Mánudagur, 8. mars 2010
'Public Works Mean Taxes'
Miðstjórn Samiðnar ályktar í hefðbundnum stíl verkalýðshreyfingar og kallar eftir "aðgerðum" stjórnvalda, án þess að fara nánar út í þá sauma. Við hvað er átt? Lækkun skatta sem leyfa þeim sem afla fjárins að ákveða í hvað er eytt og hvar sé fjárfest? Varla. Miklu líklegra er að Samiðn sé að auglýsa eftir stórkostlegum ríkisútgjöldum, í alls kyns framkvæmdir, sem vitaskuld krefjast vinnuafls úr röðum Samiðnar-fólks.
Með þá sýn að leiðarljósi, þá er ákaflega mikið við hæfi að vitna í orð gamals meistara hagfræðinnar, Henry Hazlitt, sem skrifaði á sínum tíma:
There is no more persistent and influential faith in the world today than the faith in government spending. Everywhere government spending is presented as a panacea for all our economic ills. Is private industry partially stagnant? We can fix it all by government spending. Is there unemployment? That is obviously due to insufficient private purchasing power. The remedy is just as obvious. All that is necessary is for the government to spend enough to make up the deficiency.
Hverjar eru svo afleiðingar hinna miklu og "mannaflsfreku" framkvæmda, sem skattgreiðendur bera kostnaðinn af?
Here I am afraid that we shall have to be dogmatic, and point out that such pleasant dreams in the past have always been shattered by national insolvency or a runaway inflation. Here we shall have to say simply that all government expenditures must eventually be paid out of the proceeds of taxation; that inflation itself is merely a form, and a particularly vicious form, of taxation.
Í stuttu máli: Fagurgalar stjórnmálamanna um björgunaraðgerðir á kostnað skattgreiðenda eru lítið meira en það - fagurgalar. Enginn varanlegur efnahagsbati næst með auknum útgjöldum hin opinbera, hvorki þeirra sem ríkisvaldið tók lán fyrir, né þeim sem ríkisvaldið prentaði peningaseðla til að fjármagna.
Stöðnun blasir hvarvetna við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.