Mánudagur, 19. apríl 2010
Hvað með MÍNAR óskir um boð og bönn?
Þeir eru víst margir sem hafa stórar og miklar skoðanir á nektardansi en halda því um leið fram að þeir horfi ekki á slíkan dans. Eitthvað sem fer illa saman, því hvers vegna að vilja banna iðju sem viðkomandi nýtur þess engan veginn að horfa á, og heldur sig því annars staðar?
Hvað um það. Ég er ekkert hrifinn af því að fólki labbi um með stóra hunda á götum úti. Ég mundi miklu frekar vilja að hundarnir séu annars staðar en ég. Ég reyni að forðast þá en það er erfitt, því ólíkt nektardansi þá eru þeir ekki bak við luktar dyr sem dyravörður krefst aðgangseyris til að fá að ganga í gegnum. Ég rekst ekki beint á nektardansmey stunda iðju sína úti á götu. En hundarnir eru alls staðar. Mætti ég biðja um bann við hundahaldi á þéttbýlissvæðum, takk!
Flestir vilja banna nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef hundahald fer svona í taugarnar á þér, og fólk að labba með hunda, drullaru þér í burtu frá hundinum þegar hann kemur á mót þér ekki flókið?
Jón (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 17:00
Það verður nú að viðurkennast að ég er sumpart sammála þessu og þá sérstaklega þegar kemur að börnum manns. Hundar eru ólíkindatól þó að flestir seu aldir vel upp. En ekki er langt síðan að stór hundur drap lítinn hund á Geirsnefi. Ætli sá hundur hefði séð mikinn mun á litla hundinum og litlu barni?
Svo er svarið frá jóni mjög venjulegt fyrir fólk sem ekki hefur rök til að styðja mál sitt.
Vignir (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 17:05
Hundar eru flestir aldir vel upp og það er alveg rétt, fólk sem nennir því ekki á ekki yfirhöfuð að fá sér hund. Þeir eru í ól á flestum opinberum stöðum, nema á geirsnefi og á öðrum afskekktum stöðum. Kemur nánast aldrei fyrir að hundar ráðist á börn, algengara að fullorðnir ráðist á börn og erum við ekki alltaf svo fucking fullkominn?
Jón (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 17:24
Mannskepnan er enn meira ólíkindatól en hundarnir. Þannig myndi ég frekar vilja sjá marga mannskepnuna í ól á bakvið mannhelda girðingu en blessaða hundana, enda margur maðurinn stórhættulegur og algerlega ófyrirsjáanlegur.
Þór Sigurðsson, 19.4.2010 kl. 17:50
hey sultur þetta er ekki spurning um hunda eða ólar eða hvað sem þið eruð að bulla um hérna, þetta er spurning um að þótt manni líki ekki við eitthvað þá er ekki bara hægt að banna það, auðvitað verða hundar ekki bannaðir þótt honum geir líki ekki við þá alveg eins að það er alveg út í hött banna nektardans þótt einhverjum feminístum líki ekki við það, riiiight
arnar (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 18:12
arnar, rétt! Þú náðir punktinum.
Geir Ágústsson, 20.4.2010 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.