

Niðurstaðan: "Landsframleiðsla" eykst um 0,6%.

Einkaneysla dregst saman. "Landsframleiðsla" vex. Er rétt ályktað hjá mér að mismunurinn á þessu tvennu sé neysla hins opinbera? Opinber útgjöld?

Ef þau eru að aukast, á meðan einkaneysla er að dragast saman (auk allra skattstofna ríkisins), er hún þá að aukast með lántökum og skuldsetningu hins opinbera?

Ef svo er, þá eru fréttir af aukningu "landsframleiðslu" slæm tíðindi.

Í Bandaríkjunum stæra stjórnvöld sig nú af "aukningu" landsframleiðslu. Um það hefur eftirfarandi verið sagt (feitletrun mín):

In recent months, GDP numbers have rebounded - primarily as a result of record low interest rates reliquifying the credit market and government stimulus jolting consumer spending. Although the "positive growth" has delighted Obama's economic brain trust, it has done little to boost the fortunes of Main Street. As I have said many times, GDP largely measures spending, and spending is not growth

...sama hvað hver segir!


mbl.is Aukning landsframleiðslu 0,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband