Þriðjudagur, 2. mars 2010
Til hvers að hafa lög þá?
John McFall málar hér "málstað" Breta rósrauðum litum, og laumar inn hótun eða tveimur. Í stuttu máli er hann að segja að af því Bretar tóku pólitíska ákvörðun um að greiða innistæður Breta með fé skattgreiðenda, þá eigi Íslendingar að borga reikninginn, sama hvað lögum um tryggingar innistæða líður.
John McFall, formaður fjárlaganefnda breska þingsins segir að Íslendingar verði að ákveða hvort þeir vilji vera hluti af alþjóðlegu samstarfi
Lesist: Bretar munu standa í vegi fyrir aðild Íslands að ESB nema íslenskir skattgreiðendur borgi. Eitthvað sem út af fyrir sig er ekki slæmt (ég er andsnúinn slíkri aðild), en finnst aðferðafræði Breta engu að síður vera ógeðfelld.
Hann telur að það verði að ná fram lausn í Icesavedeilunni að öðrum kosti verði afleiðingarnar afar miklar fyrir Evrópu.
Lesist: Innistæðutryggingakerfi ESB er gjaldþrota og því mikilvægt að skattgreiðendum blæði ofan í það svo almenningur komist ekki að því og leggi spilaborgina sem pappírspeningakerfi hins opinbera er í rúst. Hættan er sú að markaðurinn krefjist þá þess að ríkið hætti að einoka peningaútgáfu (með tilheyrandi missi á spóni úr aski ríkisvaldsins) og krefjist öllu traustari peninga, t.d. þeirra sem hinn frjálsi markaður velur sér í fjarveru þvingana.
Eðlilega hafi bresk stjórnvöld tryggt innistæður þegna sinna.
Þetta var pólitísk ákvörðun Breta sem felur ekki í sér meinar skuldbindingar fyrir íslenska skattgreiðendur. Bretum þótti líka "eðlilegt" að veiða úr íslensku landgrunni óháð öllum alþjóðlegum sáttmálum og milliríkjasamningum. Á þeim tíma voru stjórnvöld á Íslandi með bein í nefinu.
McFall: Telur að lausn verði að nást | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.