Mánudagur, 1. mars 2010
Viltu 1000 milljarða skuld? Nei takk
Breti spyr Íslending: Má bjóða þér 1000 milljarða skuld, sem engin lög og engir samningar leggja á þínar herðar, en ég býð þér svo þú getir þóknast mér, og þá stend ég ekki í vegi fyrir því að þú komist inn í ESB?
Svar Íslendingsins ræðst væntanlega þann 6. mars.
Annars er athyglisvert að bera saman tvær tölur úr tveimur fréttum. Sú fyrri segir:
"19% segjast ætla að kjósa með lögunum..."
Sú seinni segir:
Fylgi Samfylkingarinnar hefur minnkað frá því í janúar og er það 23,2%.
Mjótt á munum, svo ekki sé meira sagt!
74% gegn Icesave-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.